Tónlist

Það kostar 28 milljónir að fá OMAM til að spila í garðveislunni hjá þér

Hljómsveitin Of Monsters and Men er á listanum.
Hljómsveitin Of Monsters and Men er á listanum. Vísir/Getty
Vefsíðan Priceonomics birti fyrir skömmu lista sem sýnir í grófum dráttum, hversu dýrar margar af þekktustu hljómsveitum heimsins eru. Hljómsveitin Of Monsters and Men er á listanum og kostar samkvæmt listanum, allt upp í 250 þúsund dollara eða um 28 milljónir íslenskra króna.

Bókunarfyrirtækið Degy Entertainment gáfu aðstandendum síðunnar upp þessar tölur en þær eru þó birtar með nokkrum fyrirvörum og því ekki alveg hundrað prósent áreiðanlegar.

Ekki náðist í umboðsmann Of Monsters and Men til þess að fá staðfestingu á tölunum.

Þekkt nöfn eru á listanum en samkvæmt honum kostar Bruno Mars allt upp í 45 milljónir króna, David Guetta allt upp í 28 milljónir króna en þá kostar Justin Timberlake yfir hundrað milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×