Gæti orðið hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2014 10:26 Veður hefur verið gott það sem af er ári. Trausti Jónsson fylgist vel með gangi mála. Vísir/Valli/GVA Trausti Jónsson veðurfræðingur reiknar með því að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið. Von er á áframhaldandi hlýindum miðað við árstíma að því er segir í nýjustu bloggfærslu Trausta sem rituð var í nótt. Árið 2014 gæti orðið það hlýjasta á landinu frá því mælingar hófust. „Einhvern veginn hefði maður haldið að næsta lægð stefndi beint í átt til landsins ofan í útsynninginn í dag (þriðjudag 25. nóvember). Reyndar var þetta heldur aumur útsynningur en sýndi þó mjög fallega klakka og stöku él og að sögn fáeinar þrumur líka,“ segir Trausti. Veðurfræðingurinn notfærir sér spákort Evrópureiknistöðvarinnar fyrir Norður-Atlantshaf. Þar kemur fram að landið sé í mjög hægum suðlægum vindi. „Þarna má sjá lægðina sem minnst var á í upphafi. Hún gerir sig líklega, finnst manni, til að fara til austurs ekki langt fyrir sunnan land. Nema hvað, hún á að taka strikið beint suðaustur til Spánar.“ Um leið og það gerist segir Trausti að lægðin beini hingað hlýju lofti úr suðaustri. Þar með aukist enn líkur á að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið þótt líklega verði ekki sett Íslandsmet. „Í augnablikinu er meðalhiti 5,7 stig í Reykjavík, var 6,0 sömu daga 1956. Sá mánuður hrapaði niður í 5,0 á síðasta sprettinum. En fyrsta sætið er varla innan seilingar. Sömu dagar í nóvember 1945 eiga meðalhitann 7,1 stig en hann endaði stigi neðar.“ Trausti er spenntur fyrir hitauppgjöri ársins í heild sinni. „Við eigum nefnilega töluverða möguleika á hlýjasta ári frá upphafi mælinga. En desember er eftir. Við munum vel vonbrigðin 2011 þegar fyrsti kaldi vetrarmánuðurinn í 9 ár reið yfir, fyrirvaralaust. Héldu þá sumir að hlýskeiðinu væri lokið en síðan eru liðin 3 ár og við erum enn ekki búin að yfirgefa það nema síður sé.“ Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur reiknar með því að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið. Von er á áframhaldandi hlýindum miðað við árstíma að því er segir í nýjustu bloggfærslu Trausta sem rituð var í nótt. Árið 2014 gæti orðið það hlýjasta á landinu frá því mælingar hófust. „Einhvern veginn hefði maður haldið að næsta lægð stefndi beint í átt til landsins ofan í útsynninginn í dag (þriðjudag 25. nóvember). Reyndar var þetta heldur aumur útsynningur en sýndi þó mjög fallega klakka og stöku él og að sögn fáeinar þrumur líka,“ segir Trausti. Veðurfræðingurinn notfærir sér spákort Evrópureiknistöðvarinnar fyrir Norður-Atlantshaf. Þar kemur fram að landið sé í mjög hægum suðlægum vindi. „Þarna má sjá lægðina sem minnst var á í upphafi. Hún gerir sig líklega, finnst manni, til að fara til austurs ekki langt fyrir sunnan land. Nema hvað, hún á að taka strikið beint suðaustur til Spánar.“ Um leið og það gerist segir Trausti að lægðin beini hingað hlýju lofti úr suðaustri. Þar með aukist enn líkur á að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið þótt líklega verði ekki sett Íslandsmet. „Í augnablikinu er meðalhiti 5,7 stig í Reykjavík, var 6,0 sömu daga 1956. Sá mánuður hrapaði niður í 5,0 á síðasta sprettinum. En fyrsta sætið er varla innan seilingar. Sömu dagar í nóvember 1945 eiga meðalhitann 7,1 stig en hann endaði stigi neðar.“ Trausti er spenntur fyrir hitauppgjöri ársins í heild sinni. „Við eigum nefnilega töluverða möguleika á hlýjasta ári frá upphafi mælinga. En desember er eftir. Við munum vel vonbrigðin 2011 þegar fyrsti kaldi vetrarmánuðurinn í 9 ár reið yfir, fyrirvaralaust. Héldu þá sumir að hlýskeiðinu væri lokið en síðan eru liðin 3 ár og við erum enn ekki búin að yfirgefa það nema síður sé.“
Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira