„Úthugsað herbragð sem heppnaðist býsna vel“ Hjörtur Hjartarson skrifar 4. júní 2014 19:15 Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur að atburðarrásin í svokölluðu moskumáli hafi verið úthugsuð, bæði hjá oddvita flokksins í Reykjavík, sem og hjá núverandi formanni. Skortur á viðbrögðum megi túlka sem mikla stefnubreytingu hjá flokknum. Erfitt er að aðskilja uppgang Framsóknarflokksins í Reykjavík við ummæli oddvitans um að hún vildi afturkalla lóð múslima undir mosku, viku fyrir kosningar. Gróflega reiknað þrefaldaði flokkurinn fylgi sitt á þessum tíma og náði á endanum inn tveimur borgarfulltrúum.Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur flokkinn ekki vera í óvæntri né er hægt að segja að hann sé í vandræðum. „Ég á erfitt með að segja það því mér virðist þetta hafa verið vel undirbúið herbragð sem heppnaðist býsna vel í atkvæðatölum. Forsætisráðherra og formaður flokksins í raun og veru tekur undir með oddvita Framsóknarmanna í Reykjavík. Það er ekki hægt að skilja það öðruvísi,“ segir Jón. Jón telur að viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi verið úthugsuð. „Ég get ekki skilið það öðruvísi. Hann hafði langan tíma til að undirbúa sig. Hann vissi af þessu máli með góðum fyrirvara. Þegar hann tjáir sig svo um þetta mál þá fyrst og fremst finnur hann að viðbrögðum annarra.“Miðstjórnafundur Framsóknarflokksins er á næsta leyti. Jón reiknar ekki með hörðum átökum þar. „Ég á ekki von á því. Ég held að flokksformaðurinn hafi mjög góðan stuðning í flokknum. Ég tel að menn séu mjög mótaðir af því að þetta hafi skilað atkvæðum og ég á ekki von á að þetta verði mjög umdeilt núna, ekki fyrr en kannski síðar.“ Jón starfaði lengi fyrir Framsóknarflokkinn og var formaður hans frá miðju ári 2006 fram yfir Alþingiskosningarnar, vorið 2007. „Þó að við höfðum verið þjóðrækilega sinnaðir og erum það ennþá og þjóðhyggjufólk, þá voru okkar viðhorf mjög ólík þessum viðhorfum. Ég tel að þetta séu mjög óheppileg og óæskileg sjónarmið sem hérna hafa komið fram. En ef engin viðbrögð við þessu þá er það býsna alvarlegt og mikil breyting á stefnu flokksins,“ sagði formaðurinn fyrrverandi. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur að atburðarrásin í svokölluðu moskumáli hafi verið úthugsuð, bæði hjá oddvita flokksins í Reykjavík, sem og hjá núverandi formanni. Skortur á viðbrögðum megi túlka sem mikla stefnubreytingu hjá flokknum. Erfitt er að aðskilja uppgang Framsóknarflokksins í Reykjavík við ummæli oddvitans um að hún vildi afturkalla lóð múslima undir mosku, viku fyrir kosningar. Gróflega reiknað þrefaldaði flokkurinn fylgi sitt á þessum tíma og náði á endanum inn tveimur borgarfulltrúum.Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur flokkinn ekki vera í óvæntri né er hægt að segja að hann sé í vandræðum. „Ég á erfitt með að segja það því mér virðist þetta hafa verið vel undirbúið herbragð sem heppnaðist býsna vel í atkvæðatölum. Forsætisráðherra og formaður flokksins í raun og veru tekur undir með oddvita Framsóknarmanna í Reykjavík. Það er ekki hægt að skilja það öðruvísi,“ segir Jón. Jón telur að viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi verið úthugsuð. „Ég get ekki skilið það öðruvísi. Hann hafði langan tíma til að undirbúa sig. Hann vissi af þessu máli með góðum fyrirvara. Þegar hann tjáir sig svo um þetta mál þá fyrst og fremst finnur hann að viðbrögðum annarra.“Miðstjórnafundur Framsóknarflokksins er á næsta leyti. Jón reiknar ekki með hörðum átökum þar. „Ég á ekki von á því. Ég held að flokksformaðurinn hafi mjög góðan stuðning í flokknum. Ég tel að menn séu mjög mótaðir af því að þetta hafi skilað atkvæðum og ég á ekki von á að þetta verði mjög umdeilt núna, ekki fyrr en kannski síðar.“ Jón starfaði lengi fyrir Framsóknarflokkinn og var formaður hans frá miðju ári 2006 fram yfir Alþingiskosningarnar, vorið 2007. „Þó að við höfðum verið þjóðrækilega sinnaðir og erum það ennþá og þjóðhyggjufólk, þá voru okkar viðhorf mjög ólík þessum viðhorfum. Ég tel að þetta séu mjög óheppileg og óæskileg sjónarmið sem hérna hafa komið fram. En ef engin viðbrögð við þessu þá er það býsna alvarlegt og mikil breyting á stefnu flokksins,“ sagði formaðurinn fyrrverandi.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira