Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fylkir 1-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardal skrifar 19. maí 2014 16:40 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/valli Fylkir lagði Víking 2-1 á gervigrasinu í Laugardal í fjórðu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Víkingur byrjaði betur en eftir að Fylkir komst inn í leikinn náði liðið forystunni úr sínu fyrsta færi. Liðin fengu ekki mörg færi í fyrri hálfleik og fátt um fína drætti. Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá Víkingi í hálfleik og hressti mjög upp á leik liðsins. Hann var arkitektinn þegar Pape Mamadou Faye jafnaði metin á 59. mínútu. Það tók Fylki aðeins tvær mínútur að komast yfir á ný eftir skelfileg mistök Ómars Friðrikssonar í vörn Víkings. Þessi mistök skildu á milli í lokin því þrátt fyrir fjölda færa tókst Víkingi ekki að jafna metin. Fylkir fékk líka færi til að bæta við mörkum en meira var ekki skorað. Fylkir hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa verið án stiga eftir tvo fyrstu leikina og allt annað að sjá til liðsins. Fylkir lék ekki sinn besta leik en liðið barðist fyrir stigunum þremur. Víkingur átti skilið að fá eitthvað út úr leiknum en klaufaleg mistök urðu liðinu að falli í kvöld. Kristján: Stundum eru stigin ekkert sérstaklega fallegvísir/valli„Þetta var sannkallaður vinnusigur, þetta var Óla Þórðar sigur enda hefur hann verið með okkur áður,“ sagði Kristján Valdimarsson miðvörður Fylkis eftir leik með kælipoka á hægra hnénu. „Þetta var slagur og við náðum að klára þetta og ég er virkilega stoltur af strákunum. Ekki var þetta fallegt en stundum eru stigin ekkert sérstaklega falleg en þau telja jafn mikið. „Tveir sigrar í röð á útivelli, nú er að njóta þess og fara í næsta verkefni á fimmtudaginn,“ sagði Kristján en Fylkir er búinn að leika alla fjóra leiki sína til þessa á útivelli og næstu tveir eru líka úti áður en liðið fær heimaleik. „Svo fáum við tuttugu heimaleiki í röð og vonandi komumst við á eitthvað skrið. Þetta raðast bara svona upp. „Ég er að koma af stað eftir langa fjarveru og ég þurfti að hvíla,“ sagði Kristján þegar viðtalið barst að kælipokanum á hnénu. „Hnéið bólgnar upp á svona undirlagi og ég þarf að hvíla. Hot jóga hefur hjálpað mér mikið og það kom mér inn á völlinn,“ sagði Kristján léttur í bragði. Ólafur: Stigin eru farin upp í Árbævísir/valli„Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Við vorum betra liðið í þessum leik, svo einfalt er það. „Við nýttum ekki færin og gefum þessi mörk sjálfir. Það er skelfilegt,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa verið búinn að ákveða að taka Ómar af velli áður en hann gaf sigurmarkið. „Það var ákveðið en þegar við jöfnuðum metin þá hinkruðum við aðeins of lengi. „Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá er ég ekkert smeykur. „Það er ekki nóg að einn maður sé að gera eitthvað, það þurfa fleiri leikmenn að taka til hendinni,“ sagði Ólafur um góða innkomu Arons Elísar í hálfleik. „Ég hefði viljað vera með meira en fjögur stig eftir fjóra leiki en svona er þetta. Við höldum áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Fylkir lagði Víking 2-1 á gervigrasinu í Laugardal í fjórðu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Víkingur byrjaði betur en eftir að Fylkir komst inn í leikinn náði liðið forystunni úr sínu fyrsta færi. Liðin fengu ekki mörg færi í fyrri hálfleik og fátt um fína drætti. Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá Víkingi í hálfleik og hressti mjög upp á leik liðsins. Hann var arkitektinn þegar Pape Mamadou Faye jafnaði metin á 59. mínútu. Það tók Fylki aðeins tvær mínútur að komast yfir á ný eftir skelfileg mistök Ómars Friðrikssonar í vörn Víkings. Þessi mistök skildu á milli í lokin því þrátt fyrir fjölda færa tókst Víkingi ekki að jafna metin. Fylkir fékk líka færi til að bæta við mörkum en meira var ekki skorað. Fylkir hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa verið án stiga eftir tvo fyrstu leikina og allt annað að sjá til liðsins. Fylkir lék ekki sinn besta leik en liðið barðist fyrir stigunum þremur. Víkingur átti skilið að fá eitthvað út úr leiknum en klaufaleg mistök urðu liðinu að falli í kvöld. Kristján: Stundum eru stigin ekkert sérstaklega fallegvísir/valli„Þetta var sannkallaður vinnusigur, þetta var Óla Þórðar sigur enda hefur hann verið með okkur áður,“ sagði Kristján Valdimarsson miðvörður Fylkis eftir leik með kælipoka á hægra hnénu. „Þetta var slagur og við náðum að klára þetta og ég er virkilega stoltur af strákunum. Ekki var þetta fallegt en stundum eru stigin ekkert sérstaklega falleg en þau telja jafn mikið. „Tveir sigrar í röð á útivelli, nú er að njóta þess og fara í næsta verkefni á fimmtudaginn,“ sagði Kristján en Fylkir er búinn að leika alla fjóra leiki sína til þessa á útivelli og næstu tveir eru líka úti áður en liðið fær heimaleik. „Svo fáum við tuttugu heimaleiki í röð og vonandi komumst við á eitthvað skrið. Þetta raðast bara svona upp. „Ég er að koma af stað eftir langa fjarveru og ég þurfti að hvíla,“ sagði Kristján þegar viðtalið barst að kælipokanum á hnénu. „Hnéið bólgnar upp á svona undirlagi og ég þarf að hvíla. Hot jóga hefur hjálpað mér mikið og það kom mér inn á völlinn,“ sagði Kristján léttur í bragði. Ólafur: Stigin eru farin upp í Árbævísir/valli„Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Við vorum betra liðið í þessum leik, svo einfalt er það. „Við nýttum ekki færin og gefum þessi mörk sjálfir. Það er skelfilegt,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa verið búinn að ákveða að taka Ómar af velli áður en hann gaf sigurmarkið. „Það var ákveðið en þegar við jöfnuðum metin þá hinkruðum við aðeins of lengi. „Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá er ég ekkert smeykur. „Það er ekki nóg að einn maður sé að gera eitthvað, það þurfa fleiri leikmenn að taka til hendinni,“ sagði Ólafur um góða innkomu Arons Elísar í hálfleik. „Ég hefði viljað vera með meira en fjögur stig eftir fjóra leiki en svona er þetta. Við höldum áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira