140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Linda Blöndal skrifar 21. júlí 2014 19:15 Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður segir að búast megi við að fleiri íslenskar konur bætist í málsókn ytra. VÍSIR/AFP Fyrirtaka í málinu var fyrir dómi í dag í Toulon í Frakklandi og sér franski lögmaðurinn Olivier Aumaitre um málið fyrir íslensku konurnar sem geta átt von á miskabótum, um tveimur milljónum króna að hans sögn. Fleiri gætu bæst við Talið er að um fjögur hundrað íslenskar konur alls hafi fengið gallaðar brjóstafyllingar hér á landi og er enn möguleiki fyrir fleiri á næstu vikum að taka þátt í hópmálsókninni samkvæmt Lögmannsstofunni VOX sem sér um málið hér á landi en aldrei fyrr hafa svo margir íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist. Lögmaðurinn fær fimmtung Konurnar greiða 25 þúsund krónur hver fyrir málsóknina og tekur lögmaðurinn svo 20 prósent af þeim skaðabótum sem konurnar mögulega fá. Konurnar hafa sjálfar séð um að sjúkragögn um sín mál komist til skila fyrir málsóknina og sagði Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður VOX í fréttum Stöðvar 2, þau almennt greinargóð frá læknunum hérlendis þótt misjafnt væri hve vel það gekk að fá gögn eftir læknum. Saga Ýrr LögmaðurVÍSIR/STÖÐ 2 Önnur málsóknin ytra Alls hafa 1700 konur farið í mál erlendis en þetta er önnur hópmálsóknin sem tekin er fyrir ytra vegna púðanna sem reyndust innihalda iðnaðarsílikon og olli mörgum konum miklu tjóni. TÜV Reihnland sem vottaði gæði gölluðu púðanna, var í fyrsta málinu dæmt til að greiða alls sautján konum þrjú þúsund evrur í skaðabætur og miskabætur leggjast svo ofaná það. Þrjú þúsund evra verði kröfurnar samþykktar Það kemur í ljós í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta hvort fyrsta skrefið næst, að kröfur kvennanna verði samþykktar í Frakklandi og að þær fái hinar þrjú þúsund evra í skaðabætur hvor. Með því yrði svo áframhaldandi mat gert á mögulegu líkamstjóni og hvort greiði eigi út miskabætur líka til einhverra kvennanna. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fyrirtaka í málinu var fyrir dómi í dag í Toulon í Frakklandi og sér franski lögmaðurinn Olivier Aumaitre um málið fyrir íslensku konurnar sem geta átt von á miskabótum, um tveimur milljónum króna að hans sögn. Fleiri gætu bæst við Talið er að um fjögur hundrað íslenskar konur alls hafi fengið gallaðar brjóstafyllingar hér á landi og er enn möguleiki fyrir fleiri á næstu vikum að taka þátt í hópmálsókninni samkvæmt Lögmannsstofunni VOX sem sér um málið hér á landi en aldrei fyrr hafa svo margir íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist. Lögmaðurinn fær fimmtung Konurnar greiða 25 þúsund krónur hver fyrir málsóknina og tekur lögmaðurinn svo 20 prósent af þeim skaðabótum sem konurnar mögulega fá. Konurnar hafa sjálfar séð um að sjúkragögn um sín mál komist til skila fyrir málsóknina og sagði Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður VOX í fréttum Stöðvar 2, þau almennt greinargóð frá læknunum hérlendis þótt misjafnt væri hve vel það gekk að fá gögn eftir læknum. Saga Ýrr LögmaðurVÍSIR/STÖÐ 2 Önnur málsóknin ytra Alls hafa 1700 konur farið í mál erlendis en þetta er önnur hópmálsóknin sem tekin er fyrir ytra vegna púðanna sem reyndust innihalda iðnaðarsílikon og olli mörgum konum miklu tjóni. TÜV Reihnland sem vottaði gæði gölluðu púðanna, var í fyrsta málinu dæmt til að greiða alls sautján konum þrjú þúsund evrur í skaðabætur og miskabætur leggjast svo ofaná það. Þrjú þúsund evra verði kröfurnar samþykktar Það kemur í ljós í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta hvort fyrsta skrefið næst, að kröfur kvennanna verði samþykktar í Frakklandi og að þær fái hinar þrjú þúsund evra í skaðabætur hvor. Með því yrði svo áframhaldandi mat gert á mögulegu líkamstjóni og hvort greiði eigi út miskabætur líka til einhverra kvennanna.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira