Gífurlegt svifryk yfir borginni Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2014 11:34 Mikið ryk var að sjá á Reykjavíkurtjörn í gær. Vísir/Daníel Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist. Á skala heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar eru léleg loftgæði þegar yfir hundrað míkrógrömm mælast í rúmmetra. Einstaklingar með ofnæmi og/eða harta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og þá sérstaklega í nánd við miklar umferðargötur. „Það er mikið ryk í umhverfinu,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Það er mjög þurrt og búið að sanda gangstéttir og salta götur mikið undanfarið. Allt þetta ryk er líka að fjúka úr umferðareyjunum.“ „Í gær litu tölurnar vel út, en í gærkvöldi byrjaði að vindurinn að blása. Þá ruku tækin upp við Grensásveg. Veðrið skiptir ótrúlega miklu máli.“ Mögulegt er að skoða línurit og frekari upplýsingar yfir svifryksmælingar hér. Ekki er von á vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nótt.Nú fyrir skömmu mældust 488 míkrógrömm af svifryki í rúmmetra á Grensás.Mynd/Skjáskot af síðu heilbrigðiseftirlitsins Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, segir að ákveðið hafi verið að bíða með götusópun vegna mögulegrar úrkomu. „Við erum að skoða málið og metum aðstæður út frá veðri næstu daga. Við vinnum í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið. Ef við verðum kölluð til og rykið orðið of mikið munum við bregðast við,“ segir Guðjóna. „Spáin er þannig núna, að mögulega er von á úrkomu og jafnvel snjókomu. Á meðan munum við halda að okkur höndum. Það er mikill sandur á götum og gangstígum eftir alla hálkuna, en við viljum ekki fara út í það að sópa nema útlit sé fyrir að það verði þurrt.“Vísir/DaníelUPPFÆRT 12:38 Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að styrkur svifryks (PM10) verði líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn, 19. febrúar.Töluverður vindur er í Reykjavík ídag, götur þurrar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru litlar líkur á úrkomu fyrr en í nótt. Klukkan 11:30 í morgun var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 488 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Næstu daga er búist við að einhverri vætu en miklum vindi sem getur þyrlað upp ryki af þurri jörðu og valdið rykmengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast miklar umferðargötur.Hægt er að fylgjast með styrk svifryks áwww.reykjavik.is/loftgaedien þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Önnur loftgæðafarstöðva Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsett við leikskólann Hólaborg við Suðurhóla. Veður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist. Á skala heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar eru léleg loftgæði þegar yfir hundrað míkrógrömm mælast í rúmmetra. Einstaklingar með ofnæmi og/eða harta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og þá sérstaklega í nánd við miklar umferðargötur. „Það er mikið ryk í umhverfinu,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Það er mjög þurrt og búið að sanda gangstéttir og salta götur mikið undanfarið. Allt þetta ryk er líka að fjúka úr umferðareyjunum.“ „Í gær litu tölurnar vel út, en í gærkvöldi byrjaði að vindurinn að blása. Þá ruku tækin upp við Grensásveg. Veðrið skiptir ótrúlega miklu máli.“ Mögulegt er að skoða línurit og frekari upplýsingar yfir svifryksmælingar hér. Ekki er von á vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nótt.Nú fyrir skömmu mældust 488 míkrógrömm af svifryki í rúmmetra á Grensás.Mynd/Skjáskot af síðu heilbrigðiseftirlitsins Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, segir að ákveðið hafi verið að bíða með götusópun vegna mögulegrar úrkomu. „Við erum að skoða málið og metum aðstæður út frá veðri næstu daga. Við vinnum í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið. Ef við verðum kölluð til og rykið orðið of mikið munum við bregðast við,“ segir Guðjóna. „Spáin er þannig núna, að mögulega er von á úrkomu og jafnvel snjókomu. Á meðan munum við halda að okkur höndum. Það er mikill sandur á götum og gangstígum eftir alla hálkuna, en við viljum ekki fara út í það að sópa nema útlit sé fyrir að það verði þurrt.“Vísir/DaníelUPPFÆRT 12:38 Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að styrkur svifryks (PM10) verði líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn, 19. febrúar.Töluverður vindur er í Reykjavík ídag, götur þurrar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru litlar líkur á úrkomu fyrr en í nótt. Klukkan 11:30 í morgun var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 488 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Næstu daga er búist við að einhverri vætu en miklum vindi sem getur þyrlað upp ryki af þurri jörðu og valdið rykmengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast miklar umferðargötur.Hægt er að fylgjast með styrk svifryks áwww.reykjavik.is/loftgaedien þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Önnur loftgæðafarstöðva Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsett við leikskólann Hólaborg við Suðurhóla.
Veður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira