Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2014 10:04 Vísir/AFP Þingsályktunartillaga sem lögð var fram á Alþingi fyrir mánaðarmótin fjallar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Tillagan er lögð fram af þingmönnum allra þingflokka, nema Vinstri grænna, og hana má sjá hér á vef Alþingis. Tillagan hefur áður verið flutt á löggjafarþingum en hlaut ekki efnislega umræðu. „Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið og er því klukkutíma of fljót miðað við legu landsins sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi. Sól er því hæst á lofti vestast á landinu, til dæmis í Reykjavík, kl. 13.30 og austast, t.d. á Egilsstöðum, hálftíma fyrr, en væri þar á hádegi ef landið tilheyrði réttu tímabelti,“ segir í greinargerð tillögunnar. Þá segir að sumartími gefi okkur bjartari kvöld á sumrin, en fórnarkostnaðurinn sé sá að á veturna styttist birtutíminn á morgnana um rúmar sex vikur. „Vegna þessarar tímaskekkju á Íslandi kannast líklega flestir Íslendingar við þá nöpru tilfinningu að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins. Í raun er enn nótt á Íslandi, miðað við gang sólar, þegar Íslendingar fara til vinnu klukkan átta eða hálfníu miðað við núverandi klukku.“ Verði klukkunni hins vegar seinkað um eina klukkustund verða morgnarnir bjartir langt fram í nóvember samkvæmt tillögunni. Af þessu tilefni finnst Vísi kjörið að rifja upp fimm ára gamalt myndband sem íslenskur maður sendi frænda sínum í Ástralíu þegar verið var að kjósa um sama mál þar í landi. Myndbandið hefur verið vinsælt á síðunni Reddit síðustu daga þar sem það hefur vakið mikla lukku. Í myndbandinu segir Óskar að hann myndi rífa klukkutíma úr höndum Ástrala, ef hann hefði tækifæri til þess. „Á hverjum degi fæ ég þrjá tíma af sólarbirtu. Þrjá tíma og þú ert að rífast yfir einum klukkutíma,“ segir Óskar. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Þingsályktunartillaga sem lögð var fram á Alþingi fyrir mánaðarmótin fjallar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Tillagan er lögð fram af þingmönnum allra þingflokka, nema Vinstri grænna, og hana má sjá hér á vef Alþingis. Tillagan hefur áður verið flutt á löggjafarþingum en hlaut ekki efnislega umræðu. „Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið og er því klukkutíma of fljót miðað við legu landsins sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi. Sól er því hæst á lofti vestast á landinu, til dæmis í Reykjavík, kl. 13.30 og austast, t.d. á Egilsstöðum, hálftíma fyrr, en væri þar á hádegi ef landið tilheyrði réttu tímabelti,“ segir í greinargerð tillögunnar. Þá segir að sumartími gefi okkur bjartari kvöld á sumrin, en fórnarkostnaðurinn sé sá að á veturna styttist birtutíminn á morgnana um rúmar sex vikur. „Vegna þessarar tímaskekkju á Íslandi kannast líklega flestir Íslendingar við þá nöpru tilfinningu að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins. Í raun er enn nótt á Íslandi, miðað við gang sólar, þegar Íslendingar fara til vinnu klukkan átta eða hálfníu miðað við núverandi klukku.“ Verði klukkunni hins vegar seinkað um eina klukkustund verða morgnarnir bjartir langt fram í nóvember samkvæmt tillögunni. Af þessu tilefni finnst Vísi kjörið að rifja upp fimm ára gamalt myndband sem íslenskur maður sendi frænda sínum í Ástralíu þegar verið var að kjósa um sama mál þar í landi. Myndbandið hefur verið vinsælt á síðunni Reddit síðustu daga þar sem það hefur vakið mikla lukku. Í myndbandinu segir Óskar að hann myndi rífa klukkutíma úr höndum Ástrala, ef hann hefði tækifæri til þess. „Á hverjum degi fæ ég þrjá tíma af sólarbirtu. Þrjá tíma og þú ert að rífast yfir einum klukkutíma,“ segir Óskar.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira