Enski boltinn

Manchester United ekki hætt á leikmannamarkaðnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Giggs, Van Gaal og Woodward á dögunum.
Giggs, Van Gaal og Woodward á dögunum. Vísir/Getty
Þrátt fyrir að félagið hafi nú þegar eytt hátt í 60 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar eru Manchester United hvergi nærri hættir samkvæmt Ed Woodward, framkvæmdarstjóra Manchester United.

Félagið hefur þegar gengið frá kaupunum á vinstri bakverðinum Luke Shaw frá Southampton og Ander Herrera, spænskum miðjumanni frá Athletic Bilbao.

„Við settum Louis engin mörk yfir hvað hann megi eyða í nýja leikmenn í sumar, við erum nægilega vel settir til þess að geta keypt þá leikmenn sem okkur vantar."

„Ef hann kemur með nafn sem hann vill fá mun það vera undir okkur komið að fá hann til félagsins en hann vinnur undirbúningsvinnu sína vel og mun velja leikmennina af vandfærni," sagði Woodward.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×