„Það er barnaskapur gagnvart ríkissjóði að fara fram á þessa tryggingu,“ segir Ívar Pálsson, lögmaður ríkisins í lögbannsmáli þess gegn landeigendum á Geysissvæðinu.
Landeigendur krefjast tryggingar vegna hagnaðarmissis sem þeir verða fyrir með setningu lögbannsins. Niðurstöðu er að vænta frá Sýslumanninum á Selfossi í dag.
„Slík trygging er sett til þess að sá aðili sem fær á sig lögbann verði ekki fyrir tjóni,“ segir Ívar. En augljóst sé að þegar um er að ræða ríkissjóð að hann á slíka fjármuni og því þurfi ekki að fara fram á neina tryggingu.
Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands fyrr í vikunni var lagt fyrir sýslumanninn á Selfossi að leggja lögbann við því að gjald verði innheimt af ferðamönnum á Geysissvæðinu.
„Verði lögbannið sett á nú á eftir höfum við sjö daga til þess að fá útgefna stefnu í staðfestingarmáli fyrir lögbanninu,“ segir Ívar.
Barnaskapur gagnvart ríkissjóði

Tengdar fréttir

„Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“
Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins..

„Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli“
Orðaskipti Ögmundar Jónassonar, þingmanns og Óskars Magnússonar, eiganda Kersins, voru ansi hörð í þættinum Reykjavík síðdegis.

Landeigendur við Geysi krefjast tryggingar vegna hagnaðarmissis
Að meðaltali koma fimmtíu þúsund manns á mánuði, og ef gert er ráð fyrir að helmingur meðaltalsins, tuttugu og fimm þúsund manns, hafi heimsótt svæðið þann tíma sem gjaldtaka stóð, hafi landeigendur haft fimmtán milljónir upp úr krafsinu.