Innlent

Efast um að meirihluti þingmanna styðji málið

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Oddviti Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavík efast um að meirihluti þingmanna styðji frumvarp þessa efnis að færa skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar undir innanríkisráðherra og Alþingi. Þá segir hann kveðið á um sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga í stjórnarskránni.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, leggur áherslu á að hann telji mjög mikilvægt að Reykjavíkurflugvöllur sé í borginni. Hann segist hins vegar algjörlega vera á móti frumvarpi þingmanna Framsóknarflokksins sem felur í sér að færa skipulagsmál flugvallarins frá borginni. „ Þetta frumvarp um að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg, ég er algjörlega á móti því,“ segir Halldór.

Þá efast hann um að meirihluti þingmanna styðji frumvarpið og bendir á að kveðið sé um sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga í stjórnarskránni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×