Ár tónlistarfullnægingarinnar 13. febrúar 2014 11:30 Hvernig ætlar Frank Ocean að toppa Channel Orange? Ég fæ nánast fullnægingu þegar ég kíki yfir þær plötur sem væntanlegar eru á þessu ári. Margir af mínum eftirlætistónlistarmönnum bjóða upp á glænýtt efni árið 2014 og ég get ekki beðið eftir að sökkva mér í sófann með græjurnar í botni. Tónlistarmenn á borð við Adele, Chromeo, Death Cab for Cutie, Belle & Sebastian, Fleet Foxes, Modest Mouse, Lykke Li, My Morning Jacket, Frank Ocean og Pharrell gefa út plötur á árinu og ég á erfitt með að gera upp við mig yfir hverju ég er spenntust. Ég náttúrulega kolféll fyrir Channel Orange með Frank Ocean í hitteðfyrra – eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Sú plata komst næst því að vera fullkomin og því býst ég við miklu af Frank mínum. Ég veit ekki hvernig hann ætlar að toppa þessa frumraun sína en ég get ekki beðið eftir að heyra hann reyna – og vonandi takast. Adele er annað nafn sem kitlar mína tára- og tónlistarkirtla. Hún heillaði mig upp úr skónum þegar hún kom fram á sjónarsviðið og ef enn væri í tísku að hlusta á geisladiska hefði platan 21 verið spiluð í hengla í minni síðustu ástarsorg.Svo er það hann Pharrell. Elsku Pharrell sem virðist ekki getað stigið feilspor. Hann er óþolandi hæfileikaríkur. Svo ekki sé minnst á hve fagur hann er og skemmtilegur. Eins gott að hann geti drifið mig upp úr sófanum og látið mig dansa eins og enginn sé að horfa. Ég bið ekki um meira. Síðast ætla ég að nefna Death Cab for Cutie. Sú plata held ég að eigi eftir að koma mér mikið á óvart því sú síðasta, Codes and Keys, var miklu betri en ég þorði að vona. Biðin er erfiðust, eins og vitur maður sagði. Nú tekur hún víst við. Eins gott að allar þessar plötur verði biðarinnar virði. Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ég fæ nánast fullnægingu þegar ég kíki yfir þær plötur sem væntanlegar eru á þessu ári. Margir af mínum eftirlætistónlistarmönnum bjóða upp á glænýtt efni árið 2014 og ég get ekki beðið eftir að sökkva mér í sófann með græjurnar í botni. Tónlistarmenn á borð við Adele, Chromeo, Death Cab for Cutie, Belle & Sebastian, Fleet Foxes, Modest Mouse, Lykke Li, My Morning Jacket, Frank Ocean og Pharrell gefa út plötur á árinu og ég á erfitt með að gera upp við mig yfir hverju ég er spenntust. Ég náttúrulega kolféll fyrir Channel Orange með Frank Ocean í hitteðfyrra – eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Sú plata komst næst því að vera fullkomin og því býst ég við miklu af Frank mínum. Ég veit ekki hvernig hann ætlar að toppa þessa frumraun sína en ég get ekki beðið eftir að heyra hann reyna – og vonandi takast. Adele er annað nafn sem kitlar mína tára- og tónlistarkirtla. Hún heillaði mig upp úr skónum þegar hún kom fram á sjónarsviðið og ef enn væri í tísku að hlusta á geisladiska hefði platan 21 verið spiluð í hengla í minni síðustu ástarsorg.Svo er það hann Pharrell. Elsku Pharrell sem virðist ekki getað stigið feilspor. Hann er óþolandi hæfileikaríkur. Svo ekki sé minnst á hve fagur hann er og skemmtilegur. Eins gott að hann geti drifið mig upp úr sófanum og látið mig dansa eins og enginn sé að horfa. Ég bið ekki um meira. Síðast ætla ég að nefna Death Cab for Cutie. Sú plata held ég að eigi eftir að koma mér mikið á óvart því sú síðasta, Codes and Keys, var miklu betri en ég þorði að vona. Biðin er erfiðust, eins og vitur maður sagði. Nú tekur hún víst við. Eins gott að allar þessar plötur verði biðarinnar virði.
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira