Erlent

Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AFP
Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu.

Pútín sagði í samtali við Angelu Merkel Þýskalandskanslara í gærkvöldi að ákvörðun Úkraínumanna hefði stigmagnað deiluna. Enn er þó mikil áhersla lögð á viðræðurnar um ástandið sem fara eiga fram á morgun í Genf í Sviss, þar sem háttsettir embættismenn frá Úkraínu, Rússlandi, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu ætla að freista þess að ná diplómatískri lausn í deilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×