Seldu 434 tonn af sælgæti til átta landa Haraldur Guðmundsson skrifar 16. apríl 2014 08:36 Útflutningur síðasta árs samanstóð að mestu af vörum frá Freyju og Nóa Síríusi. Vísir/Pjetur Innlendir sælgætisframleiðendur fluttu í fyrra út um 434 tonn af sælgæti að verðmæti 416 milljóna króna. Vörurnar má meðal annars finna í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og á Grænlandi. Útflutningurinn samanstóð að mestu af vörum frá Nóa Síríusi og Freyju en hinir tveir framleiðendurnir, Góa-Linda og Kólus, eru lítið eða ekkert í útflutningi. Fyrirtækin fjögur komu misvel út úr hruninu og einungis tvö þeirra hafa skilað hagnaði á hverju ári frá 2008. Stjórnendur þeirra gagnrýna rekstrarumhverfi fyrirtækjanna á markaði þar sem mikil samþjöppun hefur orðið á undanförnum árum og áratugum.Pétur Blöndal tók við starfi framkvæmdastjóra Freyju í upphafi ársins.Vísir/ValliStjórnendur Freyju hafa lagt áherslu á útflutning Sælgætisgerðin Freyja framleiðir að sögn Péturs Blöndal, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um 900 til þúsund tonn af sælgæti á ári. Freyja er að hans sögn með um 25-30 prósenta markaðshlutdeild en Pétur vill ekki segja hversu stór biti páskavertíðin er af ársveltu fyrirtækisins. „Páskaeggin eru þó stærri en jólin hjá okkur en hlutdeild jólahátíðarinnar er alltaf að aukast,“ segir Pétur.Neikvætt eigið fé Rekstrartap Freyju var 8,2 milljónir króna árið 2012 og tæpar 30 milljónir árið áður. Fyrirtækið hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2004 og eigið fé þess var í lok árs 2012 neikvætt um rúmar 193 milljónir króna. „Nú er þetta allt í rétta átt en við höfum þurft að skoða undir hverja einustu þúfu. Við eigum von á að 2013 verði réttum megin við núllið og svo lítur 2014 ágætlega út,“ segir Pétur og útskýrir hvernig efnahagshrunið hafði áhrif á skuldir fyrirtækisins. „Erlend og verðtryggð lán okkar hækkuðu og forsendur breyttust og fyrirtækið er búið að vinna í því að snúa málunum við. Við höfum farið í ýmsar breytingar á framleiðslunni, sölumálum og öðru. Það má segja að aukin sókn á markaði, bæði hér heima og erlendis, og ýmsar hagræðingaraðgerðir séu okkar leið út úr þessu,“ segir Pétur. Hann nefnir sem dæmi ákvörðun fyrirtækisins um að flytja lakkrísgerð Freyju frá Höfn í Hornafirði í verksmiðju fyrirtækisins við Kársnesbraut í Kópavogi. „Hráefnismarkaðirnir hafa verið alveg ofboðslega erfiðir síðustu 12 til 15 mánuði. Við flytjum meðal annars inn kakósmjör, kakómassa og lakkrísrót og kakóefnin hafa hækkað um allt að 65-70 prósent,“ segir Pétur. Freyja kaupir kakóefnin af fyrirtækjum í Evrópu sem kaupa þau meðal annars af framleiðendum í Afríku. „Svo framleiðum við alveg óhemju af lakkrís og þurfum því mikið af lakkrísrót. Við kaupum rótina í gegnum evrópska aðila sem fá hana í Mið-Austurlöndunum. Íran er til dæmis mjög stórt í framleiðslu á lakkrísrót og þaðan fáum við okkar rót.“Heitir Skotti í Noregi „Við höfum lagt aukna áherslu á útflutning og vörur Freyju má nú finna í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Færeyjum og á Grænlandi. Þar erum við aðallega að selja þetta lakkrístengda súkkulaði eins og Draum og Djúpan. Einn Dani sem kaupir af okkur sagði einu sinni að það væri hægt að draga línu við Hamborg í Þýskalandi. Norðan við Hamborg er hægt að selja íslenska lakkrísinn en sunnan við borgina er hann talsvert öðruvísi.“ Vörur fyrirtækisins eru seldar undir nafni Freyju í öllum löndunum að Noregi undanskildum, þar sem fyrirtækið ber nafnið Skotti.96 ára saga Freyja er í dag alfarið í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Ævar og Jón bróðir hans höfðu rekið fyrirtækið frá árinu 1980, sama ár og innflutningur á sælgæti var gefinn frjáls, þegar Ævar keypti hlut bróður síns í fjölskyldufyrirtækinu á síðasta ári. Fyrirtækið var stofnað árið 1918 og samanstendur nú af sex sælgætisgerðum; Víkingi, KÁ-sælgæti, Zebru, Mónu og lakkrísgerðinni Skugga. Þar starfa 70 starfsmenn í verksmiðju fyrirtækisins og í nýlegu húsnæði þess við Vesturvör í Kópavogi sem hýsir skrifstofu Freyju og lager. Pétur segir fyrirtækið stefna að aukinni framleiðslu á heilsubætandi vörum. „Við erum að framleiða þessi sykur- og mjólkurlausu páskaegg og erum einnig orðin mjög stór í próteinsúkkulaðinu og ætlum okkur stærri hluti þar.“Engin áform eru um frekari útflutning á vörum Góu-Lindu.Vísir/ArnþórGóa-Linda framleiðir um hundrað tonn á mánuði „Þetta eru þrjár vertíðir á ári; jól, páskar og vor, og við erum að framleiða um hundrað tonn á mánuði,“ segir Helgi Vilhjálmsson, stofnandi, eigandi og framkvæmdastjóri Góu-Lindu ehf. Helgi segir sölu á páskaeggjum og öðru sælgæti um páska skila um tíu prósentum af ársveltu Góu. Fyrirtækið hefur framleitt páskaegg frá árinu 1995. „Á þeim tíma voru páskaeggin orðin svo dýr. Maður átti nóg af góðum vörum inn í eggin og vantaði bara skeljarnar. Þá gat maður látið rúsínur og karamellur í eggin og af því að það hét páskaegg þá fimmfaldaðist verðið. En það er svolítil handavinna í þessu,“ segir Helgi. Um 35 milljóna hagnaður Sælgætisgerðin, sem var stofnuð í janúar 1968, hagnaðist um rúmar 35 milljónir króna árið 2012, samkvæmt ársreikningi. Góa skuldaði þá 258 milljónir en eignir námu 782 milljónum. „Nú er ég að græða á þessu,“ segir Helgi þegar góð afkoma fyrirtækisins kemur til tals. „Þetta hefur gengið ágætlega enda hefur þurft að hafa fyrir því. Maður hefur ekkert verið þunnur oft á mánudagsmorgnum. Það hefur svolítið að segja.“ Helgi segist lítið hafa velt markaðshlutdeild Góu fyrir sér þegar blaðamaður spyr um hlutdeildina. „Ég er voða lítill prósentukall. Maður mætir í vinnuna og reynir að gera sitt besta en maður hefur varla tíma í allt hitt saman. Maður má ekki eyða svo miklum tíma í útreikninga að maður gleymi að framleiða.“ Lítið í útflutningi Góa keypti sælgætisgerðina Lindu á Akureyri árið 1993 og lakkrísgerðina Drift í september 2002. Um 40-50 manns starfa nú hjá fyrirtækinu. „Við höfum verið að flytja út svolítið til Færeyja en svo sem ekkert til að tala um. Maður er kannski alltaf að rembast en ég held að ef útflutningur yrði aukinn þá yrði ekkert af þeim vörum framleitt hér. Maður myndi ekki flytja inn bæði kakó og sykur með dýrustu frakt í heimi og svo út aftur með dýrustu frakt. Maður myndi bara framleiða þetta í því landi þar sem vörurnar yrðu seldar en ég ætla bara að halda mig við Ísland, held ég,“ segir Helgi og heldur áfram: „Ég vona að þetta sé allt að lagast í þjóðfélaginu aftur og ég held að við séum að sleppa í gegnum þetta hrun.“Finnur Geirsson hefur verið forstjóri Nóa Síríusar frá árinu 1990.Vísir/DaníelPáskarnir um 10-15% af heildarveltu Nóa Síríusar „Þetta er tímabil sem skiptir okkur miklu máli en vægi þess er nú ekki eins mikið og margir halda og hefur sennilega farið minnkandi með árunum enda er nú jafnari sala árið um kring,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríusar, um mikilvægi páskavertíðarinnar fyrir fyrirtækið. „Páskarnir eru á bilinu 10-15 prósent af ársveltu okkar og jól og páskar samanlagt um fjórðungur,“ segir Finnur. Erfitt rekstrarumhverfi Hagnaður Nóa Síríusar nam 695 þúsund krónum árið 2012 en 240 milljónum árið 2011. Fyrirtækið skuldaði 1.675 milljónir samkvæmt ársreikningi 2012 en eignir námu þá rúmum 2.251 milljón. „Reksturinn í fyrra var svipaður og 2012 sem segir heilmikla sögu um þetta erfiða rekstrarumhverfi. Þessi grein mætti vera arðbærari en afkoman segir sína sögu um mikla samkeppni og erfitt umhverfi,“ segir Finnur. Hann nefnir að fyrirtækið hafi þurft að glíma við aukinn hráefniskostnað á sama tíma og mikil áhersla er lögð á að verðlagi hér á landi sé haldið niðri. „Það varð gríðarleg hækkun fyrir stuttu síðan þegar kakósmjörið hækkaði um meira en helming. Við lentum því í miklum vandræðum um áramótin þegar við þurftum að hækka verð en þá var lagst á okkur af miklum þunga og við sett á svartan lista. En ef við hefðum ekki hækkað þá hefði töluvert tap verið fyrirsjáanlegt. Síðan er óneitanlega erfitt hversu háir vextir eru og það er að gera okkur erfiðara fyrir í rekstrinum og takmarka fjárfestingargetuna. Við sjáum ýmis fjárfestingartækifæri til að hagræða en rekum okkur þá á að fjármagnskostnaðurinn er mjög hár. En ég er þrátt fyrir allt tiltölulega bjartsýnn á framhaldið og tel að við eigum að geta ráðið við þetta.“Horft til útlanda Fyrirtækið hefur að sögn Finns lagt aukna áherslu á útflutning eftir að gengi krónunnar féll. „Okkur sýnist að vöxturinn hljóti að liggja í útflutningi. Markaðurinn hér er mettaður og mjög „stabíll“ og ólíkt því sem margir vilja halda fram þá er sælgætissala búin að vera svipuð í mjög langan tíma og hefur ekkert verið að vaxa.“ Vörur Nóa eru nú fáanlegar í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð og Rússlandi og fyrirtækið horfir nú einnig til Kanada. Verslanakeðjan Whole Foods í Bandaríkjunum selur fjórar tegundir af hreinu súkkulaði frá Nóa. „Sem okkur þykir mikil viðurkenning fyrir okkar vörur, enda gerir Whole Foods miklar kröfur. Annars staðar á Norðurlöndunum erum við að selja ýmislegt eins og pokavörurnar okkar og lakkríssúkkulaði. Við erum að taka þetta föstum tökum en það að flytja út er langtímaverkefni.“Með 150 manns í vinnu Nói Síríus rekur rætur sínar aftur til ársins 1920 þegar fyrirtækið Brjóstsykursgerðin Nói var stofnað. Um 150 manns starfa nú hjá fyrirtækinu í höfuðstöðvunum á Hesthálsi. Um 90 prósent hlutafjár eru í eigu afkomenda Hallgríms Benediktssonar sem eignaðist fyrirtækið árið 1924. „Við höfum byggt á innri vexti að mestu leyti en við keyptum í lok árs 1995 sælgætisfyrirtækið Ópal,“ segir Finnur. Árið 1999 setti fyrirtækið upp framleiðslustarfsemi í Lettlandi. Ári síðar keypti það lettneska kexframleiðslufyrirtækið Staburadze. Það fyrirtæki keypti síðan meirihluta hlutafjár í stærsta sælgætisfyrirtæki Lettlands, Laima. Nói seldi sinn hlut í Laima/Staburadze í lok árs 2004 og tveimur árum síðar keypti fyrirtækið enska súkkulaðifyrirtækið Elizabet Shaw. Nói seldi Elizabeth Shaw í maí 2009 og hefur síðan snúið sér alfarið að framleiðslu á eigin vörum fyrir innanlandsmarkað og útflutning.Sælgætisgerðin framleiddi áður lakkrís fyrir Nóa Síríus.Vísir/DaníelLitli framleiðandinn Kólus Sælgætisgerðin Kólus hefur framleitt lakkrís í um 50 ár og súkkulaði frá tíunda áratug síðustu aldar. Fyrirtækið var stofnað árið 1934 og framleiðir vörur undir vörumerkjunum Sambó og Vala og eina stærð af páskaeggjum. Kólus hefur samkvæmt ársreikningum skilað hagnaði upp á um 20 milljónir króna á síðustu árum. Hagnaðurinn nam 23,7 milljónum árið 2012 og þá var eigið féð jákvætt um rúmar 150 milljónir. Enginn starfsmaður fyrirtækisins vildi svara spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Innlendir sælgætisframleiðendur fluttu í fyrra út um 434 tonn af sælgæti að verðmæti 416 milljóna króna. Vörurnar má meðal annars finna í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og á Grænlandi. Útflutningurinn samanstóð að mestu af vörum frá Nóa Síríusi og Freyju en hinir tveir framleiðendurnir, Góa-Linda og Kólus, eru lítið eða ekkert í útflutningi. Fyrirtækin fjögur komu misvel út úr hruninu og einungis tvö þeirra hafa skilað hagnaði á hverju ári frá 2008. Stjórnendur þeirra gagnrýna rekstrarumhverfi fyrirtækjanna á markaði þar sem mikil samþjöppun hefur orðið á undanförnum árum og áratugum.Pétur Blöndal tók við starfi framkvæmdastjóra Freyju í upphafi ársins.Vísir/ValliStjórnendur Freyju hafa lagt áherslu á útflutning Sælgætisgerðin Freyja framleiðir að sögn Péturs Blöndal, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um 900 til þúsund tonn af sælgæti á ári. Freyja er að hans sögn með um 25-30 prósenta markaðshlutdeild en Pétur vill ekki segja hversu stór biti páskavertíðin er af ársveltu fyrirtækisins. „Páskaeggin eru þó stærri en jólin hjá okkur en hlutdeild jólahátíðarinnar er alltaf að aukast,“ segir Pétur.Neikvætt eigið fé Rekstrartap Freyju var 8,2 milljónir króna árið 2012 og tæpar 30 milljónir árið áður. Fyrirtækið hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2004 og eigið fé þess var í lok árs 2012 neikvætt um rúmar 193 milljónir króna. „Nú er þetta allt í rétta átt en við höfum þurft að skoða undir hverja einustu þúfu. Við eigum von á að 2013 verði réttum megin við núllið og svo lítur 2014 ágætlega út,“ segir Pétur og útskýrir hvernig efnahagshrunið hafði áhrif á skuldir fyrirtækisins. „Erlend og verðtryggð lán okkar hækkuðu og forsendur breyttust og fyrirtækið er búið að vinna í því að snúa málunum við. Við höfum farið í ýmsar breytingar á framleiðslunni, sölumálum og öðru. Það má segja að aukin sókn á markaði, bæði hér heima og erlendis, og ýmsar hagræðingaraðgerðir séu okkar leið út úr þessu,“ segir Pétur. Hann nefnir sem dæmi ákvörðun fyrirtækisins um að flytja lakkrísgerð Freyju frá Höfn í Hornafirði í verksmiðju fyrirtækisins við Kársnesbraut í Kópavogi. „Hráefnismarkaðirnir hafa verið alveg ofboðslega erfiðir síðustu 12 til 15 mánuði. Við flytjum meðal annars inn kakósmjör, kakómassa og lakkrísrót og kakóefnin hafa hækkað um allt að 65-70 prósent,“ segir Pétur. Freyja kaupir kakóefnin af fyrirtækjum í Evrópu sem kaupa þau meðal annars af framleiðendum í Afríku. „Svo framleiðum við alveg óhemju af lakkrís og þurfum því mikið af lakkrísrót. Við kaupum rótina í gegnum evrópska aðila sem fá hana í Mið-Austurlöndunum. Íran er til dæmis mjög stórt í framleiðslu á lakkrísrót og þaðan fáum við okkar rót.“Heitir Skotti í Noregi „Við höfum lagt aukna áherslu á útflutning og vörur Freyju má nú finna í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Færeyjum og á Grænlandi. Þar erum við aðallega að selja þetta lakkrístengda súkkulaði eins og Draum og Djúpan. Einn Dani sem kaupir af okkur sagði einu sinni að það væri hægt að draga línu við Hamborg í Þýskalandi. Norðan við Hamborg er hægt að selja íslenska lakkrísinn en sunnan við borgina er hann talsvert öðruvísi.“ Vörur fyrirtækisins eru seldar undir nafni Freyju í öllum löndunum að Noregi undanskildum, þar sem fyrirtækið ber nafnið Skotti.96 ára saga Freyja er í dag alfarið í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Ævar og Jón bróðir hans höfðu rekið fyrirtækið frá árinu 1980, sama ár og innflutningur á sælgæti var gefinn frjáls, þegar Ævar keypti hlut bróður síns í fjölskyldufyrirtækinu á síðasta ári. Fyrirtækið var stofnað árið 1918 og samanstendur nú af sex sælgætisgerðum; Víkingi, KÁ-sælgæti, Zebru, Mónu og lakkrísgerðinni Skugga. Þar starfa 70 starfsmenn í verksmiðju fyrirtækisins og í nýlegu húsnæði þess við Vesturvör í Kópavogi sem hýsir skrifstofu Freyju og lager. Pétur segir fyrirtækið stefna að aukinni framleiðslu á heilsubætandi vörum. „Við erum að framleiða þessi sykur- og mjólkurlausu páskaegg og erum einnig orðin mjög stór í próteinsúkkulaðinu og ætlum okkur stærri hluti þar.“Engin áform eru um frekari útflutning á vörum Góu-Lindu.Vísir/ArnþórGóa-Linda framleiðir um hundrað tonn á mánuði „Þetta eru þrjár vertíðir á ári; jól, páskar og vor, og við erum að framleiða um hundrað tonn á mánuði,“ segir Helgi Vilhjálmsson, stofnandi, eigandi og framkvæmdastjóri Góu-Lindu ehf. Helgi segir sölu á páskaeggjum og öðru sælgæti um páska skila um tíu prósentum af ársveltu Góu. Fyrirtækið hefur framleitt páskaegg frá árinu 1995. „Á þeim tíma voru páskaeggin orðin svo dýr. Maður átti nóg af góðum vörum inn í eggin og vantaði bara skeljarnar. Þá gat maður látið rúsínur og karamellur í eggin og af því að það hét páskaegg þá fimmfaldaðist verðið. En það er svolítil handavinna í þessu,“ segir Helgi. Um 35 milljóna hagnaður Sælgætisgerðin, sem var stofnuð í janúar 1968, hagnaðist um rúmar 35 milljónir króna árið 2012, samkvæmt ársreikningi. Góa skuldaði þá 258 milljónir en eignir námu 782 milljónum. „Nú er ég að græða á þessu,“ segir Helgi þegar góð afkoma fyrirtækisins kemur til tals. „Þetta hefur gengið ágætlega enda hefur þurft að hafa fyrir því. Maður hefur ekkert verið þunnur oft á mánudagsmorgnum. Það hefur svolítið að segja.“ Helgi segist lítið hafa velt markaðshlutdeild Góu fyrir sér þegar blaðamaður spyr um hlutdeildina. „Ég er voða lítill prósentukall. Maður mætir í vinnuna og reynir að gera sitt besta en maður hefur varla tíma í allt hitt saman. Maður má ekki eyða svo miklum tíma í útreikninga að maður gleymi að framleiða.“ Lítið í útflutningi Góa keypti sælgætisgerðina Lindu á Akureyri árið 1993 og lakkrísgerðina Drift í september 2002. Um 40-50 manns starfa nú hjá fyrirtækinu. „Við höfum verið að flytja út svolítið til Færeyja en svo sem ekkert til að tala um. Maður er kannski alltaf að rembast en ég held að ef útflutningur yrði aukinn þá yrði ekkert af þeim vörum framleitt hér. Maður myndi ekki flytja inn bæði kakó og sykur með dýrustu frakt í heimi og svo út aftur með dýrustu frakt. Maður myndi bara framleiða þetta í því landi þar sem vörurnar yrðu seldar en ég ætla bara að halda mig við Ísland, held ég,“ segir Helgi og heldur áfram: „Ég vona að þetta sé allt að lagast í þjóðfélaginu aftur og ég held að við séum að sleppa í gegnum þetta hrun.“Finnur Geirsson hefur verið forstjóri Nóa Síríusar frá árinu 1990.Vísir/DaníelPáskarnir um 10-15% af heildarveltu Nóa Síríusar „Þetta er tímabil sem skiptir okkur miklu máli en vægi þess er nú ekki eins mikið og margir halda og hefur sennilega farið minnkandi með árunum enda er nú jafnari sala árið um kring,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríusar, um mikilvægi páskavertíðarinnar fyrir fyrirtækið. „Páskarnir eru á bilinu 10-15 prósent af ársveltu okkar og jól og páskar samanlagt um fjórðungur,“ segir Finnur. Erfitt rekstrarumhverfi Hagnaður Nóa Síríusar nam 695 þúsund krónum árið 2012 en 240 milljónum árið 2011. Fyrirtækið skuldaði 1.675 milljónir samkvæmt ársreikningi 2012 en eignir námu þá rúmum 2.251 milljón. „Reksturinn í fyrra var svipaður og 2012 sem segir heilmikla sögu um þetta erfiða rekstrarumhverfi. Þessi grein mætti vera arðbærari en afkoman segir sína sögu um mikla samkeppni og erfitt umhverfi,“ segir Finnur. Hann nefnir að fyrirtækið hafi þurft að glíma við aukinn hráefniskostnað á sama tíma og mikil áhersla er lögð á að verðlagi hér á landi sé haldið niðri. „Það varð gríðarleg hækkun fyrir stuttu síðan þegar kakósmjörið hækkaði um meira en helming. Við lentum því í miklum vandræðum um áramótin þegar við þurftum að hækka verð en þá var lagst á okkur af miklum þunga og við sett á svartan lista. En ef við hefðum ekki hækkað þá hefði töluvert tap verið fyrirsjáanlegt. Síðan er óneitanlega erfitt hversu háir vextir eru og það er að gera okkur erfiðara fyrir í rekstrinum og takmarka fjárfestingargetuna. Við sjáum ýmis fjárfestingartækifæri til að hagræða en rekum okkur þá á að fjármagnskostnaðurinn er mjög hár. En ég er þrátt fyrir allt tiltölulega bjartsýnn á framhaldið og tel að við eigum að geta ráðið við þetta.“Horft til útlanda Fyrirtækið hefur að sögn Finns lagt aukna áherslu á útflutning eftir að gengi krónunnar féll. „Okkur sýnist að vöxturinn hljóti að liggja í útflutningi. Markaðurinn hér er mettaður og mjög „stabíll“ og ólíkt því sem margir vilja halda fram þá er sælgætissala búin að vera svipuð í mjög langan tíma og hefur ekkert verið að vaxa.“ Vörur Nóa eru nú fáanlegar í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð og Rússlandi og fyrirtækið horfir nú einnig til Kanada. Verslanakeðjan Whole Foods í Bandaríkjunum selur fjórar tegundir af hreinu súkkulaði frá Nóa. „Sem okkur þykir mikil viðurkenning fyrir okkar vörur, enda gerir Whole Foods miklar kröfur. Annars staðar á Norðurlöndunum erum við að selja ýmislegt eins og pokavörurnar okkar og lakkríssúkkulaði. Við erum að taka þetta föstum tökum en það að flytja út er langtímaverkefni.“Með 150 manns í vinnu Nói Síríus rekur rætur sínar aftur til ársins 1920 þegar fyrirtækið Brjóstsykursgerðin Nói var stofnað. Um 150 manns starfa nú hjá fyrirtækinu í höfuðstöðvunum á Hesthálsi. Um 90 prósent hlutafjár eru í eigu afkomenda Hallgríms Benediktssonar sem eignaðist fyrirtækið árið 1924. „Við höfum byggt á innri vexti að mestu leyti en við keyptum í lok árs 1995 sælgætisfyrirtækið Ópal,“ segir Finnur. Árið 1999 setti fyrirtækið upp framleiðslustarfsemi í Lettlandi. Ári síðar keypti það lettneska kexframleiðslufyrirtækið Staburadze. Það fyrirtæki keypti síðan meirihluta hlutafjár í stærsta sælgætisfyrirtæki Lettlands, Laima. Nói seldi sinn hlut í Laima/Staburadze í lok árs 2004 og tveimur árum síðar keypti fyrirtækið enska súkkulaðifyrirtækið Elizabet Shaw. Nói seldi Elizabeth Shaw í maí 2009 og hefur síðan snúið sér alfarið að framleiðslu á eigin vörum fyrir innanlandsmarkað og útflutning.Sælgætisgerðin framleiddi áður lakkrís fyrir Nóa Síríus.Vísir/DaníelLitli framleiðandinn Kólus Sælgætisgerðin Kólus hefur framleitt lakkrís í um 50 ár og súkkulaði frá tíunda áratug síðustu aldar. Fyrirtækið var stofnað árið 1934 og framleiðir vörur undir vörumerkjunum Sambó og Vala og eina stærð af páskaeggjum. Kólus hefur samkvæmt ársreikningum skilað hagnaði upp á um 20 milljónir króna á síðustu árum. Hagnaðurinn nam 23,7 milljónum árið 2012 og þá var eigið féð jákvætt um rúmar 150 milljónir. Enginn starfsmaður fyrirtækisins vildi svara spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira