„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 16:54 Sérstök umræða var á Alþingi í dag um stefnumótun ríkisins í vímuefnamálum en þá tók Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður Pírata, til máls. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. Helgi gagnrýndi þá stefnu stjórnvalda sem hefur verið varðandi vímuefnamal á Íslandi í ræðu sinni. „Það ríkir almennt lítill skilningur í samfélaginu á andlega kvillum. Það eru ekki bara fordómar, heldur afleiðing þess að við teljum okkur hafa stjórn á eigin hugsunum, eigin lögnunum og eigin gjörðum. Heilinn er aftur á móti líffæri sem getur bilað eins og önnur líffæri,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni á Alþingi í dag.Helgi talaði um að stundum missum við stjórnina til að taka eigin ákvarðanir. Fíkn væri hvorki spurning um viðhorf né hlýðni heldur spurning um heilbrigði. „Þótt það liggi vel við að einfaldlega banna neyslu fíkniefna þá verður að benda á tvennt. Í fyrsta lagi gefur það vísbendingu um að samfélagið sé haldið sömu ranghugmynd og fíkillinn sjálfur, að hann geti hætt hvenær sem hann vill. Það þarf meira en bara viljastyrk, það þarf hjálp. Ekki refsingu, heldur hjálp.“ Helgi sagði að dópstríðið væri nú orðið um fertugt og hafi kostað gríðarlega fjármuni og samfélagslegar fórnir sem litlu hafa skilað til að ná upprunalega markmiðinu. „Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða. Refsingar þvælast bara fyrir. Við þurfum að hætta að refsa fólki fyrir fíkniefnaneyslu. Refsistefnan hefur skapað trúnaðarbrest milli fíkla og samfélagsins. Refsistefnan býr til fleiri vandamál heldur en hún leysir.“ Því næst tók til máls Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Spurt er um hvort refsistefnan sé að virka og eina raunhæfa svarið sem ég hef er að árið 1997 samþykkti ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Í ljósi slíkrar stefnumörkunnar og þeirra tækja sem nýtt hafa verið til að ná henni fram er í mínum huga algjörlega augljóst að við verðum að ræða allar mögulegar nálganir að því að vinna betur bug að þeirri ógn sem steðjar að íslensku samfélagi vegna vímuefnanotkunar og það þarf að taka þá umræðu opinskátt, heiðarlega og fordæmalaust." Kristján sagði að okkur bæri einfaldlega að ræða allar mögulegar leiðir hvort sem það væri lögleiðing fíkniefna, afglæpavæðing fíkniefna eða herta löggjöf.Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, talaði um á Alþingi í dag að það væri sannarlega kominn tími til að Íslendingar myndi hverfa frá refsistefnunni. „Við Píratar ætlum að leggja fram stefnu í fyrramálið um þessi málefni þar sem þau eru skoðuð á heildrænan hátt. Við verðum að finna heildrænda stefnu varðandi málefni þeirra sem eiga við vandamál að stríða sem fellur undir fíkn.“ Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Sérstök umræða var á Alþingi í dag um stefnumótun ríkisins í vímuefnamálum en þá tók Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður Pírata, til máls. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. Helgi gagnrýndi þá stefnu stjórnvalda sem hefur verið varðandi vímuefnamal á Íslandi í ræðu sinni. „Það ríkir almennt lítill skilningur í samfélaginu á andlega kvillum. Það eru ekki bara fordómar, heldur afleiðing þess að við teljum okkur hafa stjórn á eigin hugsunum, eigin lögnunum og eigin gjörðum. Heilinn er aftur á móti líffæri sem getur bilað eins og önnur líffæri,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni á Alþingi í dag.Helgi talaði um að stundum missum við stjórnina til að taka eigin ákvarðanir. Fíkn væri hvorki spurning um viðhorf né hlýðni heldur spurning um heilbrigði. „Þótt það liggi vel við að einfaldlega banna neyslu fíkniefna þá verður að benda á tvennt. Í fyrsta lagi gefur það vísbendingu um að samfélagið sé haldið sömu ranghugmynd og fíkillinn sjálfur, að hann geti hætt hvenær sem hann vill. Það þarf meira en bara viljastyrk, það þarf hjálp. Ekki refsingu, heldur hjálp.“ Helgi sagði að dópstríðið væri nú orðið um fertugt og hafi kostað gríðarlega fjármuni og samfélagslegar fórnir sem litlu hafa skilað til að ná upprunalega markmiðinu. „Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða. Refsingar þvælast bara fyrir. Við þurfum að hætta að refsa fólki fyrir fíkniefnaneyslu. Refsistefnan hefur skapað trúnaðarbrest milli fíkla og samfélagsins. Refsistefnan býr til fleiri vandamál heldur en hún leysir.“ Því næst tók til máls Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Spurt er um hvort refsistefnan sé að virka og eina raunhæfa svarið sem ég hef er að árið 1997 samþykkti ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Í ljósi slíkrar stefnumörkunnar og þeirra tækja sem nýtt hafa verið til að ná henni fram er í mínum huga algjörlega augljóst að við verðum að ræða allar mögulegar nálganir að því að vinna betur bug að þeirri ógn sem steðjar að íslensku samfélagi vegna vímuefnanotkunar og það þarf að taka þá umræðu opinskátt, heiðarlega og fordæmalaust." Kristján sagði að okkur bæri einfaldlega að ræða allar mögulegar leiðir hvort sem það væri lögleiðing fíkniefna, afglæpavæðing fíkniefna eða herta löggjöf.Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, talaði um á Alþingi í dag að það væri sannarlega kominn tími til að Íslendingar myndi hverfa frá refsistefnunni. „Við Píratar ætlum að leggja fram stefnu í fyrramálið um þessi málefni þar sem þau eru skoðuð á heildrænan hátt. Við verðum að finna heildrænda stefnu varðandi málefni þeirra sem eiga við vandamál að stríða sem fellur undir fíkn.“
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira