AC/DC ekki hættir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2014 14:30 AC/DC á tónleikum árið 2009. vísir/afp Ástralska blúsrokksveitin AC/DC er ekki á þeim stuttbuxunum að hætta þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis, sem náði hámarki í gær. Fullyrt var að rytmagítarleikarinn Malcolm Young væri ófær um að halda áfram sökum heilablóðfalls og sveitin hefði því ákveðið að leggja upp laupana. Þessu vísar Brian Johnson, söngvari sveitarinnar, alfarið á bug í samtali við fréttastofu Telegraph. „Við ætlum að hittast í Vancouver í maí og grípa í gítarana og sjá hvort einhver lumi á lögum eða hugmyndum. Ef eitthvað gerist þá hljóðritum við það.“ Johnson staðfestir þó að einn meðlimanna hafi átt við veikindi að stríða en neitar því að hljómsveitin ætli að hætta af þeim sökum. „Ég þori ekki að spá fyrir um framtíðina og ég útiloka ekki neitt. Einn drengjanna glímir við veikindi en ég vil ekki fara nánar út í það. Hann er stoltur og vill fá að vera í friði, yndislegur náungi. Við höfum verið félagar í 35 ár og ég lít mikið upp til hans.“ Greint hefur verið frá því að hljómsveitin skipuleggi nú tónleikaferðalag í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli hennar en Johnson segir óvissu ríkja um þær fyrirætlanir. „Það væri dásamleg leið til að kveðja og við myndum gjarnan vilja gera það, en þetta er allt í lausu lofti núna.“ AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni. Hvert er þitt uppáhaldslag með AC/DC?Uppfært: Sveitin greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að Malcolm Young hefði sagt skilið við sveitina, að minnsta kosti tímabundið. Hljómsveitin myndi þrátt fyrir það halda áfram störfum. Post by AC/DC. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ástralska blúsrokksveitin AC/DC er ekki á þeim stuttbuxunum að hætta þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis, sem náði hámarki í gær. Fullyrt var að rytmagítarleikarinn Malcolm Young væri ófær um að halda áfram sökum heilablóðfalls og sveitin hefði því ákveðið að leggja upp laupana. Þessu vísar Brian Johnson, söngvari sveitarinnar, alfarið á bug í samtali við fréttastofu Telegraph. „Við ætlum að hittast í Vancouver í maí og grípa í gítarana og sjá hvort einhver lumi á lögum eða hugmyndum. Ef eitthvað gerist þá hljóðritum við það.“ Johnson staðfestir þó að einn meðlimanna hafi átt við veikindi að stríða en neitar því að hljómsveitin ætli að hætta af þeim sökum. „Ég þori ekki að spá fyrir um framtíðina og ég útiloka ekki neitt. Einn drengjanna glímir við veikindi en ég vil ekki fara nánar út í það. Hann er stoltur og vill fá að vera í friði, yndislegur náungi. Við höfum verið félagar í 35 ár og ég lít mikið upp til hans.“ Greint hefur verið frá því að hljómsveitin skipuleggi nú tónleikaferðalag í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli hennar en Johnson segir óvissu ríkja um þær fyrirætlanir. „Það væri dásamleg leið til að kveðja og við myndum gjarnan vilja gera það, en þetta er allt í lausu lofti núna.“ AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni. Hvert er þitt uppáhaldslag með AC/DC?Uppfært: Sveitin greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að Malcolm Young hefði sagt skilið við sveitina, að minnsta kosti tímabundið. Hljómsveitin myndi þrátt fyrir það halda áfram störfum. Post by AC/DC.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp