Forvörnum ógnað Forvarnarfulltrúar Reykjavíkurborgar skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum. Flutningsmaður og fylgjendur frumvarpsins telja málið vera framfaraskref sem vert er að eyða tíma þingsins í. Fyrir hverja er þetta mál mikilvægt? Er það ekki skylda stjórnmálamanna að huga að velferð þegnanna á öllum aldri? Er ekki eðlilegt að gera þá kröfu að mál af þessu tagi sé skoðað frá öllum hliðum? Greinargerð frumvarpsins fjallar aðallega um viðskiptahagsmuni og hugsanlega minna vöruúrval verði einkaleyfi á sölu áfengis afnumið. Einnig kemur fram að frjáls sala áfengis hafi í för með sér aukin áfengiskaup. Ekkert er fjallað um neikvæðar afleiðingar sem stóraukið aðgengi að áfengi hefur á áfengisneyslu og mögulegar neikvæðar félagslegar afleiðingar. Neikvæðar afleiðingar af því sölufyrirkomulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir hafa töluvert verið rannsakaðar og vekur það furðu að flutningsmenn virðast ekki hafa kynnt sér þær betur. Rannsóknir frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi, Finnlandi og Svíþjóð sýna stóraukna áfengisneyslu við að heimila matvöruverslunum að selja áfengi (Wagenaar & Holder, 1995; Makela, 2002; Makela, Rossow & Tryggvesson 2002; Hill 2000; Flanagan, 2003; Trolldal, 2005). Að ótöldum þeim fjölmörgu rannsóknum sem sýna að aukin áfengisneysla hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu og eykur heilbrigðisvanda. Því er ekki að undra að Embætti landlæknis hafi þungar áhyggjur af frumvarpinu og telur landlæknir að frumvarpið sé í beinni andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla lýðheilsu í landinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur í sama streng og lýsir þungum áhyggjum af afleiðingum frumvarpsins og bendir á að neysla muni aukast meðal ungs fólks og viðkvæmra einstaklinga. Að breyta fyrirkomulagi á sölu áfengis á Íslandi er líklegt til að hafa víðtæk neikvæð áhrif á velferð þjóðarinnar og þá ekki síst á börn og unglinga. Einnig er óljóst hvernig eftirlit með áfengiskaupaaldri yrði háttað í matvöruverslunum og ætla má að það verði ekki eins árangursríkt og hjá vínbúðunum þar sem starfsfólk matvöruverslana er að stórum hluta unglingar undir tvítugu. Áfengi er engin venjuleg neysluvara og því mikilvægt að áfengi verði áfram selt samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, sem hefur hamlandi áhrif á aðgengið og um leið neysluna.Gegn stefnu í forvörnum Hafa ber í huga að aukin áfengisneysla foreldra og forsjáraðila getur raskað öruggu og barnvænu umhverfi. Frumvarpið ætti í raun að fara í áhættumat áður en það er lagt fyrir. Við sem vinnum að forvörnum í Reykjavík viljum vekja athygli á því að frumvarpið fer gegn stefnu Reykjavíkurborgar í forvörnum. Í henni er lögð áhersla á að taka tillit til allra þátta sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Rannsóknir á áfengisneyslu meðal íslenskra ungmenna sýna fram á að við höfum náð góðum árangri og ölvunardrykkja meðal íslenskra ungmenna er lítil miðað við jafnaldra þeirra í Evrópu. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki foreldra, stofnana og félagasamtaka, sem vinna með unga fólkinu og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Er ekki mikilvægt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda þessum góða árangri? Það er sorglegt að á Íslandi komi fram frumvarp um frjálsa verslun með áfengi á sama tíma og áfengispólitík annarra Evrópulanda einkennist af auknu aðhaldi (Karlsson & Österberg, 2001). Áfengissala í matvöruverslunum mun að sjálfsögðu stjórnast af ýtrustu viðskiptasjónarmiðum og má leiða líkur að því að í kjölfarið verði áfengisauglýsingar leyfðar. Uppeldisleg markmið samfélagsins eins og að standa vörð um æskuna og búa henni uppbyggilega umgjörð og heilbrigðar uppeldisforsendur er mun mikilvægara viðfangsefni, en áfengissala í matvörubúðum. Styrkjum alla þá verndandi þætti sem við vitum að draga úr neyslu áfengis. Það mun spara samfélaginu mikla fjármuni sem er hægt að nýta í uppbyggileg verkefni og auka velferð í samfélaginu. Við skorum á þingmenn að hafna frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis á forsendum velferðar þjóðarinnar og lýðheilsumarkmiða.Baldur Örn ArnarsonHera Hallbera BjörnsdóttirHörður Heiðar GuðbjörnssonSigríður Arndís JóhannsdóttirTrausti JónssonÞórdís Lilja Gísladóttirforvarnafulltrúar Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi sem heimilar sölu áfengis í matvöruverslunum. Flutningsmaður og fylgjendur frumvarpsins telja málið vera framfaraskref sem vert er að eyða tíma þingsins í. Fyrir hverja er þetta mál mikilvægt? Er það ekki skylda stjórnmálamanna að huga að velferð þegnanna á öllum aldri? Er ekki eðlilegt að gera þá kröfu að mál af þessu tagi sé skoðað frá öllum hliðum? Greinargerð frumvarpsins fjallar aðallega um viðskiptahagsmuni og hugsanlega minna vöruúrval verði einkaleyfi á sölu áfengis afnumið. Einnig kemur fram að frjáls sala áfengis hafi í för með sér aukin áfengiskaup. Ekkert er fjallað um neikvæðar afleiðingar sem stóraukið aðgengi að áfengi hefur á áfengisneyslu og mögulegar neikvæðar félagslegar afleiðingar. Neikvæðar afleiðingar af því sölufyrirkomulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir hafa töluvert verið rannsakaðar og vekur það furðu að flutningsmenn virðast ekki hafa kynnt sér þær betur. Rannsóknir frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi, Finnlandi og Svíþjóð sýna stóraukna áfengisneyslu við að heimila matvöruverslunum að selja áfengi (Wagenaar & Holder, 1995; Makela, 2002; Makela, Rossow & Tryggvesson 2002; Hill 2000; Flanagan, 2003; Trolldal, 2005). Að ótöldum þeim fjölmörgu rannsóknum sem sýna að aukin áfengisneysla hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu og eykur heilbrigðisvanda. Því er ekki að undra að Embætti landlæknis hafi þungar áhyggjur af frumvarpinu og telur landlæknir að frumvarpið sé í beinni andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla lýðheilsu í landinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur í sama streng og lýsir þungum áhyggjum af afleiðingum frumvarpsins og bendir á að neysla muni aukast meðal ungs fólks og viðkvæmra einstaklinga. Að breyta fyrirkomulagi á sölu áfengis á Íslandi er líklegt til að hafa víðtæk neikvæð áhrif á velferð þjóðarinnar og þá ekki síst á börn og unglinga. Einnig er óljóst hvernig eftirlit með áfengiskaupaaldri yrði háttað í matvöruverslunum og ætla má að það verði ekki eins árangursríkt og hjá vínbúðunum þar sem starfsfólk matvöruverslana er að stórum hluta unglingar undir tvítugu. Áfengi er engin venjuleg neysluvara og því mikilvægt að áfengi verði áfram selt samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, sem hefur hamlandi áhrif á aðgengið og um leið neysluna.Gegn stefnu í forvörnum Hafa ber í huga að aukin áfengisneysla foreldra og forsjáraðila getur raskað öruggu og barnvænu umhverfi. Frumvarpið ætti í raun að fara í áhættumat áður en það er lagt fyrir. Við sem vinnum að forvörnum í Reykjavík viljum vekja athygli á því að frumvarpið fer gegn stefnu Reykjavíkurborgar í forvörnum. Í henni er lögð áhersla á að taka tillit til allra þátta sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Rannsóknir á áfengisneyslu meðal íslenskra ungmenna sýna fram á að við höfum náð góðum árangri og ölvunardrykkja meðal íslenskra ungmenna er lítil miðað við jafnaldra þeirra í Evrópu. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki foreldra, stofnana og félagasamtaka, sem vinna með unga fólkinu og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Er ekki mikilvægt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda þessum góða árangri? Það er sorglegt að á Íslandi komi fram frumvarp um frjálsa verslun með áfengi á sama tíma og áfengispólitík annarra Evrópulanda einkennist af auknu aðhaldi (Karlsson & Österberg, 2001). Áfengissala í matvöruverslunum mun að sjálfsögðu stjórnast af ýtrustu viðskiptasjónarmiðum og má leiða líkur að því að í kjölfarið verði áfengisauglýsingar leyfðar. Uppeldisleg markmið samfélagsins eins og að standa vörð um æskuna og búa henni uppbyggilega umgjörð og heilbrigðar uppeldisforsendur er mun mikilvægara viðfangsefni, en áfengissala í matvörubúðum. Styrkjum alla þá verndandi þætti sem við vitum að draga úr neyslu áfengis. Það mun spara samfélaginu mikla fjármuni sem er hægt að nýta í uppbyggileg verkefni og auka velferð í samfélaginu. Við skorum á þingmenn að hafna frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis á forsendum velferðar þjóðarinnar og lýðheilsumarkmiða.Baldur Örn ArnarsonHera Hallbera BjörnsdóttirHörður Heiðar GuðbjörnssonSigríður Arndís JóhannsdóttirTrausti JónssonÞórdís Lilja Gísladóttirforvarnafulltrúar Reykjavíkurborgar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun