Lífið

Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lé­legasta fall leik­hússögunnar“

Lovísa Arnardóttir skrifar
Katrín og Björgvin fara með aðalhlutverkin í söngleiknum. 
Katrín og Björgvin fara með aðalhlutverkin í söngleiknum.  Grímur Bjarnason

Björgvin Franz Gíslason leikari varð fyrir því óhappi á sýningu Ellýjar í Borgarleikhúsinu að detta í miðri sýningu. Leikarinn virtist þó finna fljótt út úr því og stóð strax upp. Sjálfur segir hann þetta hafa verið „eitt lélegasta fall leikhússögunnar“.

Gísli Örn Garðarsson leikstjóri sýningarinnar deildi myndbandi af fallinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Björgvin Franz skrifar þar undir athugasemd auk fleiri aðila. Nína Dögg Filippusdóttir leikkona hlær að fallinu og Elma Lísa Gunnarsdóttir segist „dýrka hann“.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Söngleikurinn Ellý er tímabundið aftur á stóra sviði Borgarleikhússins. Sýningin, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti Gísla og Ólafs Egils Egilssona, naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma þar sem hver salurinn seldist upp á fætur öðrum.

Svo vel gekk að sýningin sló áhorfendamet í Borgarleikhúsinu í júní árið 2019, en hún var frumsýnd þann 18. mars 2017. Áhorfendafjöldinn var 104.446 að lokinni lokasýningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.