Ótti á Akureyri: „Maður á börn og fjölskyldu“ Gissur Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2014 13:12 Jóhannes Bjarnason. vísir/pjetur Einn maður enn var handtekinn í nótt vegna rannsóknar á tilræði við saksóknara lögreglustjórans á Akureyri aðfararnótt miðvikudags. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, annar í gærkvöldi og sá þriðji gæti bæst við í dag. Saksóknarinn er fluttur úr húsi sínu um stundarsakir. Nágrannar eru slegnir vegna tilræðisins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, hefur tveimur verið sleppt. Tengsl munu vera milli allra mannanna og munu þeir flestir eða allir hafa komist í kast við lögin, meðal annars vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Í tengslum við handtökurnar voru gerðar húsleitir hjá hinum handteknu og hald lagt á tölvur síma og fleiri gögn, sem nú verða rannsökuð. Akureyringar eru slegnir yfir þessum atburðum, og hvað þá Jóhannes Bjarnason, íbúi í næst húsi. „Okkur líður náttúrulega hreinlega ömurlega. Í fyrsta lagi byrjar maður náttúrulega að hugsa um fórnarlambið sem átti að vera. Þar fer mikill öndvegismaður og traustur embættismaður, mikill öðlingur við að eiga á allan hátt.“ Jóhannes veltir því einnig fyrir sér hvað hefði geta gerst ef árásin hefði tekist. „Hvað hefði þá gerst? Ef sprengjan hefði sprungið eins og þeir lögðu upp með, þá hefði minn svefnherbergisgluggi, sem er í nokkurra metra fjarlægð, sprungið. Þá hefðu afleiðingarnar orðið hryllilegar. Þetta var svo súrrealískt að upplifa þetta.“ Jóhannes segist auðvitað vera óttasleginn. „Maður veit ekkert hver þetta er. Það skal bara viðurkennt hreinskilnislega að maður er hræddur. Maður á börn og fjölskyldu.“ Tengdar fréttir Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Einn maður enn var handtekinn í nótt vegna rannsóknar á tilræði við saksóknara lögreglustjórans á Akureyri aðfararnótt miðvikudags. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, annar í gærkvöldi og sá þriðji gæti bæst við í dag. Saksóknarinn er fluttur úr húsi sínu um stundarsakir. Nágrannar eru slegnir vegna tilræðisins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, hefur tveimur verið sleppt. Tengsl munu vera milli allra mannanna og munu þeir flestir eða allir hafa komist í kast við lögin, meðal annars vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Í tengslum við handtökurnar voru gerðar húsleitir hjá hinum handteknu og hald lagt á tölvur síma og fleiri gögn, sem nú verða rannsökuð. Akureyringar eru slegnir yfir þessum atburðum, og hvað þá Jóhannes Bjarnason, íbúi í næst húsi. „Okkur líður náttúrulega hreinlega ömurlega. Í fyrsta lagi byrjar maður náttúrulega að hugsa um fórnarlambið sem átti að vera. Þar fer mikill öndvegismaður og traustur embættismaður, mikill öðlingur við að eiga á allan hátt.“ Jóhannes veltir því einnig fyrir sér hvað hefði geta gerst ef árásin hefði tekist. „Hvað hefði þá gerst? Ef sprengjan hefði sprungið eins og þeir lögðu upp með, þá hefði minn svefnherbergisgluggi, sem er í nokkurra metra fjarlægð, sprungið. Þá hefðu afleiðingarnar orðið hryllilegar. Þetta var svo súrrealískt að upplifa þetta.“ Jóhannes segist auðvitað vera óttasleginn. „Maður veit ekkert hver þetta er. Það skal bara viðurkennt hreinskilnislega að maður er hræddur. Maður á börn og fjölskyldu.“
Tengdar fréttir Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00
Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12
Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03