Handbolti

Stelpurnar komnar alla leið til Ítalíu - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Florentina Stanciu ver mark Íslands í leiknum á morgun.
Florentina Stanciu ver mark Íslands í leiknum á morgun. Mynd/Handknattleikssamband Íslands
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er mætt til Chieti á Ítalíu þar sem liðið spilar við heimastúlkur í forkeppni HM 2015 á morgun.

Íslenski hópurinn kom til Chieti í gærkvöldi eftir að hafa dvalið við æfingar í Danmörku frá mánudegi.

Liðið æfði nú í morgunsárið í keppnishöllinni í Chieti og var tekið hressilega á því samkvæmt fréttatilkynningu frá HSÍ.

Höllin  í Chieti er ekki mikið fyrir augað enda í eldri kantinum. Höllin rúmar 750 manns í sæti og búast heimamenn við góðri mætingu á leikinn. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá æfingu liðsins í dag.





Mynd/Handknattleikssamband Íslands
Mynd/Handknattleikssamband Íslands
Mynd/Handknattleikssamband Íslands
Mynd/Handknattleikssamband Íslands
Mynd/Handknattleikssamband Íslands
Mynd/Handknattleikssamband Íslands
Mynd/Handknattleikssamband Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×