Ha? Hlusta stelpur á svona tónlist!? Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. ágúst 2014 13:00 Hér til vinstri má sjá kynjahlutföll þeirra plötusnúða sem troða upp í miðbæ Reykjavíkur í mánuðinum. Fjólublár er hlutfall karla en gulur hlutfall kvenna. Til hægri er hlutfall kvenkyns plötusnúða á lista DJ Mag frá því í ár yfir bestu plötusnúða heims. Seinustu ár hafa kynjahlutföll verið í brennidepli í raftónlistarheiminum. Árið 2011 hneykslaðist rokkarinn og Íslandsvinurinn Peaches á því að listi hins virta raftónlistartímarits DJ Mag yfir 100 bestu plötusnúða heimsins innihéldi aðeins eina konu þrátt fyrir fjöldann allan af kvenkyns plötusnúðum. Til samanburðar renndi blaðamaður í gegnum dagskrána fyrir miðbæ Reykjavíkur í ágúst, meðal annars á listings.grapevine.is, og komst að þeirri niðurstöðu að hlutfall kvenkyns plötusnúða hér á landi er talsvert hærra en hlutfallið á lista DJ Mag. Af þeim 56 plötusnúðum sem troða upp í miðbænum í mánuðinum eru 36 karlmenn og 20 kvenmenn, eða þriðjungur plötusnúðanna.DJ Sunna Ben.Vísir/Arnþór„Ég væri til í að sjá fleiri kvenkyns plötusnúða enda sé ég enga góða ástæðu fyrir því að þessi kynjahlutföll séu ójöfn,“ segir Sunna Ben, listakona og plötusnúður. „Það eina sem mér dettur í hug er að stelpurnar skorti fyrirmyndir og hvatningu, það mætti vinna í því. Jafnvel halda námskeið eða kvöld þar sem ungum plötusnúðum- og snældum er boðið að spreyta sig einhvers staðar og þiggja ráð.“ „Ég hef verið að spila a.m.k. einu sinni í viku í rúmt ár og fæ ennþá reglulega að heyra hluti á borð við: „Hey! Ég hef aldrei séð kvenkyns plötusnúð áður!“ eða „Ha? Hlusta stelpur á svona tónlist!?“ sem kemur auðvitað ekki heim og saman. Þetta eru engin geimvísindi og þetta á ekki að þurfa að vera strákaleikur. Undanfarið hafa sífellt fleiri stelpur komið og spurt mig út í þetta og hvort ég vilji kenna þeim einhver grunnatriði. Mér finnst það góðs viti og legg ég því til að allar forvitnar stelpur prófi sig áfram og reyni svo að koma sér að á skemmtistöðum.“ Hér fyrir neðan eru þrír vinsælir erlendir kvenkyns plötusnúðar.Miss Kittin.Miss Kittin Miss Kittin er frönsk raftónlistarkona og plötusnúður. Hún er meðal annars þekkt fyrir að vera einn helsti kyndilberi „electroclash“-stefnunnar sem blandar nýbylgju- og synþapoppi við raftónlist. Frægustu lög hennar heita „1982“ og „Frank Sinatra“.Mary Anne Hobbs.Mary Anne Hobbs Mary Anne Hobbs er plötusnúður á útvarpsstöðinni BBC 6. Hún er líklega einn virtasti raftónlistarspekúlant og –plötusnúður heims. Hún hefur gert ýmsum tónlistarstefnum hátt undir höfði, s.s. grime og dubstep.Fatima Al Qadiri.Fatima Al Qadiri Fatima Al Qadiri er myndlistar- og tónlistarkona, Kúveiti að uppruna en býr í New York. Fatima spilar framsækna og fútúríska raftónlist, oft með pólitískri áherslu. Hún tryllti lýðinn á Iceland Airwaves í fyrra en frægt var þegar rapparinn Mykki Blanco stökk upp á sviðið með henni og hristi bossann. Airwaves Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Seinustu ár hafa kynjahlutföll verið í brennidepli í raftónlistarheiminum. Árið 2011 hneykslaðist rokkarinn og Íslandsvinurinn Peaches á því að listi hins virta raftónlistartímarits DJ Mag yfir 100 bestu plötusnúða heimsins innihéldi aðeins eina konu þrátt fyrir fjöldann allan af kvenkyns plötusnúðum. Til samanburðar renndi blaðamaður í gegnum dagskrána fyrir miðbæ Reykjavíkur í ágúst, meðal annars á listings.grapevine.is, og komst að þeirri niðurstöðu að hlutfall kvenkyns plötusnúða hér á landi er talsvert hærra en hlutfallið á lista DJ Mag. Af þeim 56 plötusnúðum sem troða upp í miðbænum í mánuðinum eru 36 karlmenn og 20 kvenmenn, eða þriðjungur plötusnúðanna.DJ Sunna Ben.Vísir/Arnþór„Ég væri til í að sjá fleiri kvenkyns plötusnúða enda sé ég enga góða ástæðu fyrir því að þessi kynjahlutföll séu ójöfn,“ segir Sunna Ben, listakona og plötusnúður. „Það eina sem mér dettur í hug er að stelpurnar skorti fyrirmyndir og hvatningu, það mætti vinna í því. Jafnvel halda námskeið eða kvöld þar sem ungum plötusnúðum- og snældum er boðið að spreyta sig einhvers staðar og þiggja ráð.“ „Ég hef verið að spila a.m.k. einu sinni í viku í rúmt ár og fæ ennþá reglulega að heyra hluti á borð við: „Hey! Ég hef aldrei séð kvenkyns plötusnúð áður!“ eða „Ha? Hlusta stelpur á svona tónlist!?“ sem kemur auðvitað ekki heim og saman. Þetta eru engin geimvísindi og þetta á ekki að þurfa að vera strákaleikur. Undanfarið hafa sífellt fleiri stelpur komið og spurt mig út í þetta og hvort ég vilji kenna þeim einhver grunnatriði. Mér finnst það góðs viti og legg ég því til að allar forvitnar stelpur prófi sig áfram og reyni svo að koma sér að á skemmtistöðum.“ Hér fyrir neðan eru þrír vinsælir erlendir kvenkyns plötusnúðar.Miss Kittin.Miss Kittin Miss Kittin er frönsk raftónlistarkona og plötusnúður. Hún er meðal annars þekkt fyrir að vera einn helsti kyndilberi „electroclash“-stefnunnar sem blandar nýbylgju- og synþapoppi við raftónlist. Frægustu lög hennar heita „1982“ og „Frank Sinatra“.Mary Anne Hobbs.Mary Anne Hobbs Mary Anne Hobbs er plötusnúður á útvarpsstöðinni BBC 6. Hún er líklega einn virtasti raftónlistarspekúlant og –plötusnúður heims. Hún hefur gert ýmsum tónlistarstefnum hátt undir höfði, s.s. grime og dubstep.Fatima Al Qadiri.Fatima Al Qadiri Fatima Al Qadiri er myndlistar- og tónlistarkona, Kúveiti að uppruna en býr í New York. Fatima spilar framsækna og fútúríska raftónlist, oft með pólitískri áherslu. Hún tryllti lýðinn á Iceland Airwaves í fyrra en frægt var þegar rapparinn Mykki Blanco stökk upp á sviðið með henni og hristi bossann.
Airwaves Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira