Lífið

Safna peningum fyrir beinbrotinn Bósa

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bósi er þungt haldinn.
Bósi er þungt haldinn. Mynd/Björgum Bósa
Blásið hefur verið til fjársöfnunar fyrir köttinn Bósa. Bósi varð fyrir því óláni að verða fyrir bíl og er mikið slasaður.

Hann er að öllum líkindum beinbrotinn og þarf að fara í kostnaðarsama aðgerð sem velunnarar Bósa eru nú í óðaönn að safna fyrir.

Gert er ráð fyrir því að aðgerðin kosti á bilinu 150 til 200 þúsund krónur og stofnaður hefur verið styrktarsjóður í hans nafni.

Dýravinir eru hvattir til að leggja inn á reikning 0331-13-110263, kennitala 060474-5409 en rétt í þessu var búið að skrapa saman um 70 þúsund krónum.

Nánari upplýsingar um söfnunina og líðan Bósa má nálgast á fésbókarsíðunni Björgum Bósa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.