Biður Bjögga um að syngja Afgan Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2014 08:30 Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens hafa bætt við aukatónleikum. mynd/gassi „Ég væri til í að Bjöggi tæki lagið Afgan og hver veit nema hann taki fyrri hluta lagsins og svo komi ég inn eftir sóló,“ segir Bubbi Morthens sem kemur fram á tónleikum ásamt Björgvini Halldórssyni í apríl. Miðar á tónleikana seldust upp á þremur klukkustundum og hefur því verið bætt við aukatónleikum 4. apríl. Þessi tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu hafa ýjað að því að þeir muni taka lög hvor annars. „Mig langar mikið til þess að syngja lögin Skýið og Riddari götunnar,“ segir Bubbi spurður út í hvaða lög hann vilji helst taka. Þeir félagar eru nú á leið í æfingabúðir fyrir tónleikana. „Þetta er bara eins og þegar Rocky fór í æfingabúðirnar til Síberu. Við þurfum að gera okkur klára fyrir tónleikana,“ segir Bubbi kátur. Hann segist vera ákaflega þakklátur fyrir viðtökurnar. „Þetta kemur gleðilega á óvart því það er ekkert fyrirséð. Það er mikið af tónleikum fram undan á Íslandi og við vitum það báðir að það er ekkert gefins í þessu,“ útskýrir Bubbi. Spurður út í nýtt efni frá þeim félögum, segist Bubbi ætla heimsækja Björgvin í Hljóðrita næstu daga. „Ég tek gítarinn með mér og er pottþéttur á að við búum til eitthvað saman og vonandi kántrí-slagara.“ Miðar á aukatónleikana sem fram fara 4. apríl eru farnir í sölu á midi.is. Enn er óráðið hvort fleiri tónleikum verði bætt við ef uppselt verður á aukatónleikana. Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég væri til í að Bjöggi tæki lagið Afgan og hver veit nema hann taki fyrri hluta lagsins og svo komi ég inn eftir sóló,“ segir Bubbi Morthens sem kemur fram á tónleikum ásamt Björgvini Halldórssyni í apríl. Miðar á tónleikana seldust upp á þremur klukkustundum og hefur því verið bætt við aukatónleikum 4. apríl. Þessi tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu hafa ýjað að því að þeir muni taka lög hvor annars. „Mig langar mikið til þess að syngja lögin Skýið og Riddari götunnar,“ segir Bubbi spurður út í hvaða lög hann vilji helst taka. Þeir félagar eru nú á leið í æfingabúðir fyrir tónleikana. „Þetta er bara eins og þegar Rocky fór í æfingabúðirnar til Síberu. Við þurfum að gera okkur klára fyrir tónleikana,“ segir Bubbi kátur. Hann segist vera ákaflega þakklátur fyrir viðtökurnar. „Þetta kemur gleðilega á óvart því það er ekkert fyrirséð. Það er mikið af tónleikum fram undan á Íslandi og við vitum það báðir að það er ekkert gefins í þessu,“ útskýrir Bubbi. Spurður út í nýtt efni frá þeim félögum, segist Bubbi ætla heimsækja Björgvin í Hljóðrita næstu daga. „Ég tek gítarinn með mér og er pottþéttur á að við búum til eitthvað saman og vonandi kántrí-slagara.“ Miðar á aukatónleikana sem fram fara 4. apríl eru farnir í sölu á midi.is. Enn er óráðið hvort fleiri tónleikum verði bætt við ef uppselt verður á aukatónleikana.
Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira