Í myndinni leika þær stöllur bestu vinkonur sem eru nýlega útskrifaðar úr menntaskóla sem reyna að missa meydóminn sumarið áður en þær fara í háskóla.
Þær falla báðar fyrir sama listamanninum og ein þeirra stofnar til sambands með honum, á bakvið hina.
Myndin, sem er eftir Naomi Fener, var frumsýnd á Sundance í janúar 2013, en verður tekin til sýninga vestanhafs í sumar.
Í myndinni leika líka Demi Moore, Richard Dreyfuss, Ellen Barkin, Peter Sarsgaard og Clark Gregg.