Erlent

Mannskæðar árásir í Nígeríu

Randver Kári Randversson skrifar
Frá þorpinu Damaturu, sem varð fyrir sprengjuárás Boko Haram fyrr í mánuðinum
Frá þorpinu Damaturu, sem varð fyrir sprengjuárás Boko Haram fyrr í mánuðinum Vísir/AP
Að minnsta kosti 10 manns hafa fallið í árásum vígamanna, sem talið er að séu liðsmenn öfgasamtakanna Boko Haram, á nokkur þorp í norðausturhluta Nígeríu í dag. BBC greinir frá þessu.

Þorpin sem um ræðir eru í nágrenni bæjarins Chibok í Borno-héraði, en yfir 200 stúlkum var rænt úr skóla í bænum í apríl. Að sögn sjónarvotta réðust mennirnir meðal annars inn í kirkjur, vopnaðir byssum og sprengjum.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í norðurhluta Nígeríu vegna tíðra árása Boko Haram á svæðinu, en samtökin stefna að því að steypa ríkisstjórninni af stóli og koma á fót íslömsku ríki í Nígeríu. Talið er að hundruð manna hafi fallið fyrir hendi liðsmanna Boko Haram undanfarna mánuði.


Tengdar fréttir

Þúsundir stúlkna eru á flótta

Maimuna Abdullahi er aðeins ein af þúsundum stúlkna á barnsaldri sem hafa gengið í gegnum hjónaskilnað í norðaustanverðri Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×