Innlent

Jökulvatn yrði níu klukkustundir að Ásbyrgi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ferðamenn ljósmynda Ásbyrgi í Vatnajökulsþjóðgarði.
Ferðamenn ljósmynda Ásbyrgi í Vatnajökulsþjóðgarði. VÍSIR/PJETUR
Skjálftavirknin í Bárðarbungu hefur nú færst að mestu yfir á línu með norðaustlæga stefnu, undir norðaustanverðum Dyngjujökli og ef kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir jöklinum. Vatnavárhópur Veðurstofu Íslands telur að bræðsluvatn myndi þá renna jafnóðum undan 150 til 600 metra þykkum jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum.

Hópurinn leiðir líkur að því að ferðatími bræðsluvatns frá gosstað að jökuljaðri væri 1 til 1,5 klukkustund og líkleg stærð hlaups væri á bilinu 5.000 til 20.000 rúmmetrar á sekúndu. Frá gosstað niður að Herðubreiðarlindum væri líklegur ferðatími 4,5 klukkustundir, niður að brúnni á Jökulsá við Grímsstaði sjö klukkustundir og niður undir Ásbyrgi um níu klukkustundir.

Jarðhræringar í Bárðarbungu.Vísir/Grafík


Vegna frétta af því að allstór svæði umhverfis Jökulsá gætu farið undir vatn ef til stórhlaups kæmi af völdum eldsumbrota, auk þess sem brúm á ánni væri hætta búin telur Vatnavárhópurinn rétt að benda á að hlaup í Jökulsá á Fjöllum hafa verið mjög mismunandi að stærð. Þau hafi verið allt frá forsögulegum hamfaraflóðum, sem mynduðu Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi, niður í minni­hátt­ar hlaup. Taldar eru þó mjög litlar líkur á gosi sem leiða mundi til hamfarahlaups af stærðinni 100 til 200 þúsund rúmmetrar á sekúndu.

Þrjár ald­ir eru liðnar frá um­tals­verðu hlaupi í ánni. Í sögu­legu sam­hengi eru nefnd dæmi um hlaup í ánni á 15., 17. og 18. öld sem ollu tjóni í Keldu­hverfi og Öxarf­irði, og eru sum hlaup­in sögð hafa náð vest­ur í Vík­inga­vatn í Keldu­hverfi. Nú sé hins veg­ar lands­lag á sönd­un­um inn af Ax­arf­irði breytt eft­ir Kröflu­elda á ár­un­um 1975 til 1984 og því lík­ur á að hlaup sem kæmi í dag myndi fylla í flest­ar lægðir sem eru á sand­in­um, til dæm­is Skjálfta­vatn.


Tengdar fréttir

700 skjálftar frá miðnætti

Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma.

Stærsti skjálftinn til þessa

Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri.

Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum

Skjálftarnir hafa færst til norðurs og austurs að undanförnu. Flestir skjálftarnir hafa til þessa átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi og engar vísbendingar eru um að þeir séu að færast ofar.

Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs

Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi.

Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss

Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni.

Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður

Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×