Heildarmynd af höftunum: Erlendar skuldir og forsendur afnáms Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 16. apríl 2014 00:01 Erlendar skuldir og greiðsluvandi þjóðarinnar eru nú í brennidepli efnahagsumræðunnar. Helsta áhyggjuefnið snýr að umfangi þessara skulda og stórum afborgunum erlendra lána á næstu árum. Þessir þættir geta ógnað jafnvægi hagkerfisins og komið í veg fyrir að hægt sé að aflétta fjármagnshöftum. Erlendar skuldir þurfa að nýtast til uppbyggingar hérlendis Íslenska hagkerfið hefur viðhaft neikvæða erlenda skuldastöðu um árabil og landið er í dag mun skuldugra en nágrannaríkin. Skuldastaðan er nær stöðu hinna svokölluðu PIIGS-ríkja, en þau lentu í vandræðum með erlendar skuldir sínar í evrukrísunni á árunum 2009-13. Hærra skuldahlutfalli fylgir aukin hætta á efnahagslegum óstöðugleika auk þess sem háar vaxtagreiðslur úr landi draga úr þrótti hagkerfisins til lengri tíma litið. Neikvæð erlend skuldastaða getur verið eðlileg ef hún skýrist af fjárfestingum sem auka útflutningstekjur og framleiðslugetu hagkerfisins. Í dag orsakast hún hins vegar að miklu leyti af skuldum við aðila sem ekki vilja fjárfesta hér til langs tíma. Þessum skuldum þarf að skipta út fyrir fjármagn sem nýtist til uppbyggingar atvinnulífs hérlendis til að ekki sé vegið að framtíðarvexti hagkerfisins. Greiðsluvandinn og snjóhengjan leggjast saman Án endurfjármögnunar núverandi skulda nemur halli á gjaldeyrisflæði til og frá landinu um 750 ma. kr. yfir næstu sex ár vegna hárra afborgana erlendra lána. Þetta er hinn svokallaði greiðsluvandi íslenska þjóðarbúsins og úr honum þarf að leysa ef afnám hafta á að vera möguleiki. Í ofanálag þarf að vera til staðar nægur gjaldeyrir til að losa um snjóhengjuna, þ.e. greiða fyrir útgöngu þeirra aðila sem vilja færa fjármuni sína úr landi við afnám. Séu þessir tveir þættir lagðir saman gæti gjaldeyrisþörfin numið um 130% af landsframleiðslu. Langtímastefna og afnámsáætlun skipta miklu fyrir framtíðina Afnám hafta mun að miklu leyti velta á því hvort innlendir aðilar geti mætt þessari miklu endurfjármögnunarþörf með sjálfbærum hætti. Í því felst að „óþolinmóðu“ fjármagni verði skipt út fyrir erlent langtímafjármagn á hagstæðum kjörum. Til að svo megi verða þarf aukin vissa að ríkja um framtíðarhorfur hagkerfisins, bæði til lengri og skemmri tíma. Langtímastefna í efnahagsmálum þarf að tryggja áframhaldandi uppbyggingu útflutningsgreina, bætta framleiðni og opnun hagkerfisins fyrir erlendri samkeppni og fjárfestingu. Slík stefna mun leiða til aukinnar tiltrúar innlendra og erlendra aðila á íslensku efnahagslífi, sem örvar fjárfestingu og bætir vaxtakjör innlendra aðila. Ef Íslandi tekst að skapa skilyrði fyrir sterkum útflutningsdrifnum hagvexti á næstu árum myndast því mun sterkari grundvöllur fyrir afnámi hafta en ella. Útfærsla á afnámi haftanna þarf að styðja við langtímastefnuna. Fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi munu hafa ráðandi áhrif á framtíðarvöxt útflutningstekna. Til að stjórnendur þeirra kjósi að byggja upp starfsemina hérlendis er nauðsynlegt að þeir trúi að afnám hafta sé í sjónmáli. Einnig þarf að leysa úr vanda fjármálakerfisins, sem er að meirihluta í eigu þrotabúa í dag og skortir erlenda fjármögnun til að styðja við alþjóðlegan vöxt íslenskra fyrirtækja. Þá þurfa einstaklingar að geta ávaxtað sparifé sitt erlendis, bæði í gegnum lífeyrissjóði og á eigin vegum, svo þeir njóti sömu tækifæra og íbúar annarra ríkja. Til að afnámsáætlun verði trúverðug þarf hún að ná heildstætt yfir vanda allra þessara aðila. Takist að leggja fram slíka áætlun mun tiltrú á íslenskt efnahagslíf aukast nær samstundis og róðurinn verða mun auðveldari í kjölfarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Erlendar skuldir og greiðsluvandi þjóðarinnar eru nú í brennidepli efnahagsumræðunnar. Helsta áhyggjuefnið snýr að umfangi þessara skulda og stórum afborgunum erlendra lána á næstu árum. Þessir þættir geta ógnað jafnvægi hagkerfisins og komið í veg fyrir að hægt sé að aflétta fjármagnshöftum. Erlendar skuldir þurfa að nýtast til uppbyggingar hérlendis Íslenska hagkerfið hefur viðhaft neikvæða erlenda skuldastöðu um árabil og landið er í dag mun skuldugra en nágrannaríkin. Skuldastaðan er nær stöðu hinna svokölluðu PIIGS-ríkja, en þau lentu í vandræðum með erlendar skuldir sínar í evrukrísunni á árunum 2009-13. Hærra skuldahlutfalli fylgir aukin hætta á efnahagslegum óstöðugleika auk þess sem háar vaxtagreiðslur úr landi draga úr þrótti hagkerfisins til lengri tíma litið. Neikvæð erlend skuldastaða getur verið eðlileg ef hún skýrist af fjárfestingum sem auka útflutningstekjur og framleiðslugetu hagkerfisins. Í dag orsakast hún hins vegar að miklu leyti af skuldum við aðila sem ekki vilja fjárfesta hér til langs tíma. Þessum skuldum þarf að skipta út fyrir fjármagn sem nýtist til uppbyggingar atvinnulífs hérlendis til að ekki sé vegið að framtíðarvexti hagkerfisins. Greiðsluvandinn og snjóhengjan leggjast saman Án endurfjármögnunar núverandi skulda nemur halli á gjaldeyrisflæði til og frá landinu um 750 ma. kr. yfir næstu sex ár vegna hárra afborgana erlendra lána. Þetta er hinn svokallaði greiðsluvandi íslenska þjóðarbúsins og úr honum þarf að leysa ef afnám hafta á að vera möguleiki. Í ofanálag þarf að vera til staðar nægur gjaldeyrir til að losa um snjóhengjuna, þ.e. greiða fyrir útgöngu þeirra aðila sem vilja færa fjármuni sína úr landi við afnám. Séu þessir tveir þættir lagðir saman gæti gjaldeyrisþörfin numið um 130% af landsframleiðslu. Langtímastefna og afnámsáætlun skipta miklu fyrir framtíðina Afnám hafta mun að miklu leyti velta á því hvort innlendir aðilar geti mætt þessari miklu endurfjármögnunarþörf með sjálfbærum hætti. Í því felst að „óþolinmóðu“ fjármagni verði skipt út fyrir erlent langtímafjármagn á hagstæðum kjörum. Til að svo megi verða þarf aukin vissa að ríkja um framtíðarhorfur hagkerfisins, bæði til lengri og skemmri tíma. Langtímastefna í efnahagsmálum þarf að tryggja áframhaldandi uppbyggingu útflutningsgreina, bætta framleiðni og opnun hagkerfisins fyrir erlendri samkeppni og fjárfestingu. Slík stefna mun leiða til aukinnar tiltrúar innlendra og erlendra aðila á íslensku efnahagslífi, sem örvar fjárfestingu og bætir vaxtakjör innlendra aðila. Ef Íslandi tekst að skapa skilyrði fyrir sterkum útflutningsdrifnum hagvexti á næstu árum myndast því mun sterkari grundvöllur fyrir afnámi hafta en ella. Útfærsla á afnámi haftanna þarf að styðja við langtímastefnuna. Fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi munu hafa ráðandi áhrif á framtíðarvöxt útflutningstekna. Til að stjórnendur þeirra kjósi að byggja upp starfsemina hérlendis er nauðsynlegt að þeir trúi að afnám hafta sé í sjónmáli. Einnig þarf að leysa úr vanda fjármálakerfisins, sem er að meirihluta í eigu þrotabúa í dag og skortir erlenda fjármögnun til að styðja við alþjóðlegan vöxt íslenskra fyrirtækja. Þá þurfa einstaklingar að geta ávaxtað sparifé sitt erlendis, bæði í gegnum lífeyrissjóði og á eigin vegum, svo þeir njóti sömu tækifæra og íbúar annarra ríkja. Til að afnámsáætlun verði trúverðug þarf hún að ná heildstætt yfir vanda allra þessara aðila. Takist að leggja fram slíka áætlun mun tiltrú á íslenskt efnahagslíf aukast nær samstundis og róðurinn verða mun auðveldari í kjölfarið.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun