James Garner lýsir minnisstæðustu hlutverkunum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2014 18:30 Stórleikarinn James Garner lést á heimili sínu um helgina, 86 ára að aldri.Tímaritið People hefur ákveðið að heiðra minningu kappans með því að birta stutt viðtöl sem voru tekin við hann í gegnum tíðina þar sem hann lýsti sínum helstu hlutverkum á ferlinum. Maverick, 1957-1962 „Þátturinn var í loftinu í fimm ár en ég yfirgaf hann eftir þrjú,“ sagði James um að leika Bret Maverick í vestraseríunni. „Ég fór í mál við myndverið vegna brots á samningi. Verkfall handritshöfunda skall á og mér var sagt að það þyrfti að segja 52 vikna samningi mínum upp vegna þess að handritin bárust ekki þegar handritin voru í raun til staðar. En þeir voru reiðir því ég sagði eitthvað sem þeim mislíkaði um að ég væri samningsbundinn Warner Bros...Blásið var til réttarhalda og ég losaði mig undan samningnum.“ The Great Escape, 1963 „Steven keyrði á þessu mótorhjóli með hakakrossunum út um allt í Munchen,“ sagði James um meðleikara sinn Steve McQueen. „Við fórum á því í hádegismat. Fólk hrópaði á okkur. Þeim fannst þetta ekki nógu gott og ekki mér heldur.“ Murphy's Romance, 1985 „En indæl kona. Hún vildi að ég væri í myndinni og hún fékk mig,“ sagði James um meðleikkonu sína Sally Field en leikarinn fékk Óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt í myndinni. „Ég vissi að ég myndi ekki vinna. Enginn fengi Óskarsverðlaun fyrir þetta.“ Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood, 2002 „Ég elskaði Söndru,“ sagði leikarinn um meðleikkonu sína Söndru Bullock. „Hún er góð stúlka - mjög skemmtileg. Hún náði að láta mig skella upp úr. Hún gerði fullt, bara bjó til línur fyrir mig.“ The Notebook, 2004 „Ryan Gosling sagðist ekki trúa á ást við fyrstu sýn og að elska einhvern svona lengi og ég sagðist hafa verið kvæntur í 47 ár og að það virtist virka,“ sagði James. „Ég þekkti eiginkonu mína [Lois Clarke] aðeins í tvær vikur áður en ég kvæntist henni. Við vorum bæði trú hvort öðru. Við verðum til staðar fyrir hvort annað að eilífu.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Varð leikari alveg óvart Stórleikarinn James Garner lést á heimili sínu á laugardaginn, 86 ára að aldri. Hann vann fyrir sér sem fyrirsæta á unglingsárunum og ætlaði aldrei að verða leikari. 21. júlí 2014 12:00 Stjörnurnar syrgja James Garner Minnast fallins félaga. 21. júlí 2014 10:00 Leikarinn James Garner látinn Lést í gær, 86 ára að aldri. 20. júlí 2014 12:12 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Stórleikarinn James Garner lést á heimili sínu um helgina, 86 ára að aldri.Tímaritið People hefur ákveðið að heiðra minningu kappans með því að birta stutt viðtöl sem voru tekin við hann í gegnum tíðina þar sem hann lýsti sínum helstu hlutverkum á ferlinum. Maverick, 1957-1962 „Þátturinn var í loftinu í fimm ár en ég yfirgaf hann eftir þrjú,“ sagði James um að leika Bret Maverick í vestraseríunni. „Ég fór í mál við myndverið vegna brots á samningi. Verkfall handritshöfunda skall á og mér var sagt að það þyrfti að segja 52 vikna samningi mínum upp vegna þess að handritin bárust ekki þegar handritin voru í raun til staðar. En þeir voru reiðir því ég sagði eitthvað sem þeim mislíkaði um að ég væri samningsbundinn Warner Bros...Blásið var til réttarhalda og ég losaði mig undan samningnum.“ The Great Escape, 1963 „Steven keyrði á þessu mótorhjóli með hakakrossunum út um allt í Munchen,“ sagði James um meðleikara sinn Steve McQueen. „Við fórum á því í hádegismat. Fólk hrópaði á okkur. Þeim fannst þetta ekki nógu gott og ekki mér heldur.“ Murphy's Romance, 1985 „En indæl kona. Hún vildi að ég væri í myndinni og hún fékk mig,“ sagði James um meðleikkonu sína Sally Field en leikarinn fékk Óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt í myndinni. „Ég vissi að ég myndi ekki vinna. Enginn fengi Óskarsverðlaun fyrir þetta.“ Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood, 2002 „Ég elskaði Söndru,“ sagði leikarinn um meðleikkonu sína Söndru Bullock. „Hún er góð stúlka - mjög skemmtileg. Hún náði að láta mig skella upp úr. Hún gerði fullt, bara bjó til línur fyrir mig.“ The Notebook, 2004 „Ryan Gosling sagðist ekki trúa á ást við fyrstu sýn og að elska einhvern svona lengi og ég sagðist hafa verið kvæntur í 47 ár og að það virtist virka,“ sagði James. „Ég þekkti eiginkonu mína [Lois Clarke] aðeins í tvær vikur áður en ég kvæntist henni. Við vorum bæði trú hvort öðru. Við verðum til staðar fyrir hvort annað að eilífu.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Varð leikari alveg óvart Stórleikarinn James Garner lést á heimili sínu á laugardaginn, 86 ára að aldri. Hann vann fyrir sér sem fyrirsæta á unglingsárunum og ætlaði aldrei að verða leikari. 21. júlí 2014 12:00 Stjörnurnar syrgja James Garner Minnast fallins félaga. 21. júlí 2014 10:00 Leikarinn James Garner látinn Lést í gær, 86 ára að aldri. 20. júlí 2014 12:12 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Varð leikari alveg óvart Stórleikarinn James Garner lést á heimili sínu á laugardaginn, 86 ára að aldri. Hann vann fyrir sér sem fyrirsæta á unglingsárunum og ætlaði aldrei að verða leikari. 21. júlí 2014 12:00