Nýr náttúrupassi Linda Blöndal skrifar 26. nóvember 2014 18:30 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra stefnir á að kynna málið í ríkistjórn næsta föstudag. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hins vegar fara aðra leið, en ráðherra segir að nú sé einfaldlega tími til að klára málið. Ragnheiður Elín segist hafa tekið mið af fjölmörgum athugasemdum og gagnrýni undanfarna mánuði. Málið er í kostnaðarmati í ráðuneytinu og fæst ekki gefið upp hver verðlagningin verður. Komandi frumvarp mun leggja til að netið og snjallsímar nýtist helst fyrir náttúrupassann, eitt gjald verði innheimt og gildistími passans þrjú ár.Einn passi – sama gjald „Aðilar að náttúrupassa eru öll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga. Þetta er heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndun og viðhalds og til öryggis ferðamanna. Við erum með einfalt gjald, sama gjald fyrir alla, lágt og hóflegt gjald. Tekjurnar munu koma að mestu frá erlendum ferðamönnum”, sagði Ragnheiður Elín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hvatakerfi fyrir einkaaðila „Einkaaðilum verður boðið frjálst að vera með og við erum með ákveðinn hvata til þess sem ég get ekki farið nánar út í núna. Ég vil kynna það fyrst fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokkunum áður en lengra er haldið”, segir Ragnheiður Elín ennfremur. „Eftirlitið verður ekki í gjaldaskúrum á stöðunum heldur verðu eftirlitið meira í átt við það sem við þekkjum frá almenningssamgöngum í nágrannalöndunum, svona tékk á sumum stöðum”.Ferðaþjónustufyrirtæki hafna leiðinni Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki sátt við þessa leið og höfnuðu henni nýlega á fundi sínum eftir samráð við aðila í samtökunum. Samkvæmt framkvæmdastjóra Samtakanna, Helgu Árnadóttur í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í kvöld vilja þau frekar leggja gjaldið almennt inn í gistigjöld hótela og gistiheimila. Með því yrði gjaldtakan einföldust og einnig þyrfti ekki neitt sýnilegt umstang vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum.Fer ekki gegn ferðaþjónustunni Aðspurð hvort hún sé ekki að hafna þeirri leið sem Samtök ferðaþjónustu vilji frekar hafa segir Ragnheiður það ekki. „Ég er ekki að hafna einu né neinu fyrirfram”, segir hún. „Ég er ekki að vinna í öðrum anda en því sem samtökin voru á fyrir örfáum mánuðum síðan.” Ragnheiður Elín segir að sér skiljist á samtölum sínum í dag við fólk í greininni að ekki séu allir á móti því að fara leið náttúrupassans. „Miðað við þau samtöl og símtöl sem ég hef átt í dag leyfi ég mér að efast um að bak við þessar skoðun samtakanna ríki fullkomin eindregni”. Ráðherra hafnar því þá alfarið að hækka gistináttagjald og segir eftirlit ekki verða kostnaðarsamt.Umtalsverðar tekjur munu hins vegar fást af gjaldtökunni með náttúrupassanum. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra stefnir á að kynna málið í ríkistjórn næsta föstudag. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hins vegar fara aðra leið, en ráðherra segir að nú sé einfaldlega tími til að klára málið. Ragnheiður Elín segist hafa tekið mið af fjölmörgum athugasemdum og gagnrýni undanfarna mánuði. Málið er í kostnaðarmati í ráðuneytinu og fæst ekki gefið upp hver verðlagningin verður. Komandi frumvarp mun leggja til að netið og snjallsímar nýtist helst fyrir náttúrupassann, eitt gjald verði innheimt og gildistími passans þrjú ár.Einn passi – sama gjald „Aðilar að náttúrupassa eru öll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga. Þetta er heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndun og viðhalds og til öryggis ferðamanna. Við erum með einfalt gjald, sama gjald fyrir alla, lágt og hóflegt gjald. Tekjurnar munu koma að mestu frá erlendum ferðamönnum”, sagði Ragnheiður Elín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hvatakerfi fyrir einkaaðila „Einkaaðilum verður boðið frjálst að vera með og við erum með ákveðinn hvata til þess sem ég get ekki farið nánar út í núna. Ég vil kynna það fyrst fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokkunum áður en lengra er haldið”, segir Ragnheiður Elín ennfremur. „Eftirlitið verður ekki í gjaldaskúrum á stöðunum heldur verðu eftirlitið meira í átt við það sem við þekkjum frá almenningssamgöngum í nágrannalöndunum, svona tékk á sumum stöðum”.Ferðaþjónustufyrirtæki hafna leiðinni Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki sátt við þessa leið og höfnuðu henni nýlega á fundi sínum eftir samráð við aðila í samtökunum. Samkvæmt framkvæmdastjóra Samtakanna, Helgu Árnadóttur í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í kvöld vilja þau frekar leggja gjaldið almennt inn í gistigjöld hótela og gistiheimila. Með því yrði gjaldtakan einföldust og einnig þyrfti ekki neitt sýnilegt umstang vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum.Fer ekki gegn ferðaþjónustunni Aðspurð hvort hún sé ekki að hafna þeirri leið sem Samtök ferðaþjónustu vilji frekar hafa segir Ragnheiður það ekki. „Ég er ekki að hafna einu né neinu fyrirfram”, segir hún. „Ég er ekki að vinna í öðrum anda en því sem samtökin voru á fyrir örfáum mánuðum síðan.” Ragnheiður Elín segir að sér skiljist á samtölum sínum í dag við fólk í greininni að ekki séu allir á móti því að fara leið náttúrupassans. „Miðað við þau samtöl og símtöl sem ég hef átt í dag leyfi ég mér að efast um að bak við þessar skoðun samtakanna ríki fullkomin eindregni”. Ráðherra hafnar því þá alfarið að hækka gistináttagjald og segir eftirlit ekki verða kostnaðarsamt.Umtalsverðar tekjur munu hins vegar fást af gjaldtökunni með náttúrupassanum.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira