Handbolti

Alexander klár í slaginn

Anton ingi Leifsson skrifar
Alexander er klár í slaginn.
Alexander er klár í slaginn. Vísir/
Alexander Petersson hefur jafnað sig af veikindum sem hafa hrjáð hann undanfarna daga og verður klár í slaginn í dag þegar íslenska landsliðið mætir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta.

Einar Þorvarðarson, formaður HSÍ, staðfesti í samtali við Guðjón Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar að allir leikmenn liðsins væru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga í dag.

Sautján leikmenn ferðuðust til Svartfjallalands, en Ernir Hrafn Arnarsson var tekinn með. Hann átti upphaflega ekki að fara með, en óvíst var með hvort Alexander gæti spilað. Nú er hins vegar orðið ljóst að Alexander er klár í slaginn.

Lið Svartfellinga er erfitt heim að sækja, en leikurinn í dag hefst klukkan 17:00 og verður lýst á Boltavaktinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×