Hvað gerir hreyfing fyrir þig? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2014 07:00 Við eigum flest sameiginlegt að hugsa mikið um mat og eiga nóg til af honum. Annað sem við eigum sameiginlegt er að sofa. Að nærast og sofa eru frumþarfir okkar. Án þeirra værum við ekki hér. En hvað með hreyfingu? Hreyfing er klárlega vanmetin. Einungis um 30 prósent fólks hreyfa sig nægilega mikið dag hvern, miðað við opinberar ráðleggingar. Við þurfum að hreyfa okkur til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Þyngd okkar stjórnast af efnaskiptum líkamans og fæðunni sem við innbyrðum. Ef efnaskiptin eru meiri en hitaeiningarnar sem við fáum úr matnum þá grennumst við. Ef hitaeiningarnar eru fleiri en efnaskiptin geta unnið úr þá fitnum við. Efnaskipti líkamans eru tvenns konar: Grunnefnaskipti, sem ráðast af fjölda hitaeininga sem líkaminn nýtir í hvíld, og umframefnaskipti, sem ráðast af því hversu mikið við virkjum vöðva okkar til að nýta súrefni og næringarefni í að búa til orku og hita. Það sem er áhugavert í þessu samhengi er að ef við hreyfum okkur reglulega þá eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólahringa eftir eina æfingu. Það þýðir að við getum innbyrt fleiri hitaeiningar án þess að fitna. Auk þess að geta unnið betur úr fæðunni ef við hreyfum okkur þá líður okkur vel eftir hreyfingu. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur. Rannsóknir hafa sýnt að endorfín styrkir ónæmiskerfið og þar á meðal drápsfrumur sem eyða veirum og krabbameinsfrumum.Lengra og betra líf Þeir sem hreyfa sig reglulega geta átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Hreyfing gerir líkamann okkar betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Við vitum þó ekki enn hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar. Krabbamein er ekki lengur dauðadómur eins og það var fyrir nokkrum áratugum. Meirihluti þeirra sem greinist nú með krabbamein læknast eða lifir með sjúkdómnum. Þeir sjúkdómar sem flestir kljást við eru lífsstílssjúkdómar. Nú getum við bólusett gegn skæðustu smitsóttum eða gefið sýklalyf gegn sýklum sem áður felldu heilu fjölskyldurnar. Við getum haft mikil áhrif á okkar eigin lífslíkur og lífsgæði með því að sinna vel frumþörfunum: Fá góðan nætursvefn, borða næringarríkan mat og hreyfa okkur að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum í viku. Nú verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í 23. skipti fimmtudaginn 5. júní (sjá nánar á www.krabb.is). Með þessu hlaupi erum við að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar. Nú er tækifæri til að fjárfesta í eigin heilsu. Hreyfing á að vera jafnmikilvægur hluti af lífi okkar og svefn og næring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Við eigum flest sameiginlegt að hugsa mikið um mat og eiga nóg til af honum. Annað sem við eigum sameiginlegt er að sofa. Að nærast og sofa eru frumþarfir okkar. Án þeirra værum við ekki hér. En hvað með hreyfingu? Hreyfing er klárlega vanmetin. Einungis um 30 prósent fólks hreyfa sig nægilega mikið dag hvern, miðað við opinberar ráðleggingar. Við þurfum að hreyfa okkur til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Þyngd okkar stjórnast af efnaskiptum líkamans og fæðunni sem við innbyrðum. Ef efnaskiptin eru meiri en hitaeiningarnar sem við fáum úr matnum þá grennumst við. Ef hitaeiningarnar eru fleiri en efnaskiptin geta unnið úr þá fitnum við. Efnaskipti líkamans eru tvenns konar: Grunnefnaskipti, sem ráðast af fjölda hitaeininga sem líkaminn nýtir í hvíld, og umframefnaskipti, sem ráðast af því hversu mikið við virkjum vöðva okkar til að nýta súrefni og næringarefni í að búa til orku og hita. Það sem er áhugavert í þessu samhengi er að ef við hreyfum okkur reglulega þá eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólahringa eftir eina æfingu. Það þýðir að við getum innbyrt fleiri hitaeiningar án þess að fitna. Auk þess að geta unnið betur úr fæðunni ef við hreyfum okkur þá líður okkur vel eftir hreyfingu. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur. Rannsóknir hafa sýnt að endorfín styrkir ónæmiskerfið og þar á meðal drápsfrumur sem eyða veirum og krabbameinsfrumum.Lengra og betra líf Þeir sem hreyfa sig reglulega geta átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Hreyfing gerir líkamann okkar betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Við vitum þó ekki enn hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar. Krabbamein er ekki lengur dauðadómur eins og það var fyrir nokkrum áratugum. Meirihluti þeirra sem greinist nú með krabbamein læknast eða lifir með sjúkdómnum. Þeir sjúkdómar sem flestir kljást við eru lífsstílssjúkdómar. Nú getum við bólusett gegn skæðustu smitsóttum eða gefið sýklalyf gegn sýklum sem áður felldu heilu fjölskyldurnar. Við getum haft mikil áhrif á okkar eigin lífslíkur og lífsgæði með því að sinna vel frumþörfunum: Fá góðan nætursvefn, borða næringarríkan mat og hreyfa okkur að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum í viku. Nú verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í 23. skipti fimmtudaginn 5. júní (sjá nánar á www.krabb.is). Með þessu hlaupi erum við að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar. Nú er tækifæri til að fjárfesta í eigin heilsu. Hreyfing á að vera jafnmikilvægur hluti af lífi okkar og svefn og næring.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar