Úr dauðarokki í óperunám Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. febrúar 2014 15:00 Elmar Þór Gilbertsson Vísir/Stefán Elmar Þór Gilbertsson ætlaði aldrei að verða söngvari. Hann lærði búfræði og rafeindavirkjun áður en hann var hvattur til að fara í söngnám. Hann hefur nú óperusöng að aðalstarfi og ferðast um alla Evrópu til að syngja í flottum óperuhúsum. Elmar er nú á Íslandi og syngur í nýjustu uppfærslu Íslensku óperunnar, Ragnheiði, í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Tenórinn Elmar Þór hefur búið í Hollandi undanfarin sjö ár og ferðast um alla Evrópu vegna starfs síns sem óperusöngvari. Hann stoppar nú stutt hér á Íslandi til að syngja í uppfærslu Íslensku óperunnar á nýrri íslenskri óperu, Ragnheiði, áður en hann snýr aftur út til starfa. Hann á tíu ára dóttur á Íslandi. „Ég ætlaði aldrei að verða söngvari. Ég ætlaði að verða rafeindavirki og vinna við það,“ segir Elmar, en hann starfaði hjá Rafmagnsveitum ríkisins í sjö ár áður en hann lét slag standa og ákvað að reyna fyrir sér í óperusöng úti í heimi. Elmar býr í Den Haag í Hollandi. Hann kláraði meistaranám við Conservatory of Amsterdam árið 2009 og hefur unnið fyrir sér sem óperusöngvari allar götur síðan, meðal annars sungið burðarhlutverk í þekktum uppfærslum í fyrsta flokks óperuhúsum víða um Evrópu. „Ég var búinn að væflast í söngnámi í smátíma í áhugamennsku – fór í fyrsta söngtímann að verða 24 ára gamall. Mér datt ekki í hug á þeim tíma að þetta væri það sem ég myndi leggja fyrir mig,“ rifjar Elmar upp, sposkur á svip.Einn kennari sérstaklega drífandi Elmar lærði hjá Jóni Þorsteinssyni. „Við unnum saman í tvö ár og það var hann sem hvatti mig til að sækja um í skólann í Amsterdam, sem ég gerði. Svo komst ég inn í þetta nám sem er á master-stigi og þá er mönnum treyst til að velja sér eigin kennara – og ég vildi vinna áfram með Jóni. Mér var líka að fara mikið fram á þessum tíma, röddin mín var að þróast og breytast og ég útskrifaðist árið 2009 með hann sem aðalkennara,“ heldur Elmar áfram, en hann hefur haft í nægu að snúast síðan. „Já, ég er bókaður næstu tvö árin. Undanfarin tvö ár hef ég aðallega sungið í Hollandi en er nýlega byrjaður að vinna með umboðsmanni sem er búinn að skipuleggja næstu tvö ár fyrir mig,“ segir Elmar og brosir. „Þannig að ég hef allavega eitthvað að gera út 2015.“Minna brennivín og eldri grúppíur Aðspurður segir hann líf óperusöngvarans ekki vera rokkstjörnulíf. „Nei,“ segir Elmar og hlær. „Ég hugsa að það sé aðeins öðruvísi að vera rokkstjarna – meira brennivín og grúppíurnar öllu yngri. Það er heilmikil vinna að vera óperusöngvari. Ég finn að það virkar best fyrir mig að vera líkamlega vel á mig kominn og ég þarf mikla hvíld til að röddin funkeri sem best. Það að syngja tekur ekki bara á raddböndin, heldur á allan líkamann.“Úr dauðarokki í karlakór Elmar Þór ólst upp í Búðardal, í Dölunum, þar sem tónlistin hafði strax mikil áhrif á hann sem barn. „Ég var í alls konar bílskúrsböndum og byrjaði ungur að koma fram – þá spilaði ég reyndar á rafmagnsgítar og söng. Þetta var dálítið graðhestarokk, við vorum mest í þungarokki. Átrúnaðargoðin voru hljómsveitir á borð við Metallica og Guns N‘ Roses. Svo tókum við það nú enn lengra og fórum að spila dauðarokk. Þá var maður með sítt hár og í leðurjakka,“ rifjar Elmar upp. „En ég hef alltaf verið sveitastrákur og þegar ég flutti suður fyrst eftir grunnskólann, þá fann ég mig ekki í borginni og flutti fljótlega aftur út á land, upp á Snæfellsnes til afa og vann hjá honum við trésmíðar. Þannig að hljómsveitarbröltið datt smám saman niður,“ heldur Elmar áfram og bætir við að hann hafi verið týndur á þessum aldri, um tvítugt, og ekki vitað hvað hann vildi gera. Vísir/StefánKynntist klassík í Bændaskólanum „Ég kynntist stelpu á Grundarfirði og við fluttum inn saman og ákváðum að fara í Bændaskólann á Hvanneyri. Ég vissi ekkert hvað ég vildi læra, en ég er alinn upp í sveit þannig að það lá beinast við að klára Bændaskólann. Og það var á heimavistinni á Hvanneyri sem ég kynnist fyrst klassískri músík. Ég var að væflast um ganginn eitt kvöldið og heyrði fallegan söng, og fór að hlusta eftir honum. Ég gekk á hljóðið og þar var karlakór að æfa. Ég settist niður og heillaðist. Mér var óformlega boðið að vera með, svo ég sló til,“ segir Elmar, sem segist ekki hafa verið fullgildur meðlimur í kórnum en segir að þarna hafi áhugi hans á klassískum söng fyrst gert vart við sig. „Síðan leiddi eitt af öðru, organistinn í kirkjunni á Grundarfirði hafði frétt af mér í kór á Hvanneyri og bauð mér að vera í kirkjukórnum. Ég þáði það boð þrátt fyrir að vera langyngstur í kórnum,“ segir hann og hlær.Samviskusamur söngvari Elmar flutti síðan til Reykjavíkur um aldamótin til þess að læra rafeindavirkjun. „Ég kynntist barnsmóður minni um þetta leyti, en hún er líka tónlistarmaður,“ bætir Elmar við en hann á eina dóttur úr því sambandi. Þær mæðgur búa á Íslandi, en sambandið er mikið og gott á milli þeirra. „Við fórum saman í kórinn í Hallgrímskirkju, en eins og ég segi, þá ætlaði ég aldrei að verða söngvari. Það bara einhvern veginn gerðist. Og ég er svolítið þannig. Ég er ekki með markmið eða rosa drauma, ég geri bara það sem ég geri og reyni að setja hjartað í það og sálina og það hefur virkað nokkuð vel,“ segir Elmar hógvær. Aðspurður segir hann stefnuna ekki endilega vera að komast á samning hjá stóru óperuhúsi úti í heimi. „Ég vinn mína vinnu og reyni að vera eins samviskusamur og ég get. Ég hef haft það ágætt hingað til. Mér finnst þetta skemmtilegt og ef ég get haft í mig og á af því er það hið besta mál, allt sem kemur ofan á, það er bara bónus.“Höfnun hluti af starfinu Elmar hefur ferðast mikið undanfarin ár í áheyrnarprufur. Eins og í flestum skapandi greinum er höfnun algeng í starfinu. „Ég hef milljón sinnum sest niður og spurt mig af hverju ég sé að þessu. Söngvarinn fer í atvinnuviðtal fyrir hvert einasta verkefni, í mínu tilfelli kannski tíu eða tuttugu á ári, og maður fær kannski eitt eða tvö verkefni af þeim. Ég hef oft hugsað að það væri gaman að flytja heim og vera nær dóttur minni. En það er erfitt fyrir óperusöngvara að koma heim, markaðurinn hér er svo lítill. Íslenska óperan er náttúrulega drifkraftur í óperulífi hér á Íslandi en býr ekki við nægt fjármagn til að geta sett upp margar óperur á ári. Þetta eru ein til tvær uppfærslur á ári og það er ekkert hægt að lifa á því. Ég ákvað fyrir nokkrum árum að ég ætlaði að láta reyna á þetta, hvað ég kemst langt í hinum alþjóðlega heimi og ég er ennþá að sjá til.“Eftirminnilegasta hlutverkið er klárlega uppfærsla af Kát´a Kabanova eftir Janácec´s í óperuhúsinu í Maastricht. Janácec er svona þjóðarskáld Tékka,“ segir Elmar. „Yfirmaður í óperuhúsinu þekkti leikstjórann Harry Kupfer persónulega, en hann er gríðarlega þekktur í þessum heimi. Kupfer er kominn upp undir áttrætt og hefur leikstýrt óperum um allan heim. Hann var hættur að vinna en yfirmaðurinn náði eftir ótrúlegum leiðum að fá hann til að láta þessa uppfærslu verða hans síðasta verk. Sýningin vakti mikla lukku og var valin besta óperusýning í Hollandi 2011. Síðan komu útsendarar frá alþjóðlegu Janácec-hátíðinni í Brno í Tékklandi á síðustu sýninguna. Þeim leist svo vel á að þeir buðu öllum að koma til Brno, árinu eftir, og setja sýninguna aftur upp. Ég held að þetta hafi verið mest krefjandi verkefni mitt hingað til. Að syngja þetta verk á sama sviði og það var frumflutt á næstum öld áður, að syngja verk á tékknesku fyrir Tékka, eftir þjóðartónskáld Tékka, og að reyna að koma þessu ágætlega frá sér,“ rifjar Elmar upp, en sýningin fékk gríðarlega góðar viðtökur og hópnum tókst vel upp. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira
Elmar Þór Gilbertsson ætlaði aldrei að verða söngvari. Hann lærði búfræði og rafeindavirkjun áður en hann var hvattur til að fara í söngnám. Hann hefur nú óperusöng að aðalstarfi og ferðast um alla Evrópu til að syngja í flottum óperuhúsum. Elmar er nú á Íslandi og syngur í nýjustu uppfærslu Íslensku óperunnar, Ragnheiði, í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Tenórinn Elmar Þór hefur búið í Hollandi undanfarin sjö ár og ferðast um alla Evrópu vegna starfs síns sem óperusöngvari. Hann stoppar nú stutt hér á Íslandi til að syngja í uppfærslu Íslensku óperunnar á nýrri íslenskri óperu, Ragnheiði, áður en hann snýr aftur út til starfa. Hann á tíu ára dóttur á Íslandi. „Ég ætlaði aldrei að verða söngvari. Ég ætlaði að verða rafeindavirki og vinna við það,“ segir Elmar, en hann starfaði hjá Rafmagnsveitum ríkisins í sjö ár áður en hann lét slag standa og ákvað að reyna fyrir sér í óperusöng úti í heimi. Elmar býr í Den Haag í Hollandi. Hann kláraði meistaranám við Conservatory of Amsterdam árið 2009 og hefur unnið fyrir sér sem óperusöngvari allar götur síðan, meðal annars sungið burðarhlutverk í þekktum uppfærslum í fyrsta flokks óperuhúsum víða um Evrópu. „Ég var búinn að væflast í söngnámi í smátíma í áhugamennsku – fór í fyrsta söngtímann að verða 24 ára gamall. Mér datt ekki í hug á þeim tíma að þetta væri það sem ég myndi leggja fyrir mig,“ rifjar Elmar upp, sposkur á svip.Einn kennari sérstaklega drífandi Elmar lærði hjá Jóni Þorsteinssyni. „Við unnum saman í tvö ár og það var hann sem hvatti mig til að sækja um í skólann í Amsterdam, sem ég gerði. Svo komst ég inn í þetta nám sem er á master-stigi og þá er mönnum treyst til að velja sér eigin kennara – og ég vildi vinna áfram með Jóni. Mér var líka að fara mikið fram á þessum tíma, röddin mín var að þróast og breytast og ég útskrifaðist árið 2009 með hann sem aðalkennara,“ heldur Elmar áfram, en hann hefur haft í nægu að snúast síðan. „Já, ég er bókaður næstu tvö árin. Undanfarin tvö ár hef ég aðallega sungið í Hollandi en er nýlega byrjaður að vinna með umboðsmanni sem er búinn að skipuleggja næstu tvö ár fyrir mig,“ segir Elmar og brosir. „Þannig að ég hef allavega eitthvað að gera út 2015.“Minna brennivín og eldri grúppíur Aðspurður segir hann líf óperusöngvarans ekki vera rokkstjörnulíf. „Nei,“ segir Elmar og hlær. „Ég hugsa að það sé aðeins öðruvísi að vera rokkstjarna – meira brennivín og grúppíurnar öllu yngri. Það er heilmikil vinna að vera óperusöngvari. Ég finn að það virkar best fyrir mig að vera líkamlega vel á mig kominn og ég þarf mikla hvíld til að röddin funkeri sem best. Það að syngja tekur ekki bara á raddböndin, heldur á allan líkamann.“Úr dauðarokki í karlakór Elmar Þór ólst upp í Búðardal, í Dölunum, þar sem tónlistin hafði strax mikil áhrif á hann sem barn. „Ég var í alls konar bílskúrsböndum og byrjaði ungur að koma fram – þá spilaði ég reyndar á rafmagnsgítar og söng. Þetta var dálítið graðhestarokk, við vorum mest í þungarokki. Átrúnaðargoðin voru hljómsveitir á borð við Metallica og Guns N‘ Roses. Svo tókum við það nú enn lengra og fórum að spila dauðarokk. Þá var maður með sítt hár og í leðurjakka,“ rifjar Elmar upp. „En ég hef alltaf verið sveitastrákur og þegar ég flutti suður fyrst eftir grunnskólann, þá fann ég mig ekki í borginni og flutti fljótlega aftur út á land, upp á Snæfellsnes til afa og vann hjá honum við trésmíðar. Þannig að hljómsveitarbröltið datt smám saman niður,“ heldur Elmar áfram og bætir við að hann hafi verið týndur á þessum aldri, um tvítugt, og ekki vitað hvað hann vildi gera. Vísir/StefánKynntist klassík í Bændaskólanum „Ég kynntist stelpu á Grundarfirði og við fluttum inn saman og ákváðum að fara í Bændaskólann á Hvanneyri. Ég vissi ekkert hvað ég vildi læra, en ég er alinn upp í sveit þannig að það lá beinast við að klára Bændaskólann. Og það var á heimavistinni á Hvanneyri sem ég kynnist fyrst klassískri músík. Ég var að væflast um ganginn eitt kvöldið og heyrði fallegan söng, og fór að hlusta eftir honum. Ég gekk á hljóðið og þar var karlakór að æfa. Ég settist niður og heillaðist. Mér var óformlega boðið að vera með, svo ég sló til,“ segir Elmar, sem segist ekki hafa verið fullgildur meðlimur í kórnum en segir að þarna hafi áhugi hans á klassískum söng fyrst gert vart við sig. „Síðan leiddi eitt af öðru, organistinn í kirkjunni á Grundarfirði hafði frétt af mér í kór á Hvanneyri og bauð mér að vera í kirkjukórnum. Ég þáði það boð þrátt fyrir að vera langyngstur í kórnum,“ segir hann og hlær.Samviskusamur söngvari Elmar flutti síðan til Reykjavíkur um aldamótin til þess að læra rafeindavirkjun. „Ég kynntist barnsmóður minni um þetta leyti, en hún er líka tónlistarmaður,“ bætir Elmar við en hann á eina dóttur úr því sambandi. Þær mæðgur búa á Íslandi, en sambandið er mikið og gott á milli þeirra. „Við fórum saman í kórinn í Hallgrímskirkju, en eins og ég segi, þá ætlaði ég aldrei að verða söngvari. Það bara einhvern veginn gerðist. Og ég er svolítið þannig. Ég er ekki með markmið eða rosa drauma, ég geri bara það sem ég geri og reyni að setja hjartað í það og sálina og það hefur virkað nokkuð vel,“ segir Elmar hógvær. Aðspurður segir hann stefnuna ekki endilega vera að komast á samning hjá stóru óperuhúsi úti í heimi. „Ég vinn mína vinnu og reyni að vera eins samviskusamur og ég get. Ég hef haft það ágætt hingað til. Mér finnst þetta skemmtilegt og ef ég get haft í mig og á af því er það hið besta mál, allt sem kemur ofan á, það er bara bónus.“Höfnun hluti af starfinu Elmar hefur ferðast mikið undanfarin ár í áheyrnarprufur. Eins og í flestum skapandi greinum er höfnun algeng í starfinu. „Ég hef milljón sinnum sest niður og spurt mig af hverju ég sé að þessu. Söngvarinn fer í atvinnuviðtal fyrir hvert einasta verkefni, í mínu tilfelli kannski tíu eða tuttugu á ári, og maður fær kannski eitt eða tvö verkefni af þeim. Ég hef oft hugsað að það væri gaman að flytja heim og vera nær dóttur minni. En það er erfitt fyrir óperusöngvara að koma heim, markaðurinn hér er svo lítill. Íslenska óperan er náttúrulega drifkraftur í óperulífi hér á Íslandi en býr ekki við nægt fjármagn til að geta sett upp margar óperur á ári. Þetta eru ein til tvær uppfærslur á ári og það er ekkert hægt að lifa á því. Ég ákvað fyrir nokkrum árum að ég ætlaði að láta reyna á þetta, hvað ég kemst langt í hinum alþjóðlega heimi og ég er ennþá að sjá til.“Eftirminnilegasta hlutverkið er klárlega uppfærsla af Kát´a Kabanova eftir Janácec´s í óperuhúsinu í Maastricht. Janácec er svona þjóðarskáld Tékka,“ segir Elmar. „Yfirmaður í óperuhúsinu þekkti leikstjórann Harry Kupfer persónulega, en hann er gríðarlega þekktur í þessum heimi. Kupfer er kominn upp undir áttrætt og hefur leikstýrt óperum um allan heim. Hann var hættur að vinna en yfirmaðurinn náði eftir ótrúlegum leiðum að fá hann til að láta þessa uppfærslu verða hans síðasta verk. Sýningin vakti mikla lukku og var valin besta óperusýning í Hollandi 2011. Síðan komu útsendarar frá alþjóðlegu Janácec-hátíðinni í Brno í Tékklandi á síðustu sýninguna. Þeim leist svo vel á að þeir buðu öllum að koma til Brno, árinu eftir, og setja sýninguna aftur upp. Ég held að þetta hafi verið mest krefjandi verkefni mitt hingað til. Að syngja þetta verk á sama sviði og það var frumflutt á næstum öld áður, að syngja verk á tékknesku fyrir Tékka, eftir þjóðartónskáld Tékka, og að reyna að koma þessu ágætlega frá sér,“ rifjar Elmar upp, en sýningin fékk gríðarlega góðar viðtökur og hópnum tókst vel upp.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira