Veltir því upp hvort tengsl við dómara hafi tryggt sýknudóm Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 19:58 „Sá maður sem viðhafði þessi ummæli er sonur lögmanns hér í bænum sem er mikill persónulegur vinur einstaklinga við þennan dómsstól. Ég veit ekkert um það hvort það hefur einhver áhrif á þetta og vil náttúrlega ekki trúa því. En þegar maður horfir á svona niðurstöðu auðvitað leitar maður einhverra skýringa. Ég veit ekki hvort þetta er hún,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hann vísar þar með í sýknudóm sem nýverið féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti Íslands. Jón Steinar hefur áður gagnrýnt ýmislegt í tengslum við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. Þá segir hann hóp lögfræðinga stýra Hæstarétti og hafi rétt á stjórn á réttarfarsnefnd. „Þessi dómur er svo vitlaus að það að það er varla annað hægt en að bara brosa að þessu, ef þetta væri eitthvað fyndið, sem það er ekki [...] Maðurinn sagði að hann [Egill] væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari, þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt,“ segir Jón Steinar. Um er að ræða ummælin „fuck you rapist bastard“ sem Ingi Kristján skrifaði yfir mynd af Agli og birti á veraldarvefnum. Aðspurður hvað sé svona vitlaust við dóminn svarar Jón Steinar: „Maðurinn sagði að hann væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendunum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt.“ Í dómnum segir að framsetning orða Inga Kristjáns beri að mati dómsins með sér að vera fúkyrði fremur en staðhæfing um staðreynd. „Um orðalag af þessu tagi gildir að líta verður á það sem gildisdóm fremur en staðhæfingu um staðreynd.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Steinar í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Sá maður sem viðhafði þessi ummæli er sonur lögmanns hér í bænum sem er mikill persónulegur vinur einstaklinga við þennan dómsstól. Ég veit ekkert um það hvort það hefur einhver áhrif á þetta og vil náttúrlega ekki trúa því. En þegar maður horfir á svona niðurstöðu auðvitað leitar maður einhverra skýringa. Ég veit ekki hvort þetta er hún,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hann vísar þar með í sýknudóm sem nýverið féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti Íslands. Jón Steinar hefur áður gagnrýnt ýmislegt í tengslum við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. Þá segir hann hóp lögfræðinga stýra Hæstarétti og hafi rétt á stjórn á réttarfarsnefnd. „Þessi dómur er svo vitlaus að það að það er varla annað hægt en að bara brosa að þessu, ef þetta væri eitthvað fyndið, sem það er ekki [...] Maðurinn sagði að hann [Egill] væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari, þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt,“ segir Jón Steinar. Um er að ræða ummælin „fuck you rapist bastard“ sem Ingi Kristján skrifaði yfir mynd af Agli og birti á veraldarvefnum. Aðspurður hvað sé svona vitlaust við dóminn svarar Jón Steinar: „Maðurinn sagði að hann væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendunum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt.“ Í dómnum segir að framsetning orða Inga Kristjáns beri að mati dómsins með sér að vera fúkyrði fremur en staðhæfing um staðreynd. „Um orðalag af þessu tagi gildir að líta verður á það sem gildisdóm fremur en staðhæfingu um staðreynd.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Steinar í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15
Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36