Auknar göngur í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2014 11:41 96 sm lax sem veiddist í Djúpós í Ytri Rangá Mynd: West Ranga Eftir heldur hæga opnun eru veiðimenn farnir að verða varir við auknar göngur í Ytri Rangá sem venjulega segir að það styttist í mokveiðina sem þekkja þar á bæ. Við heyrðum í Jóhannesi Hinrikssyni veiðiverði á laugardagskvöldið og þá voru veiðimenn við Borg varir við stóra göngu sem var á hraðri siglingu upp ánna. Þeir veiðimenn sem voru þá við veiðar á Borg, sem er ekki lengur inní aðalsvæði Ytri Rangár, settu í töluvert af laxi og náðust nokkrir á land. Seinna um kvöldið, rétt fyrir síðustu mínútur veiðitímans, urðu veiðimenn sem voru þá veið veiðistaðinn Klöpp sem er neðan Ægissíðufossa varir við mikið af laxi á þeim stað sem tók ekkert sem fyrir hann var lagt. Það er yfirleitt gott merki þess að fiskurinn sé að flýta sér upp ánna og á klárlega eftir að glæða efri svæðin í Ytri Rangá meira lífi. Það er ennþá stórlax að ganga í ánna og eins er smálaxinn farinn að sýna sig í meira mæli og þrátt fyrir umtal um að 1 árs laxinn komi verr haldinn úr sjó þetta árið er ekki að sjá það í aflanum í ánni því aðeins tveir örlxar hafa verið færðir til bókar og 1 árs laxinn sem er að veiðast er yfirleitt 4-6 pund og í góðum holdum. Um daginn veiddust tveir stórlaxar í ánni, annar 96 sm í Djúpós sem sjá má á meðfylgjandi mynd og annar 92 sm á Tjarnarbreiðu. Fleiri viðlíka laxar hafa sést í ánni svo það má vonandi reikna með fleiri svona tröllum á land í sumar. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði
Eftir heldur hæga opnun eru veiðimenn farnir að verða varir við auknar göngur í Ytri Rangá sem venjulega segir að það styttist í mokveiðina sem þekkja þar á bæ. Við heyrðum í Jóhannesi Hinrikssyni veiðiverði á laugardagskvöldið og þá voru veiðimenn við Borg varir við stóra göngu sem var á hraðri siglingu upp ánna. Þeir veiðimenn sem voru þá við veiðar á Borg, sem er ekki lengur inní aðalsvæði Ytri Rangár, settu í töluvert af laxi og náðust nokkrir á land. Seinna um kvöldið, rétt fyrir síðustu mínútur veiðitímans, urðu veiðimenn sem voru þá veið veiðistaðinn Klöpp sem er neðan Ægissíðufossa varir við mikið af laxi á þeim stað sem tók ekkert sem fyrir hann var lagt. Það er yfirleitt gott merki þess að fiskurinn sé að flýta sér upp ánna og á klárlega eftir að glæða efri svæðin í Ytri Rangá meira lífi. Það er ennþá stórlax að ganga í ánna og eins er smálaxinn farinn að sýna sig í meira mæli og þrátt fyrir umtal um að 1 árs laxinn komi verr haldinn úr sjó þetta árið er ekki að sjá það í aflanum í ánni því aðeins tveir örlxar hafa verið færðir til bókar og 1 árs laxinn sem er að veiðast er yfirleitt 4-6 pund og í góðum holdum. Um daginn veiddust tveir stórlaxar í ánni, annar 96 sm í Djúpós sem sjá má á meðfylgjandi mynd og annar 92 sm á Tjarnarbreiðu. Fleiri viðlíka laxar hafa sést í ánni svo það má vonandi reikna með fleiri svona tröllum á land í sumar.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði