Geir Ólafs bauð sjónvarpskokki út að borða Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2014 00:01 Guðrún Veiga segist hafa daðrað talsvert við Geir í settinu. Mynd/úr einkasafni „Ég hef aldrei nokkurn tímann haft áhuga á því að elda. En ég hef alltaf haft áhuga á því að skrifa. Þannig byrjaði ég með bloggið sem síðan þróaðist út í einfaldar og undarlegar uppskriftir,“ segir sjónvarpskokkurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir. Hún hefur vakið athygli fyrir líflega framkomu í matreiðsluþættinum Nenni ekki að elda á sjónvarpsstöðinni iSTV. Bloggið kom henni einmitt í sjónvarpið en það vakti athygli forsvarsmanna stöðvarinnar og höfðu þeir samband við hana um að búa til svokallaðan anti-matreiðsluþátt. „Ég geri ekki þessar hefðbundnu uppskriftir. Ég er meira í þessu letilega,“ segir Guðrún Veiga. En er hún löt í raun og veru? „Já, frekar. Ég skammast mín ekkert fyrir það,“ segir hún og skellihlær. Guðrún Veiga hefur ekki síst vakið athygli fyrir frjálslegt fas og virðist sem svo að hún sé ávallt undir áhrifum áfengis á skjánum.Guðrún Veiga var líka hrifin af Ásgeiri Kolbeins í eldhúsinu.„Ég sver það að ég er ekki alltaf full. Þetta er bara sjónvarp. En ég er sérstaklega lunkin leikkona þegar ég er með rauðvínsglas í hendi.“ Í þáttunum fær Guðrún Veiga góða gesti til að elda með sér. „Ég er búin með fyrstu seríuna og hef fengið til mín Leoncie, Geir Ólafs, Ásgeir Kolbeins og Siggu Kling,“ segir þessi nýjasti sjónvarpskokkur Íslands og ekki stendur á svörunum þegar hún er spurð hvaða gestur stóð upp úr. „Ásgeir Kolbeins og Geir Ólafs. Geir vildi endilega bjóða mér út að borða eftir þáttinn. Það er vandræðalegt fyrir mig að horfa á þessa þætti sjálf en ég skildi af hverju hann bauð mér út þegar ég horfði á þáttinn. Ég hefði alveg eins getað rifið mig úr fötunum, svo mikið var daðrað. Ég fór ekki með honum út að borða og ég sé pínulítið eftir því,“ segir Guðrún Veiga en ætlar þó að halda sig við að afþakka boðið. „Maður á ekki að blanda vinnunni saman við ánægju þó að ég hafi sjaldan hitt jafn almennilegan mann og Geir.“ Leoncie hefur einnig heimsótt þáttinn en önnur sería verður sýnd í haust.Guðrún Veiga situr nú við skrif á meistararitgerð í mannfræði og vonast til að útskrifast í febrúar á næsta ári. Líf hennar hefur svo sannarlega tekið stakkaskiptum, allt út af einu, litlu bloggi. Næst á dagskrá er bókaútgáfa. „Ég skrifaði undir bókasamning við Sölku í gær en bókin mín kemur út fyrir jólin. Það má segja að þetta sé matreiðslubók letingjans,“ segir Guðrún Veiga brosandi. Hún bjóst ekki við þessari velgengni. „Þetta er súrrealískt. Eina stundina stend ég í eldhúsinu að mixa oreopopp og hina stundina er ég að gefa út matreiðslubók.“ Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég hef aldrei nokkurn tímann haft áhuga á því að elda. En ég hef alltaf haft áhuga á því að skrifa. Þannig byrjaði ég með bloggið sem síðan þróaðist út í einfaldar og undarlegar uppskriftir,“ segir sjónvarpskokkurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir. Hún hefur vakið athygli fyrir líflega framkomu í matreiðsluþættinum Nenni ekki að elda á sjónvarpsstöðinni iSTV. Bloggið kom henni einmitt í sjónvarpið en það vakti athygli forsvarsmanna stöðvarinnar og höfðu þeir samband við hana um að búa til svokallaðan anti-matreiðsluþátt. „Ég geri ekki þessar hefðbundnu uppskriftir. Ég er meira í þessu letilega,“ segir Guðrún Veiga. En er hún löt í raun og veru? „Já, frekar. Ég skammast mín ekkert fyrir það,“ segir hún og skellihlær. Guðrún Veiga hefur ekki síst vakið athygli fyrir frjálslegt fas og virðist sem svo að hún sé ávallt undir áhrifum áfengis á skjánum.Guðrún Veiga var líka hrifin af Ásgeiri Kolbeins í eldhúsinu.„Ég sver það að ég er ekki alltaf full. Þetta er bara sjónvarp. En ég er sérstaklega lunkin leikkona þegar ég er með rauðvínsglas í hendi.“ Í þáttunum fær Guðrún Veiga góða gesti til að elda með sér. „Ég er búin með fyrstu seríuna og hef fengið til mín Leoncie, Geir Ólafs, Ásgeir Kolbeins og Siggu Kling,“ segir þessi nýjasti sjónvarpskokkur Íslands og ekki stendur á svörunum þegar hún er spurð hvaða gestur stóð upp úr. „Ásgeir Kolbeins og Geir Ólafs. Geir vildi endilega bjóða mér út að borða eftir þáttinn. Það er vandræðalegt fyrir mig að horfa á þessa þætti sjálf en ég skildi af hverju hann bauð mér út þegar ég horfði á þáttinn. Ég hefði alveg eins getað rifið mig úr fötunum, svo mikið var daðrað. Ég fór ekki með honum út að borða og ég sé pínulítið eftir því,“ segir Guðrún Veiga en ætlar þó að halda sig við að afþakka boðið. „Maður á ekki að blanda vinnunni saman við ánægju þó að ég hafi sjaldan hitt jafn almennilegan mann og Geir.“ Leoncie hefur einnig heimsótt þáttinn en önnur sería verður sýnd í haust.Guðrún Veiga situr nú við skrif á meistararitgerð í mannfræði og vonast til að útskrifast í febrúar á næsta ári. Líf hennar hefur svo sannarlega tekið stakkaskiptum, allt út af einu, litlu bloggi. Næst á dagskrá er bókaútgáfa. „Ég skrifaði undir bókasamning við Sölku í gær en bókin mín kemur út fyrir jólin. Það má segja að þetta sé matreiðslubók letingjans,“ segir Guðrún Veiga brosandi. Hún bjóst ekki við þessari velgengni. „Þetta er súrrealískt. Eina stundina stend ég í eldhúsinu að mixa oreopopp og hina stundina er ég að gefa út matreiðslubók.“
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“