Afstaða utanríkisráðherra veldur miklum vonbrigðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2014 13:22 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rangt hjá utanríkisráðherra að um ekkert sé að semja við Evrópusambandið. Skynsamlegast sé að ljúka aðildarviðræðum og leggja samning í þjóðaratkvæði. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir furðulegt að utanríkisráðherra lýsi því yfir að væntanleg skýrsla aðila vinnumarkaðrins um Evrópusambandið verði ómarktæk. Afstaða ráðherra valdi miklum vonbrigðum. Skynsamlegast sé að leiða evrópumálin til lykta með samningi og rangt að ekki sé um neitt að semja.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann gæti ekki séð að sú skýrsla sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta Alþjóðastofnun Háskólans gera um stöðu evrópumál, hafi nokkur áhrif á það sem stjórnvöld væru að gera. Enda væri sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þessi ummæli furðuleg. „Í fyrsta lagi er alveg ljóst að það er engin einsleit afstaða til aðildar að Evróðusambandinu innan Samtaka atvinnulífsins. Það eru skiptar skoðanir þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu,“ segir Þorsteinn. Markmiðið með gerð skýrslunnar sé fyrst og fremst að fá greinargóða úttekt á stöðu viðræðnanna og stjórnvöldum hafi verið boðið samstarf í þeim efnum sem þau hafi hafnað. Meta þurfi hver möguleg niðurstaða viðræðna gæti orðið og hvaða möguleikar aðrir kunni að vera í stöðunni. „En það er af og frá að frá okkar hendi sé einhvers konar pöntuð niðurstaða og lýsir kannski frekar viðhorfi ráðherra til slíkra skýrslna en okkar,“ segir framkvæmdastjórinn.En hvað segir það um samskipti aðila vinnumarkaðrins við stjórnvöld ef þau eru búin að ákveða fyrirfram að ykkar innlegg í þessa umræðu sé ekki þess virði að hlusta á það? „Það veldur miklum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt,“ segir Þorsteinn. Samtök atvinnulífsins hafi þá stefnu að skynsamlegast sé að leiða málið til lykta með samningi sem síðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé ekkert í skýrslu Hagfræðistofnunar sem breyti þeirri afstöðu. Það sé skynsamlegast til að fá niðurstöðu í málið. Það sé rangt hjá utanríkisráðherra að það sé ekki um neitt að semja. „Eins og alltaf hefur legið fyrir í aðildarviðræðum sem þessum þá eru þrír möguleikar uppi. Það er að laga sig að regluverki Evrópusambandsins, að fá tímabundna undanþágu frá slíku regluverki og svo aftur að semja einhverjar nýjar reglur sem snúa þá sérstaklega að ríkum hagsmunum nýs aðildarríkis. Fyrir því eru fjölmörg fordæmi og kemur fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar),“ segir Þorsteinn. Engin rök séu fyrir því að slíta viðræðum nú og að minnsta kosti sjálfsagt að bíða skýrslu aðila vinnumarkaðrins sem væntanleg sé í apríl. „Það er ekkert í þessu máli sem hastar svo að ekki sé hægt að bíða eftir henni líka. Ég held að það sé mikilvægt að vandað sé til umræðunnar um framhaldið og ég treysti því að stjórnvöld vilji hafa gott samstarf við atvinnulífið um næstu skref í þessu mikilvæga máli,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir furðulegt að utanríkisráðherra lýsi því yfir að væntanleg skýrsla aðila vinnumarkaðrins um Evrópusambandið verði ómarktæk. Afstaða ráðherra valdi miklum vonbrigðum. Skynsamlegast sé að leiða evrópumálin til lykta með samningi og rangt að ekki sé um neitt að semja.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann gæti ekki séð að sú skýrsla sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta Alþjóðastofnun Háskólans gera um stöðu evrópumál, hafi nokkur áhrif á það sem stjórnvöld væru að gera. Enda væri sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þessi ummæli furðuleg. „Í fyrsta lagi er alveg ljóst að það er engin einsleit afstaða til aðildar að Evróðusambandinu innan Samtaka atvinnulífsins. Það eru skiptar skoðanir þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu,“ segir Þorsteinn. Markmiðið með gerð skýrslunnar sé fyrst og fremst að fá greinargóða úttekt á stöðu viðræðnanna og stjórnvöldum hafi verið boðið samstarf í þeim efnum sem þau hafi hafnað. Meta þurfi hver möguleg niðurstaða viðræðna gæti orðið og hvaða möguleikar aðrir kunni að vera í stöðunni. „En það er af og frá að frá okkar hendi sé einhvers konar pöntuð niðurstaða og lýsir kannski frekar viðhorfi ráðherra til slíkra skýrslna en okkar,“ segir framkvæmdastjórinn.En hvað segir það um samskipti aðila vinnumarkaðrins við stjórnvöld ef þau eru búin að ákveða fyrirfram að ykkar innlegg í þessa umræðu sé ekki þess virði að hlusta á það? „Það veldur miklum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt,“ segir Þorsteinn. Samtök atvinnulífsins hafi þá stefnu að skynsamlegast sé að leiða málið til lykta með samningi sem síðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé ekkert í skýrslu Hagfræðistofnunar sem breyti þeirri afstöðu. Það sé skynsamlegast til að fá niðurstöðu í málið. Það sé rangt hjá utanríkisráðherra að það sé ekki um neitt að semja. „Eins og alltaf hefur legið fyrir í aðildarviðræðum sem þessum þá eru þrír möguleikar uppi. Það er að laga sig að regluverki Evrópusambandsins, að fá tímabundna undanþágu frá slíku regluverki og svo aftur að semja einhverjar nýjar reglur sem snúa þá sérstaklega að ríkum hagsmunum nýs aðildarríkis. Fyrir því eru fjölmörg fordæmi og kemur fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar),“ segir Þorsteinn. Engin rök séu fyrir því að slíta viðræðum nú og að minnsta kosti sjálfsagt að bíða skýrslu aðila vinnumarkaðrins sem væntanleg sé í apríl. „Það er ekkert í þessu máli sem hastar svo að ekki sé hægt að bíða eftir henni líka. Ég held að það sé mikilvægt að vandað sé til umræðunnar um framhaldið og ég treysti því að stjórnvöld vilji hafa gott samstarf við atvinnulífið um næstu skref í þessu mikilvæga máli,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira