Stóra kokteilsósumálið: Nanna Rögnvaldar segir sósuna ekki alíslenska Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2014 15:15 vísir/anton/nanna „Við getum allavega slegið því föstu strax, sem flestir vissu nú líklega fyrir, að kokkteilsósan er ekki íslensk uppfinning og þúsund eyja sósa er ekki orðin til út frá íslenskri kokkteilsósu. Fremur er það öfugt,“ skrifar Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og rithöfundur á bloggsíðu sína. Vísar hún þar með í ummæli Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara sem á dögunum fullyrti að kokteilsósan væri alíslensk, fundin upp af Magnúsi Björnssyni á Aski. Kokteilsósunnar fyrst getið árið 1947 - Elsta uppskriftin frá 1951 Nanna lagðist því í rannsóknarvinnu og náði að brjóta málið til mergjar. Hún leitaði meðal annars í hinar ýmsu bækur, á timarit.is og á Facebook til að afla sér upplýsinga um málið. Hún fór allt aftur til ársins 1947 þegar kokteilsósunnar var fyrst getið á Hóteli höll þar sem boðið var upp á rauðsprettu með kokteilsósu. „Reyndar er óvíst hvort það var majónes-tómatsósa eða bara krydduð tómatsósa,“ skrifar Nanna sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til birtingar á færslu sinni. Elsta uppskriftin sem hún fann er frá árinu 1951 Sú sósa samanstendur af majónesi, tómatpúrru og rjóma. „Þessi uppskrift er að vísu nokkuð óljós og þrátt fyrir nafnið er spurning hvort þetta telst vera alvöru kokkteilsósa þar sem tómatmaukið virðist vera aðalhráefnið.“Nafnlaus sósa árið 1955 - Á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins Þá fann hún uppskrift frá árinu 1955 í dagblaðinu Vísi sem hún telur öruggt að sé kokteilsósa þrátt fyrir að sósan sé nafnlaus í blaðinu. „Majónes, kryddað vel með tómatsósu og 1-2 skeiðar af sérríi látnar út í,“ segir í uppskriftinni. Svipuð uppskrift var í Morgunblaðinu ári síðar. Kokteilsósa var á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins, til að mynda á Leikhúskjallaranum og Naustinu. „Hún var reyndar ekki bara á fínustu stöðunum, kommaveitingastaðurinn Miðgarður á Þórsgötu 1 bauð upp á kokkteilsósu með steikta fiskinum í janúar 1958.“ Það færir okkur til ársins 1959. Í Vikunni það árið má finna uppskrift að kokteilsósu sem svipar til þeirrar gerðar sem Nanna lærði að gera á kokkanámskeiði sextán árum seinna: HP-sósa, tómatsósa, þeyttur rjómi og sérrí. Ekki alls óþekkt „Í jólablaði Vikunnar 1964 er uppskrift að kokkteilsósu með laxi á jólaborðið: majónes, tómatsósa, ensk sósa, hvítvín, e.t.v. þeyttur rjómi. Í ársbyrjun 1965 bauð Þorvaldur í Síld og fiski upp á tilbúna sjávarrétti í kokkteilsósu í verslun sinni. Og þegar U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í heimsókn til Íslands sumarið 1966 var honum meðal annars boðið upp á ristaðan silung með kryddsmjöri og kokkteilsósu í veislu í Valhöll á Þingvöllum. Þannig að þótt kokkteilsósan hefði ekki um miðjan sjöunda áratuginn náð viðlíka útbreiðslu og síðar varð var hún að minnsta kosti langt frá því óþekkt.“mynd/nanna rögnvaldarMagnús Björnsson og Valgerður Sigurðardóttir kona hans hófu veitingarekstur í matstofunni í Vík í Keflavík árið 1957. „Samkvæmt því sem Magnús segir í viðtali og vitnað er til hér efst var það ásókn gesta í þúsund eyja sósuna sem varð til þess að kona hans fór að gera tilraunir með hana og úr varð kokkteilsósan. Hann segir ekki frá því í hverju breytingarnar fólust en samkvæmt auglýsingu frá 1996 (birt í tilefni þess að McDonalds fór að bjóða upp á kokkteilsósu) var í henni m.a. majónes, Valstómatsósa og ananassafi.“ Nanna vísar í frásögn sem hún las fyrir um tveimur áratugum síðan. „Þar var sagt að hún hefði orðið til á veitingastað Magnúsar í Keflavík og hefði upphaflega verið gerð úr blöndu af majónesi og bechamelsósu (ljósum hveitijafningi), tómatsósu, ananassafa og fleiru. Þetta kann að hljóma mjög undarlega en blanda af uppbökuðum hveitijafningi og majónesi (stundum kölluð „hálfmajónes“) var ekkert óalgeng á fyrri hluta aldarinnar og það má finna margar uppskriftir í matreiðslubókum.“ Sömu uppskrift er að finna í Mat og drykk, ,4. útgáfu 1966. „Þannig að svona kokkteilsósuuppskrift var allavega til … En hafi upprunalega sósan á Vík verið svona datt bechamelsósan fljótlega út.“Áttu þátt í að breiða út vinsældir sósunnar Veitingastaðurinn Askur opnaði árið 1966 og náði hann strax gríðarlegum vinsældum. Hjónin Magnús og Valgerður buðu upp á sósuna á veitingastað sínum og náði hún - eða svipaðar sósur - fljótt útbreiðslu. „Mér sýnist að það sé með engu móti hægt að segja að þau hjónin hafi fundið upp kokkteilsósuna en kannski einhverja ákveðna gerð hennar en af því að ég hef ekki uppskriftina sem þau notuðu veit ég það ekki fyrir víst – sé þó ekkert nýtt í því sem ég hef heyrt af nema kannski ananassafann, sem er nú eiginlega alveg horfinn aftur út. En þau áttu sjálfsagt töluverðan þátt í að breiða út vinsældir sósunnar.“ Hér fyrir neðan má finna útgáfu Nönnu af sósunni sívinsælu.mynd/nanna rögnvaldarLúxuskokteilsósa 1 eggjarauða 1/2 tsk sinnep 1 tsk sítrónusafi pipar og salt 200 ml olía 100 g sýrður rjómi (36%), má vera þeyttur rjómi 4 msk tómatsósa 1 msk sérrí 1 msk ananassafi (eða öllu heldur safi úr ananasdós) skvetta af tabascosósu Tengdar fréttir Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
„Við getum allavega slegið því föstu strax, sem flestir vissu nú líklega fyrir, að kokkteilsósan er ekki íslensk uppfinning og þúsund eyja sósa er ekki orðin til út frá íslenskri kokkteilsósu. Fremur er það öfugt,“ skrifar Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og rithöfundur á bloggsíðu sína. Vísar hún þar með í ummæli Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara sem á dögunum fullyrti að kokteilsósan væri alíslensk, fundin upp af Magnúsi Björnssyni á Aski. Kokteilsósunnar fyrst getið árið 1947 - Elsta uppskriftin frá 1951 Nanna lagðist því í rannsóknarvinnu og náði að brjóta málið til mergjar. Hún leitaði meðal annars í hinar ýmsu bækur, á timarit.is og á Facebook til að afla sér upplýsinga um málið. Hún fór allt aftur til ársins 1947 þegar kokteilsósunnar var fyrst getið á Hóteli höll þar sem boðið var upp á rauðsprettu með kokteilsósu. „Reyndar er óvíst hvort það var majónes-tómatsósa eða bara krydduð tómatsósa,“ skrifar Nanna sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til birtingar á færslu sinni. Elsta uppskriftin sem hún fann er frá árinu 1951 Sú sósa samanstendur af majónesi, tómatpúrru og rjóma. „Þessi uppskrift er að vísu nokkuð óljós og þrátt fyrir nafnið er spurning hvort þetta telst vera alvöru kokkteilsósa þar sem tómatmaukið virðist vera aðalhráefnið.“Nafnlaus sósa árið 1955 - Á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins Þá fann hún uppskrift frá árinu 1955 í dagblaðinu Vísi sem hún telur öruggt að sé kokteilsósa þrátt fyrir að sósan sé nafnlaus í blaðinu. „Majónes, kryddað vel með tómatsósu og 1-2 skeiðar af sérríi látnar út í,“ segir í uppskriftinni. Svipuð uppskrift var í Morgunblaðinu ári síðar. Kokteilsósa var á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins, til að mynda á Leikhúskjallaranum og Naustinu. „Hún var reyndar ekki bara á fínustu stöðunum, kommaveitingastaðurinn Miðgarður á Þórsgötu 1 bauð upp á kokkteilsósu með steikta fiskinum í janúar 1958.“ Það færir okkur til ársins 1959. Í Vikunni það árið má finna uppskrift að kokteilsósu sem svipar til þeirrar gerðar sem Nanna lærði að gera á kokkanámskeiði sextán árum seinna: HP-sósa, tómatsósa, þeyttur rjómi og sérrí. Ekki alls óþekkt „Í jólablaði Vikunnar 1964 er uppskrift að kokkteilsósu með laxi á jólaborðið: majónes, tómatsósa, ensk sósa, hvítvín, e.t.v. þeyttur rjómi. Í ársbyrjun 1965 bauð Þorvaldur í Síld og fiski upp á tilbúna sjávarrétti í kokkteilsósu í verslun sinni. Og þegar U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í heimsókn til Íslands sumarið 1966 var honum meðal annars boðið upp á ristaðan silung með kryddsmjöri og kokkteilsósu í veislu í Valhöll á Þingvöllum. Þannig að þótt kokkteilsósan hefði ekki um miðjan sjöunda áratuginn náð viðlíka útbreiðslu og síðar varð var hún að minnsta kosti langt frá því óþekkt.“mynd/nanna rögnvaldarMagnús Björnsson og Valgerður Sigurðardóttir kona hans hófu veitingarekstur í matstofunni í Vík í Keflavík árið 1957. „Samkvæmt því sem Magnús segir í viðtali og vitnað er til hér efst var það ásókn gesta í þúsund eyja sósuna sem varð til þess að kona hans fór að gera tilraunir með hana og úr varð kokkteilsósan. Hann segir ekki frá því í hverju breytingarnar fólust en samkvæmt auglýsingu frá 1996 (birt í tilefni þess að McDonalds fór að bjóða upp á kokkteilsósu) var í henni m.a. majónes, Valstómatsósa og ananassafi.“ Nanna vísar í frásögn sem hún las fyrir um tveimur áratugum síðan. „Þar var sagt að hún hefði orðið til á veitingastað Magnúsar í Keflavík og hefði upphaflega verið gerð úr blöndu af majónesi og bechamelsósu (ljósum hveitijafningi), tómatsósu, ananassafa og fleiru. Þetta kann að hljóma mjög undarlega en blanda af uppbökuðum hveitijafningi og majónesi (stundum kölluð „hálfmajónes“) var ekkert óalgeng á fyrri hluta aldarinnar og það má finna margar uppskriftir í matreiðslubókum.“ Sömu uppskrift er að finna í Mat og drykk, ,4. útgáfu 1966. „Þannig að svona kokkteilsósuuppskrift var allavega til … En hafi upprunalega sósan á Vík verið svona datt bechamelsósan fljótlega út.“Áttu þátt í að breiða út vinsældir sósunnar Veitingastaðurinn Askur opnaði árið 1966 og náði hann strax gríðarlegum vinsældum. Hjónin Magnús og Valgerður buðu upp á sósuna á veitingastað sínum og náði hún - eða svipaðar sósur - fljótt útbreiðslu. „Mér sýnist að það sé með engu móti hægt að segja að þau hjónin hafi fundið upp kokkteilsósuna en kannski einhverja ákveðna gerð hennar en af því að ég hef ekki uppskriftina sem þau notuðu veit ég það ekki fyrir víst – sé þó ekkert nýtt í því sem ég hef heyrt af nema kannski ananassafann, sem er nú eiginlega alveg horfinn aftur út. En þau áttu sjálfsagt töluverðan þátt í að breiða út vinsældir sósunnar.“ Hér fyrir neðan má finna útgáfu Nönnu af sósunni sívinsælu.mynd/nanna rögnvaldarLúxuskokteilsósa 1 eggjarauða 1/2 tsk sinnep 1 tsk sítrónusafi pipar og salt 200 ml olía 100 g sýrður rjómi (36%), má vera þeyttur rjómi 4 msk tómatsósa 1 msk sérrí 1 msk ananassafi (eða öllu heldur safi úr ananasdós) skvetta af tabascosósu
Tengdar fréttir Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56