Ég elska karlmann - hann heitir Eiður Smári Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2014 09:00 Eiður Smári Guðjohnsen hafði áhrif á stuðningsmenn Bolton. vísir/getty Chris Manning, stuðningsmaður enska B-deildarliðsins Bolton, er gríðarlegur aðdáandi Eiðs Smára Guðjohnsen og hann dreymir um að fá hann aftur til liðs við sitt félag.Eiður hefur æft með Bolton undanfarna daga og spilaði æfingaleik fyrir luktum dyrum í gærdag. Hann hefur heillað leikmenn Bolton á æfingum, en Eiður Smári heillaði Manning upp úr skónum þegar hann spilaði síðast með Bolton 1999-2000. „Ég þori alveg að segja, að ég er ástfanginn af karlmanni. Þetta kemur konunni minni kannski á óvart, en kannski ekki. Þetta kemur vinum mínum og fjölskyldu kannski á óvart, en kannski ekki,“ skrifar Manning í hjartnæmum pistli á Lion of Vienna Suite, samfélagssíðu Bolton-manna. „Ég skammast mín ekki fyrir þetta og fel mig ekki fyrir sannleikanum. Ég elska karlmann. Fallegan mann. Fallegan eldri karlmann. Hann heitir Eiður Smári Guðjohnsen.“Eiður Smári í leik gegn Wimbledon.vísir/getty„Hann er orðinn 36 ára gamall og það eru 14 ár síðan hann klæddist síðast Bolton-treyjunni, en ég mun alltaf horfa til baka til þess tíma með bros á vör. Það að við gætum verið að fá hann aftur gleður mig mikið.“ Manning rifjar svo upp feril Eiðs Smára og bendir á að hann hafi spilað fyrir Chelsea, Barcelona, Monaco, Tottenham, Stoke, Fulham, AEK og Cercle Brugge. En Manning fer svo yfir það hvenær hann sá Eið Smára fyrst í búningi Bolton. Þá var Manning 15 ára gamall. „Ég keypti miða á bikarleik Bolton gegn Hull og settist í norður-stúkuna þar sem ég hafði setið tvisvar sinnum áður. Í fyrra skiptið á leik í Evrópukeppni félagsliða gegn Lokomotiv Plodiv og hitt skiptið á leiknum þar sem Eiður spilaði sinn fyrsta leik,“ skrifar Manning. „Ég man eftir litlum og þybbnum ljóshærðum strák koma inn á seint í leiknum og hafa strax áhrif á leikinn með tækni sinni. Ég vissi ekki þá að síðar á árinu 1999 ætti ég eftir að dýrka þennan mann.“ Eftir að fara nánar yfir feril Eiðs Smára hjá Bolton og rifja upp orð leikmanna Bolton um hvernig það hefur verið að æfa með honum skrifar Manning að lokum: „Ég hef alltaf elskað Eið Guðjohnsen. Hann spilaði kannski bara 54 leiki og skoraði 19 mörk, en hann hafði svo mikil áhrif að hann lifir enn í minningu stuðningsmanna Bolton. Það er ekki hægt að segja um marga fyrrverandi leikmenn liðsins nú til dags.“Hér má lesa alla lofræðuna. Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45 Eiður Smári of dýr fyrir eitt sigursælasta lið Indónesíu Umboðsmaður sagður hafa boðið Persija Jakarta að semja við Eið Smára Guðjohnsen og fyrrverandi leikmann Liverpool. 19. nóvember 2014 07:30 Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Chris Manning, stuðningsmaður enska B-deildarliðsins Bolton, er gríðarlegur aðdáandi Eiðs Smára Guðjohnsen og hann dreymir um að fá hann aftur til liðs við sitt félag.Eiður hefur æft með Bolton undanfarna daga og spilaði æfingaleik fyrir luktum dyrum í gærdag. Hann hefur heillað leikmenn Bolton á æfingum, en Eiður Smári heillaði Manning upp úr skónum þegar hann spilaði síðast með Bolton 1999-2000. „Ég þori alveg að segja, að ég er ástfanginn af karlmanni. Þetta kemur konunni minni kannski á óvart, en kannski ekki. Þetta kemur vinum mínum og fjölskyldu kannski á óvart, en kannski ekki,“ skrifar Manning í hjartnæmum pistli á Lion of Vienna Suite, samfélagssíðu Bolton-manna. „Ég skammast mín ekki fyrir þetta og fel mig ekki fyrir sannleikanum. Ég elska karlmann. Fallegan mann. Fallegan eldri karlmann. Hann heitir Eiður Smári Guðjohnsen.“Eiður Smári í leik gegn Wimbledon.vísir/getty„Hann er orðinn 36 ára gamall og það eru 14 ár síðan hann klæddist síðast Bolton-treyjunni, en ég mun alltaf horfa til baka til þess tíma með bros á vör. Það að við gætum verið að fá hann aftur gleður mig mikið.“ Manning rifjar svo upp feril Eiðs Smára og bendir á að hann hafi spilað fyrir Chelsea, Barcelona, Monaco, Tottenham, Stoke, Fulham, AEK og Cercle Brugge. En Manning fer svo yfir það hvenær hann sá Eið Smára fyrst í búningi Bolton. Þá var Manning 15 ára gamall. „Ég keypti miða á bikarleik Bolton gegn Hull og settist í norður-stúkuna þar sem ég hafði setið tvisvar sinnum áður. Í fyrra skiptið á leik í Evrópukeppni félagsliða gegn Lokomotiv Plodiv og hitt skiptið á leiknum þar sem Eiður spilaði sinn fyrsta leik,“ skrifar Manning. „Ég man eftir litlum og þybbnum ljóshærðum strák koma inn á seint í leiknum og hafa strax áhrif á leikinn með tækni sinni. Ég vissi ekki þá að síðar á árinu 1999 ætti ég eftir að dýrka þennan mann.“ Eftir að fara nánar yfir feril Eiðs Smára hjá Bolton og rifja upp orð leikmanna Bolton um hvernig það hefur verið að æfa með honum skrifar Manning að lokum: „Ég hef alltaf elskað Eið Guðjohnsen. Hann spilaði kannski bara 54 leiki og skoraði 19 mörk, en hann hafði svo mikil áhrif að hann lifir enn í minningu stuðningsmanna Bolton. Það er ekki hægt að segja um marga fyrrverandi leikmenn liðsins nú til dags.“Hér má lesa alla lofræðuna.
Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45 Eiður Smári of dýr fyrir eitt sigursælasta lið Indónesíu Umboðsmaður sagður hafa boðið Persija Jakarta að semja við Eið Smára Guðjohnsen og fyrrverandi leikmann Liverpool. 19. nóvember 2014 07:30 Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45
Eiður Smári of dýr fyrir eitt sigursælasta lið Indónesíu Umboðsmaður sagður hafa boðið Persija Jakarta að semja við Eið Smára Guðjohnsen og fyrrverandi leikmann Liverpool. 19. nóvember 2014 07:30
Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00