Ævisaga goðsagnarinnar Miles Davis í bígerð Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. ágúst 2014 16:30 Don Cheadle er afar sannfærandi sem Miles Davis. Leikarinn og leikstjórinn Don Cheadle hóf tökur á myndinni Miles Ahead í júlí en það er ævisaga um djassgoðsögnina Miles Davis. Mun þetta vera fyrsta leikna myndin um meistara Miles. Cheadle kláraði þær tökur sem fara fram í Cincinatti-borg í vikunni samkvæmt frétt Cincinatti.com en ekki er ljóst hvenær myndin verður fulltilbúin. Kvikmyndin hefur verið í vinnslu frá árinu 2008 en Cheadle ákvað að framleiða myndina sjálfstætt. Myndin var hópfjármögnuð á síðunni Indiegogo og naut ekki stuðnings kvikmyndafyrirtækja Hollywood. Cheadle leikur sjálfur Miles og Ewan McGregor leikur tónlistarblaðamann Rolling Stone-tímaritsins. Gamli lærlingur og samstarfsmaður Miles, Herbie Hancock, sér um tónlistina. Myndin mun ekki fjalla um allt lífshlaup meistarans heldur er fókusinn á því fimm ára tímabili í lífi hans á sjöunda áratugnum sem kallað er „þögla tímabilið“. Þá gaf Miles ekki neina tónlist út og hélt sig til hlés en gaf síðan út meistaraverkið In a Silent Way árið 1968. Sú plata var byrjunin á „rafmagnaða“ tímabili Miles þar sem hann blandaði djassi saman við sýrurokk. Hlaut hann bæði lof og gagnrýni fyrir á sínum tíma þó að flestir séu nú sammála að rafmögnuðu plötur hans séu meistarastykki. Hér fyrir neðan má hlusta á þessa tímalausu plötu. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn Don Cheadle hóf tökur á myndinni Miles Ahead í júlí en það er ævisaga um djassgoðsögnina Miles Davis. Mun þetta vera fyrsta leikna myndin um meistara Miles. Cheadle kláraði þær tökur sem fara fram í Cincinatti-borg í vikunni samkvæmt frétt Cincinatti.com en ekki er ljóst hvenær myndin verður fulltilbúin. Kvikmyndin hefur verið í vinnslu frá árinu 2008 en Cheadle ákvað að framleiða myndina sjálfstætt. Myndin var hópfjármögnuð á síðunni Indiegogo og naut ekki stuðnings kvikmyndafyrirtækja Hollywood. Cheadle leikur sjálfur Miles og Ewan McGregor leikur tónlistarblaðamann Rolling Stone-tímaritsins. Gamli lærlingur og samstarfsmaður Miles, Herbie Hancock, sér um tónlistina. Myndin mun ekki fjalla um allt lífshlaup meistarans heldur er fókusinn á því fimm ára tímabili í lífi hans á sjöunda áratugnum sem kallað er „þögla tímabilið“. Þá gaf Miles ekki neina tónlist út og hélt sig til hlés en gaf síðan út meistaraverkið In a Silent Way árið 1968. Sú plata var byrjunin á „rafmagnaða“ tímabili Miles þar sem hann blandaði djassi saman við sýrurokk. Hlaut hann bæði lof og gagnrýni fyrir á sínum tíma þó að flestir séu nú sammála að rafmögnuðu plötur hans séu meistarastykki. Hér fyrir neðan má hlusta á þessa tímalausu plötu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein