Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 23:12 Formaðurinn bilaðist af gleði í leikslok. mynd/kkí/stefán borgþórsson Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, upplifði eins og strákarnir í körfuboltalandsliðinu mikinn tilfinningarússibana í kvöld þegar íslenska liðið vann 71-69 sigur á Bretum í London og tryggði sér annað sætið í riðlinum og mjög líklega sæti á EM. „Þetta er eiginlega bara ólýsanleg tilfinning því það er svo mikil vinna að baki þessu og hjá svo mörgum. Það eiga svo margir þátt í þessu en ég vil ítreka það að það er ekkert öruggt ennþá að við séum komnir inn á Eurobasket," sagði Hannes en sex af sjö liðunum sem lenda í öðru sæti í riðlinum tryggja sér þátttökurétt á EM á næsta ári. „Dagurinn í dag er samt svo sannarlega stór dagur í íslenskum körfubolta. Við erum á góðri leið með að fara á Eurobasket. Það er ótrúlegt að þegar ég fer sem stjórnarmaður á stjórnarfund FIBA Europe 8. september næstkomandi, þar sem verður ákveðið hvar Eurobasket verður, þá verð ég aðeins að hafa í huga hvar Ísland verður að spila þarna," sagði Hannes léttur. „Þetta er mikið afrek en það er ennþá einn leikur eftir. Það þarf samt einstaka óheppni ef við förum ekki inn á Eurobasket," sagði Hannes. „Eins og ég sagði í byrjun þá er þetta vinna mjög marga aðila sem hafa komið að afreksmálum og íslenskum körfubolta heima. Þetta er stór dagur fyrir alla sem hafa komið nálægt íslenskum körfubolta frá upphafi," sagði Hannes. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en hvernig leið formanninum í hálfleik? „Ég viðurkenni það að ég var pínu hræddur. Ég hafði trú á þeim en ég var samt að hugsa: Nei, ekki erum við að glutra þessu niður. Ég vildi ekki trúa því og strákarnir höfðu líka trúna eins og þeir sýndu. Við Íslendingarnir sem vorum með liðinu í London höfðum trúna með þeim og þetta tókst," sagði Hannes sem hefur haft í nægu að snúast eftir leikinn að taka við hamingjuóskum. „Kveðjurnar sem við erum að fá heiman frá gleðja mig sem formann sambandsins og okkur í sambandinu. Við erum að fá svo mikið af kveðjum frá fullt af fólki úr íþróttahreyfingunni og fólki heima á Íslandi. Það hefur varla stoppað síminn og þetta sýnir að íslenskur körfubolti er á réttri leið og við vorum að stíga stórt skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu," sagði Hannes. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, upplifði eins og strákarnir í körfuboltalandsliðinu mikinn tilfinningarússibana í kvöld þegar íslenska liðið vann 71-69 sigur á Bretum í London og tryggði sér annað sætið í riðlinum og mjög líklega sæti á EM. „Þetta er eiginlega bara ólýsanleg tilfinning því það er svo mikil vinna að baki þessu og hjá svo mörgum. Það eiga svo margir þátt í þessu en ég vil ítreka það að það er ekkert öruggt ennþá að við séum komnir inn á Eurobasket," sagði Hannes en sex af sjö liðunum sem lenda í öðru sæti í riðlinum tryggja sér þátttökurétt á EM á næsta ári. „Dagurinn í dag er samt svo sannarlega stór dagur í íslenskum körfubolta. Við erum á góðri leið með að fara á Eurobasket. Það er ótrúlegt að þegar ég fer sem stjórnarmaður á stjórnarfund FIBA Europe 8. september næstkomandi, þar sem verður ákveðið hvar Eurobasket verður, þá verð ég aðeins að hafa í huga hvar Ísland verður að spila þarna," sagði Hannes léttur. „Þetta er mikið afrek en það er ennþá einn leikur eftir. Það þarf samt einstaka óheppni ef við förum ekki inn á Eurobasket," sagði Hannes. „Eins og ég sagði í byrjun þá er þetta vinna mjög marga aðila sem hafa komið að afreksmálum og íslenskum körfubolta heima. Þetta er stór dagur fyrir alla sem hafa komið nálægt íslenskum körfubolta frá upphafi," sagði Hannes. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en hvernig leið formanninum í hálfleik? „Ég viðurkenni það að ég var pínu hræddur. Ég hafði trú á þeim en ég var samt að hugsa: Nei, ekki erum við að glutra þessu niður. Ég vildi ekki trúa því og strákarnir höfðu líka trúna eins og þeir sýndu. Við Íslendingarnir sem vorum með liðinu í London höfðum trúna með þeim og þetta tókst," sagði Hannes sem hefur haft í nægu að snúast eftir leikinn að taka við hamingjuóskum. „Kveðjurnar sem við erum að fá heiman frá gleðja mig sem formann sambandsins og okkur í sambandinu. Við erum að fá svo mikið af kveðjum frá fullt af fólki úr íþróttahreyfingunni og fólki heima á Íslandi. Það hefur varla stoppað síminn og þetta sýnir að íslenskur körfubolti er á réttri leið og við vorum að stíga stórt skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu," sagði Hannes.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41
Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02
Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04
Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56
Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08