Utan vallar: Migið upp í vindinn Guðjón Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2014 06:30 Úr leik Íslands og Ísraels á dögunum. vísir/andri marinó Eftir tap íslenska landsliðsins fyrir Svartfellingum í undankeppni Evrópumótsins hafa menn velt því fyrir sér hvort HSÍ og þeir sem stjórna íslenska landsliðinu hafi sofnað á verðinum. Meðalaldur liðsins hefur hækkað og endurnýjun liðsins sé lítil sem engin. Er þetta rétt? Nei. Þegar grannt er skoðað eru þetta rangar fullyrðingar og í raun hafa menn verið míga upp í vindinn. Frá árinu 2010 hafa nýir leikmenn fengið tækifæri með landsliðinu. Ekki bara í æfingaleikjum heldur á stórmótum. Hvaða leikmenn spyrja menn? Leikmenn fæddir 1987 til 1990 hafa verið fyrirferðarmiklir. Leikmenn úr 20 ára landsliðum okkar Íslendinga. Menn eins og Rúnar Kárason, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Bjarki Már Gunnarsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Ólafur Gústafsson, Ólafur Guðmundsson, Oddur Grétarsson, Aron Pálmarsson, Sveinbjörn Pétursson, Árni Steinn Steinþórsson, Arnór Þór Gunnarsson og Gunnar Steinn Jónsson. Tólf þessara leikmanna hafa fengið dýrmæta reynslu á stórmótum. Hafa þeir fengið tækifæri? Já. Hefur þeim verið treyst fyrir stórum hlutverkum? Já. Hafa þeir staðið sig vel? Já, sumir hverjir. Hafa þeir verið heilir heilsu? Þar er aftur á móti svarið nei. Fjórir þessara leikmanna hefðu án nokkurs vafa verið valdir í verkefnin gegn Ísrael og Svartfellingum. En því miður voru þeir meiddir. Þeirra á meðal einn af fimm bestu handboltamönnum heims um þessar mundir – Aron Pálmarsson. Með hann innanborðs hefðu leikirnir gegn Bosníu og Svartfjallalandi ekki tapast. Það fullyrði ég. Að viðbættum Ólafi Bjarka og Rúnari Kárasyni hefðum við verið enn betur settir. Ólafur Gústafsson hefði einnig hjálpað varnarlega væri hann heill. Síðastliðinn áratug hefur íslenska landsliðið verið skipað afburðaleikmönnum. Leikmönnum í heimsklassa. Ekki einum heldur sex til sjö og aukinheldur var einn besti leikmaður sögunnar með þessum hópi. Þar erum við að sjálfsögðu að tala um Ólaf Stefánsson. Eru leikmenn af sama gæðaflokki að taka við? Nei. Þessi kynslóð var í raun einstök. Því miður hafa meiðsli komið í veg fyrir að núverandi landsliðsþjálfari hafi getað teflt fram sínu sterkasta liði. Það hefur hann ekki getað gert síðan hann tók við. Það er rétt að lykilmenn íslenska liðsins eru margir hverjir að eldast. Það er hins vegar rangt að ekki hafi verið reynt að finna leikmenn sem fyllt geta í skörðin. Þeir hafa fengið tækifæri. Fengið leiki. Fengið ábyrgð. Fengið traust. Vandamálið er hins vegar að þeir eru ekki í sama gæðaflokki og þeir leikmenn sem eru að ljúka sínum ferli með íslenska landsliðinu innan tíðar. Þar liggur hundurinn grafinn. Á sínum tíma gátum við vart án Ólafs Stefánssonar verið. Í dag getum við vart án Arons Pálmarsonar verið. Þrátt fyrir tap í Svartfjallandi er draumurinn um sæti á EM í Póllandi ekki úr sögunni. Með okkar sterkasta lið förum við þangað. En kvarnist úr hópnum, eins og gerðist á dögunum, og gegn Bosníu og Svartfjallalandi, verðum við í vandræðum. Við þurfum alla okkar bestu menn heila heilsu. Hinir sem bíða við þröskuldinn eru því miður eins og staðan er ekki nógu góðir. Eiga í það minnsta langt í land. Öll gagnrýni og skoðanaskipti eiga rétt á sér. En að tala um að menn hafi sofnað á verðinum hvað varðar endurnýjun er einfaldlega rangt. B-landslið Íslands fékk tækifæri gegn Portúgal í vor. Liðið féll á prófinu. Það fá hins vegar annað tækifæri í janúar á næsta ári. Við skulum vona að liðið standist það próf. Það er hægt. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Aron vill sjá meiri grimmd hjá yngri leikmönnum Aron Kristjánsson segir að viljann hafi ekki vantað til að auðvelda yfirvofandi kynslóðaskipti íslenska landsliðsins. Rót vandans liggi í takmörkuðum fjárráðum og kallar hann eftir auknum stuðningi ríkisvaldsins. 6. nóvember 2014 06:45 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Eftir tap íslenska landsliðsins fyrir Svartfellingum í undankeppni Evrópumótsins hafa menn velt því fyrir sér hvort HSÍ og þeir sem stjórna íslenska landsliðinu hafi sofnað á verðinum. Meðalaldur liðsins hefur hækkað og endurnýjun liðsins sé lítil sem engin. Er þetta rétt? Nei. Þegar grannt er skoðað eru þetta rangar fullyrðingar og í raun hafa menn verið míga upp í vindinn. Frá árinu 2010 hafa nýir leikmenn fengið tækifæri með landsliðinu. Ekki bara í æfingaleikjum heldur á stórmótum. Hvaða leikmenn spyrja menn? Leikmenn fæddir 1987 til 1990 hafa verið fyrirferðarmiklir. Leikmenn úr 20 ára landsliðum okkar Íslendinga. Menn eins og Rúnar Kárason, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Bjarki Már Gunnarsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Ólafur Gústafsson, Ólafur Guðmundsson, Oddur Grétarsson, Aron Pálmarsson, Sveinbjörn Pétursson, Árni Steinn Steinþórsson, Arnór Þór Gunnarsson og Gunnar Steinn Jónsson. Tólf þessara leikmanna hafa fengið dýrmæta reynslu á stórmótum. Hafa þeir fengið tækifæri? Já. Hefur þeim verið treyst fyrir stórum hlutverkum? Já. Hafa þeir staðið sig vel? Já, sumir hverjir. Hafa þeir verið heilir heilsu? Þar er aftur á móti svarið nei. Fjórir þessara leikmanna hefðu án nokkurs vafa verið valdir í verkefnin gegn Ísrael og Svartfellingum. En því miður voru þeir meiddir. Þeirra á meðal einn af fimm bestu handboltamönnum heims um þessar mundir – Aron Pálmarsson. Með hann innanborðs hefðu leikirnir gegn Bosníu og Svartfjallalandi ekki tapast. Það fullyrði ég. Að viðbættum Ólafi Bjarka og Rúnari Kárasyni hefðum við verið enn betur settir. Ólafur Gústafsson hefði einnig hjálpað varnarlega væri hann heill. Síðastliðinn áratug hefur íslenska landsliðið verið skipað afburðaleikmönnum. Leikmönnum í heimsklassa. Ekki einum heldur sex til sjö og aukinheldur var einn besti leikmaður sögunnar með þessum hópi. Þar erum við að sjálfsögðu að tala um Ólaf Stefánsson. Eru leikmenn af sama gæðaflokki að taka við? Nei. Þessi kynslóð var í raun einstök. Því miður hafa meiðsli komið í veg fyrir að núverandi landsliðsþjálfari hafi getað teflt fram sínu sterkasta liði. Það hefur hann ekki getað gert síðan hann tók við. Það er rétt að lykilmenn íslenska liðsins eru margir hverjir að eldast. Það er hins vegar rangt að ekki hafi verið reynt að finna leikmenn sem fyllt geta í skörðin. Þeir hafa fengið tækifæri. Fengið leiki. Fengið ábyrgð. Fengið traust. Vandamálið er hins vegar að þeir eru ekki í sama gæðaflokki og þeir leikmenn sem eru að ljúka sínum ferli með íslenska landsliðinu innan tíðar. Þar liggur hundurinn grafinn. Á sínum tíma gátum við vart án Ólafs Stefánssonar verið. Í dag getum við vart án Arons Pálmarsonar verið. Þrátt fyrir tap í Svartfjallandi er draumurinn um sæti á EM í Póllandi ekki úr sögunni. Með okkar sterkasta lið förum við þangað. En kvarnist úr hópnum, eins og gerðist á dögunum, og gegn Bosníu og Svartfjallalandi, verðum við í vandræðum. Við þurfum alla okkar bestu menn heila heilsu. Hinir sem bíða við þröskuldinn eru því miður eins og staðan er ekki nógu góðir. Eiga í það minnsta langt í land. Öll gagnrýni og skoðanaskipti eiga rétt á sér. En að tala um að menn hafi sofnað á verðinum hvað varðar endurnýjun er einfaldlega rangt. B-landslið Íslands fékk tækifæri gegn Portúgal í vor. Liðið féll á prófinu. Það fá hins vegar annað tækifæri í janúar á næsta ári. Við skulum vona að liðið standist það próf. Það er hægt.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Aron vill sjá meiri grimmd hjá yngri leikmönnum Aron Kristjánsson segir að viljann hafi ekki vantað til að auðvelda yfirvofandi kynslóðaskipti íslenska landsliðsins. Rót vandans liggi í takmörkuðum fjárráðum og kallar hann eftir auknum stuðningi ríkisvaldsins. 6. nóvember 2014 06:45 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Aron vill sjá meiri grimmd hjá yngri leikmönnum Aron Kristjánsson segir að viljann hafi ekki vantað til að auðvelda yfirvofandi kynslóðaskipti íslenska landsliðsins. Rót vandans liggi í takmörkuðum fjárráðum og kallar hann eftir auknum stuðningi ríkisvaldsins. 6. nóvember 2014 06:45
Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30
Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30
Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57