Varð leikari alveg óvart Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2014 12:00 James Garner í hlutverki sínu sem einkaspæjarinn Jim Rockford. vísir/getty Leikarinn James Garner lést á heimili sínu í Los Angeles á laugardaginn, 86 ára að aldri. Ekki er ljóst hver dánarorsökin var en James fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2008 og sást sjaldan opinberlega eftir það. James Scott Bumgarner fæddist þann 7. apríl árið 1928 í Norman í Oklahoma í Bandaríkjunum. Móðir hans lést þegar hann var fjögurra ára og þá fluttist hann með bræðrum sínum tveimur til ættingja sinna. Á unglingsárunum flutti hann til föður síns í Los Angeles og hætti í miðskólanum í Hollywood til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Jantzen-baðföt. „Ég hafði ekki áhuga fyrr en ég heyrði að þeir borguðu 25 dollara á tímann. Það var meira en skólastjóri þénaði,“ sagði James í sjálfsævisögu sinni the Garner Files sem kom út árið 2011. James sinnti herskyldu í fjórtán mánuði og barðist í Kóreustríðinu. Fyrir frammistöðu sína var hann heiðraður með tveimur fjólubláum hjörtum, orðu sem þeir sem særast eða látast í bardaga fá. James var frekar ómannblendinn og sagðist hvorki hafa áhuga á leiklist né sótti hann leiklistarnám. Hann flæktist í bransann alveg óvart þegar vinur hans, Paul Gregory, bauð honum hlutverk án orða í Broadway-leikritinu The Caine Mutiny Court-Martial sem leikstýrt var af Charles Laughton og skartaði Henry Fonda og Lloyd Nolan í aðalhlutverkunum. „Ég lærði að hlusta. Vandamálið með marga leikara er að þeir bíða eftir línunum sínum, bíða eftir að þeir geti talað. Þú verður hluti af verkinu ef þú hlustar. Ég lærði að gera aldrei ráð fyrir neinu. Það hjálpaði mér mikið sem leikara,“ sagði James í viðtali við Archive of American Television árið 1999. James komst á samning hjá Warner Bros og fékk ýmis hlutverk árið 1956. Árið eftir landaði hann hlutverki sem hinn hnyttni kvennaljómi Bret Maverick í sjónvarpsþáttunum Maverick. Árið 1962 var honum sagt upp í kjölfar verkfalls handritshöfunda. Þá kallaði kvikmyndabransinn og lék hann í myndum á borð við The Great Esacpe, Grand Prix og Hour of the Gun. Árið 1974 fékk hann síðan hlutverk einkaspæjarans Jim Rockford í sjónvarpsþáttunum The Rockford Files. James hlaut tilnefningu til Emmy-verðlaunanna sem besti leikari fyrir Rockford í fimm ár í röð og fékk verðlaunin árið 1977. Hann lék í eigin áhættuatriðum og var því þjakaður af hné- og bakmeiðslum. Hann yfirgaf þáttinn árið 1980 og Universal fór í mál við hann. Síðar fór hann í mál vegna hagnaðar af endursýningum og tók mörg ár að útkljá það.James lék á móti Genu Rowlands í The Notebook.James átti farsælan feril í leiklistinni. Hann fékk tilnefningu til Golden Globe-verðlauna árið 1984 fyrir sjónvarpsmyndina Heartsounds og fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1985 fyrir Murphy‘s Romance. Síðasta stórmyndin sem hann fór með veigamikið hlutverk í var The Notebook frá árinu 2004. Í henni lék hann Duke. Í sjónvarpi hlaut hann Emmy-verðlaunin árið 1987 fyrir Promise og Golden Globe-verðlaunin fyrir Decoration Day árið 1990 og Barbarians at the Gate þremur árum síðar. James skilur eftir sig eiginkonuna Lois Clarke en þau höfðu verið gift í 56 ár. Þá skilur hann einnig eftir sig dóttur og stjúpdóttur.James með eiginkonu sinni Lois Clarke. Golden Globes Óskarinn Tengdar fréttir Stjörnurnar syrgja James Garner Minnast fallins félaga. 21. júlí 2014 10:00 Leikarinn James Garner látinn Lést í gær, 86 ára að aldri. 20. júlí 2014 12:12 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Leikarinn James Garner lést á heimili sínu í Los Angeles á laugardaginn, 86 ára að aldri. Ekki er ljóst hver dánarorsökin var en James fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2008 og sást sjaldan opinberlega eftir það. James Scott Bumgarner fæddist þann 7. apríl árið 1928 í Norman í Oklahoma í Bandaríkjunum. Móðir hans lést þegar hann var fjögurra ára og þá fluttist hann með bræðrum sínum tveimur til ættingja sinna. Á unglingsárunum flutti hann til föður síns í Los Angeles og hætti í miðskólanum í Hollywood til að sinna fyrirsætustörfum fyrir Jantzen-baðföt. „Ég hafði ekki áhuga fyrr en ég heyrði að þeir borguðu 25 dollara á tímann. Það var meira en skólastjóri þénaði,“ sagði James í sjálfsævisögu sinni the Garner Files sem kom út árið 2011. James sinnti herskyldu í fjórtán mánuði og barðist í Kóreustríðinu. Fyrir frammistöðu sína var hann heiðraður með tveimur fjólubláum hjörtum, orðu sem þeir sem særast eða látast í bardaga fá. James var frekar ómannblendinn og sagðist hvorki hafa áhuga á leiklist né sótti hann leiklistarnám. Hann flæktist í bransann alveg óvart þegar vinur hans, Paul Gregory, bauð honum hlutverk án orða í Broadway-leikritinu The Caine Mutiny Court-Martial sem leikstýrt var af Charles Laughton og skartaði Henry Fonda og Lloyd Nolan í aðalhlutverkunum. „Ég lærði að hlusta. Vandamálið með marga leikara er að þeir bíða eftir línunum sínum, bíða eftir að þeir geti talað. Þú verður hluti af verkinu ef þú hlustar. Ég lærði að gera aldrei ráð fyrir neinu. Það hjálpaði mér mikið sem leikara,“ sagði James í viðtali við Archive of American Television árið 1999. James komst á samning hjá Warner Bros og fékk ýmis hlutverk árið 1956. Árið eftir landaði hann hlutverki sem hinn hnyttni kvennaljómi Bret Maverick í sjónvarpsþáttunum Maverick. Árið 1962 var honum sagt upp í kjölfar verkfalls handritshöfunda. Þá kallaði kvikmyndabransinn og lék hann í myndum á borð við The Great Esacpe, Grand Prix og Hour of the Gun. Árið 1974 fékk hann síðan hlutverk einkaspæjarans Jim Rockford í sjónvarpsþáttunum The Rockford Files. James hlaut tilnefningu til Emmy-verðlaunanna sem besti leikari fyrir Rockford í fimm ár í röð og fékk verðlaunin árið 1977. Hann lék í eigin áhættuatriðum og var því þjakaður af hné- og bakmeiðslum. Hann yfirgaf þáttinn árið 1980 og Universal fór í mál við hann. Síðar fór hann í mál vegna hagnaðar af endursýningum og tók mörg ár að útkljá það.James lék á móti Genu Rowlands í The Notebook.James átti farsælan feril í leiklistinni. Hann fékk tilnefningu til Golden Globe-verðlauna árið 1984 fyrir sjónvarpsmyndina Heartsounds og fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1985 fyrir Murphy‘s Romance. Síðasta stórmyndin sem hann fór með veigamikið hlutverk í var The Notebook frá árinu 2004. Í henni lék hann Duke. Í sjónvarpi hlaut hann Emmy-verðlaunin árið 1987 fyrir Promise og Golden Globe-verðlaunin fyrir Decoration Day árið 1990 og Barbarians at the Gate þremur árum síðar. James skilur eftir sig eiginkonuna Lois Clarke en þau höfðu verið gift í 56 ár. Þá skilur hann einnig eftir sig dóttur og stjúpdóttur.James með eiginkonu sinni Lois Clarke.
Golden Globes Óskarinn Tengdar fréttir Stjörnurnar syrgja James Garner Minnast fallins félaga. 21. júlí 2014 10:00 Leikarinn James Garner látinn Lést í gær, 86 ára að aldri. 20. júlí 2014 12:12 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira