Leitar konunnar sem tók við Neyðarlínusímtalinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2014 11:11 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og skúrinn þar sem sprengingin varð. Vísir/Gestur/Valli „Mig bráðvantar að finna þessa konu og verð afar þakklát ef einhver getur aðstoðað mig við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona á Stöð 2 sem leitar konu sem aðstoðaði þrjá unga drengi á Sogavegi eftir gassprengingu fyrir sex árum. Í lok október árið 2008 varð gassprenging í vinnuskúr í Grundargerðisgarði þar sem sex ungmenni hlutu brunasár. Sprengingin er eitt af þeim málum sem tekin verða fyrir í þáttaröðinni Neyðarlínan sem hefur göngu sína að nýju á Stöð 2 í september. „Þetta tiltekna mál hefur mikið forvarnargildi. Krakkarnir voru að sniffa gas í skúrnum og sum þeirra hlutu mjög alvarleg brunasár. Þátturinn um gassprenginguna er einn af sjö sem við erum að leggja lokahönd á þessa dagana.“ Eftir sprenginguna tvístruðust ungmennin í allar áttir. Þrír drengir hlupu niður á Sogaveg og stöðvuðu þar bifreið eftir að hafa sjálfir hringt í Neyðarlínuna. Í bifreiðinni var kona sem tók við símtalinu við Neyðarlínuna og tók stjórn á vettvangi. „Konan gaf hvorki upp nafn né annað í símtalinu svo ég hef ekki fundið aðrar leiðir til að komast að því hver hún er,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Strákarnir telja að um gráa BMW bifreið hafi verið að ræða. „Hún stóð sig mjög vel í erfiðum aðstæðum, gerði sitt besta til að róa ástandið og gat gefið Neyðarlínunni greinargóðar upplýsingar um hvað var í gangi.“ Hægt er að hafa samband við Sigrúnu Ósk á Facebook eða með því að senda henni línu á sigrunosk@stod2.is. Tengdar fréttir Heyrði hrikaleg hljóð og sá blóðuga unglinga Áslaug Þóra Harðardóttir, íbúi í Grundargerði, þar sem eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld sagði í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins að hún hafi heyrt mikla sprengingu og talið að um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Fljótlega hafi hún áttað sig á því að svo væri ekki því hún heyrði mikil hróp og hrikaleg hljóð. Í framhaldinu hafi blóðug ungmenni flúið frá slysstaðnum. Sjálf hafi hún aðstoðað brennda stúlku. 27. október 2008 22:07 Bústaðakirkja opnuð í kjölfar gassprengingar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til þeirra sem voru á slysstað í Grundargerði þegar eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld gefi sig fram og mæti í Bústaðakirkju. Samkvæmt lögreglunnni á höfuðborgarsvæðinu verður upplýsingum safnað saman og sálræn aðstoð veitt. Óljóst er hvort fleiri hafi verið í skúrnum þegar hann sprakk. 27. október 2008 21:39 Enn engar upplýsingar um tildrög sprengingar Sex unglingar liggja enn á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæsludeild Landsspítalans, eftir sprengingu sem varð í vinnuskúr borgarinnar í svonefndum Grundargerðisgarði í smáíbúðahverfinu í Reykjavík í gærkvöldi. 28. október 2008 08:30 Skúrinn var verkfæra- og kaffiskúr - Áverkar ungmennanna alvarlegir Vinnuskúrinn í Grundargerði í Reykjavík, þar sem alvarleg slys urðu á ungmennum eftir gassprengingu í gærkvöldi, var verkfæra- og kaffiskýr fyrir starfsmenn Garðyrkjunnar í Reykjavík. 28. október 2008 11:56 Þakkar guði fyrir að börn sín séu á lífi í kjölfar gassprengingar Faðir tveggja barna sem brenndust illa í gassprengingu í fyrrakvöld þakkar guði fyrir að börnin sín séu á lífi. Fjórtán ára dóttir hans er á batavegi en fimmtán ára sonur hans er enn á gjörgæslu. Börnin eru óþekkjanleg vegna brunasára. 29. október 2008 18:41 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Mig bráðvantar að finna þessa konu og verð afar þakklát ef einhver getur aðstoðað mig við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona á Stöð 2 sem leitar konu sem aðstoðaði þrjá unga drengi á Sogavegi eftir gassprengingu fyrir sex árum. Í lok október árið 2008 varð gassprenging í vinnuskúr í Grundargerðisgarði þar sem sex ungmenni hlutu brunasár. Sprengingin er eitt af þeim málum sem tekin verða fyrir í þáttaröðinni Neyðarlínan sem hefur göngu sína að nýju á Stöð 2 í september. „Þetta tiltekna mál hefur mikið forvarnargildi. Krakkarnir voru að sniffa gas í skúrnum og sum þeirra hlutu mjög alvarleg brunasár. Þátturinn um gassprenginguna er einn af sjö sem við erum að leggja lokahönd á þessa dagana.“ Eftir sprenginguna tvístruðust ungmennin í allar áttir. Þrír drengir hlupu niður á Sogaveg og stöðvuðu þar bifreið eftir að hafa sjálfir hringt í Neyðarlínuna. Í bifreiðinni var kona sem tók við símtalinu við Neyðarlínuna og tók stjórn á vettvangi. „Konan gaf hvorki upp nafn né annað í símtalinu svo ég hef ekki fundið aðrar leiðir til að komast að því hver hún er,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Strákarnir telja að um gráa BMW bifreið hafi verið að ræða. „Hún stóð sig mjög vel í erfiðum aðstæðum, gerði sitt besta til að róa ástandið og gat gefið Neyðarlínunni greinargóðar upplýsingar um hvað var í gangi.“ Hægt er að hafa samband við Sigrúnu Ósk á Facebook eða með því að senda henni línu á sigrunosk@stod2.is.
Tengdar fréttir Heyrði hrikaleg hljóð og sá blóðuga unglinga Áslaug Þóra Harðardóttir, íbúi í Grundargerði, þar sem eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld sagði í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins að hún hafi heyrt mikla sprengingu og talið að um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Fljótlega hafi hún áttað sig á því að svo væri ekki því hún heyrði mikil hróp og hrikaleg hljóð. Í framhaldinu hafi blóðug ungmenni flúið frá slysstaðnum. Sjálf hafi hún aðstoðað brennda stúlku. 27. október 2008 22:07 Bústaðakirkja opnuð í kjölfar gassprengingar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til þeirra sem voru á slysstað í Grundargerði þegar eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld gefi sig fram og mæti í Bústaðakirkju. Samkvæmt lögreglunnni á höfuðborgarsvæðinu verður upplýsingum safnað saman og sálræn aðstoð veitt. Óljóst er hvort fleiri hafi verið í skúrnum þegar hann sprakk. 27. október 2008 21:39 Enn engar upplýsingar um tildrög sprengingar Sex unglingar liggja enn á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæsludeild Landsspítalans, eftir sprengingu sem varð í vinnuskúr borgarinnar í svonefndum Grundargerðisgarði í smáíbúðahverfinu í Reykjavík í gærkvöldi. 28. október 2008 08:30 Skúrinn var verkfæra- og kaffiskúr - Áverkar ungmennanna alvarlegir Vinnuskúrinn í Grundargerði í Reykjavík, þar sem alvarleg slys urðu á ungmennum eftir gassprengingu í gærkvöldi, var verkfæra- og kaffiskýr fyrir starfsmenn Garðyrkjunnar í Reykjavík. 28. október 2008 11:56 Þakkar guði fyrir að börn sín séu á lífi í kjölfar gassprengingar Faðir tveggja barna sem brenndust illa í gassprengingu í fyrrakvöld þakkar guði fyrir að börnin sín séu á lífi. Fjórtán ára dóttir hans er á batavegi en fimmtán ára sonur hans er enn á gjörgæslu. Börnin eru óþekkjanleg vegna brunasára. 29. október 2008 18:41 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Heyrði hrikaleg hljóð og sá blóðuga unglinga Áslaug Þóra Harðardóttir, íbúi í Grundargerði, þar sem eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld sagði í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins að hún hafi heyrt mikla sprengingu og talið að um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Fljótlega hafi hún áttað sig á því að svo væri ekki því hún heyrði mikil hróp og hrikaleg hljóð. Í framhaldinu hafi blóðug ungmenni flúið frá slysstaðnum. Sjálf hafi hún aðstoðað brennda stúlku. 27. október 2008 22:07
Bústaðakirkja opnuð í kjölfar gassprengingar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til þeirra sem voru á slysstað í Grundargerði þegar eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld gefi sig fram og mæti í Bústaðakirkju. Samkvæmt lögreglunnni á höfuðborgarsvæðinu verður upplýsingum safnað saman og sálræn aðstoð veitt. Óljóst er hvort fleiri hafi verið í skúrnum þegar hann sprakk. 27. október 2008 21:39
Enn engar upplýsingar um tildrög sprengingar Sex unglingar liggja enn á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæsludeild Landsspítalans, eftir sprengingu sem varð í vinnuskúr borgarinnar í svonefndum Grundargerðisgarði í smáíbúðahverfinu í Reykjavík í gærkvöldi. 28. október 2008 08:30
Skúrinn var verkfæra- og kaffiskúr - Áverkar ungmennanna alvarlegir Vinnuskúrinn í Grundargerði í Reykjavík, þar sem alvarleg slys urðu á ungmennum eftir gassprengingu í gærkvöldi, var verkfæra- og kaffiskýr fyrir starfsmenn Garðyrkjunnar í Reykjavík. 28. október 2008 11:56
Þakkar guði fyrir að börn sín séu á lífi í kjölfar gassprengingar Faðir tveggja barna sem brenndust illa í gassprengingu í fyrrakvöld þakkar guði fyrir að börnin sín séu á lífi. Fjórtán ára dóttir hans er á batavegi en fimmtán ára sonur hans er enn á gjörgæslu. Börnin eru óþekkjanleg vegna brunasára. 29. október 2008 18:41