Aðgerðir ríkisstjórnar gera of lítið og of seint Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2014 19:15 Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu á hluta skulda heimilanna vera allt of litlar og þær komi einnig of seint. Dómsmál vegna ólögmætrar verðtryggingar gæti fært heimilunum í landinu mun betri niðurstöðu. Formenn stjórnarflokkanna segja að aðgerðirirnar vegna skulda heimilanna eigi að ná til um hundrað þúsund heimila. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir hins vegar að aðgerðirnar muni ekki koma mörgum að gagni. Nær væri fyrir félagsmálaráðherra að skipa Íbúðalánasjóði að láta af fyrirstöðu í málaferlum samtakanna vegna verðtryggingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu aðgerðirnar síðast liðinn miðvikudag. En með þeim ættu verðtryggðar húsnæðisskuldir að geta lækkað um allt að fjórar milljónir auk þess sem fólk getur greitt niður höfuðstól lána eða safnað upp í útborgun á húsnæði með allt að 500 þúsund krónum af séreignarsparnaði á ári næstu þrjú til fimm árin. „Þessar aðgerðir eru bara ekki nóg, því miður, og eru ekki að virka og koma allt of seint. Nokkrum árum og seint ef eitthvað er. Þar fyrir utan er ekki búið að samþykkja þær á Alþingi, ekki búið að samþykkja í nefndum og ekki búnar að fara í gegnum Alþingi. Það er því ekki hægt að tala um þær sem eitthvað sem er að verða. Þetta verður í fyrsta lagi í haust,“ segir Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtakanna heimilanna. Meðalleiðréttingin verði í kringum 1,2 milljónir króna á fjórum árum eða um 270 þúsund krónur á ári. „Og ef verðtryggingin verður ekki tekin af á sama tíma þá er þetta ekki neitt. Því verðtryggingin mun þá bara bæta ofan á lánið aftur hvort sem er og þú ert jafn illa settur eða verr,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar beri að virða að verið sé að reyna að koma til móts við heimilin þótt þessar aðgerðir dugi ekki til. Hagsmunasamtökin séu með dómsmál þar sem þau telji að útfærsla á verðtryggðum lánum hafi verið ólögleg frá árinu 2001 sem enginn viðist þora að taka á. En nú þegar þrír mánuðir séu frá því málið var höfðað hafi dómari sagt sig frá því vegna þess að hann var sjálfur með verðtryggt húsnæðislán. Þá hafi Íbúðalánasjóður krafist frávísunar á málinu fyrir dómi. Jafnvel þótt lántaki með 20 milljóna króna lán frá árinu 2008 sem nú standi í 32 milljónum fengi hámarksniðurfellingu fari lánið aðeins í 28 milljónir en gæti lækkað um 10 milljónir ef dómur falli samtökunum í vil. „Ég vil að Eygló Harðardóttir sem yfirmaður Íbúðalánasjóðs, húsnæðismálaráðherrann okkar, skipi stjórnarformanni, stjórn og forstjóra Íbúðalánasjóðs að hætta þessum lögfræðiklækjaleikjum með því að fara fram á frávísun,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu á hluta skulda heimilanna vera allt of litlar og þær komi einnig of seint. Dómsmál vegna ólögmætrar verðtryggingar gæti fært heimilunum í landinu mun betri niðurstöðu. Formenn stjórnarflokkanna segja að aðgerðirirnar vegna skulda heimilanna eigi að ná til um hundrað þúsund heimila. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir hins vegar að aðgerðirnar muni ekki koma mörgum að gagni. Nær væri fyrir félagsmálaráðherra að skipa Íbúðalánasjóði að láta af fyrirstöðu í málaferlum samtakanna vegna verðtryggingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu aðgerðirnar síðast liðinn miðvikudag. En með þeim ættu verðtryggðar húsnæðisskuldir að geta lækkað um allt að fjórar milljónir auk þess sem fólk getur greitt niður höfuðstól lána eða safnað upp í útborgun á húsnæði með allt að 500 þúsund krónum af séreignarsparnaði á ári næstu þrjú til fimm árin. „Þessar aðgerðir eru bara ekki nóg, því miður, og eru ekki að virka og koma allt of seint. Nokkrum árum og seint ef eitthvað er. Þar fyrir utan er ekki búið að samþykkja þær á Alþingi, ekki búið að samþykkja í nefndum og ekki búnar að fara í gegnum Alþingi. Það er því ekki hægt að tala um þær sem eitthvað sem er að verða. Þetta verður í fyrsta lagi í haust,“ segir Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtakanna heimilanna. Meðalleiðréttingin verði í kringum 1,2 milljónir króna á fjórum árum eða um 270 þúsund krónur á ári. „Og ef verðtryggingin verður ekki tekin af á sama tíma þá er þetta ekki neitt. Því verðtryggingin mun þá bara bæta ofan á lánið aftur hvort sem er og þú ert jafn illa settur eða verr,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar beri að virða að verið sé að reyna að koma til móts við heimilin þótt þessar aðgerðir dugi ekki til. Hagsmunasamtökin séu með dómsmál þar sem þau telji að útfærsla á verðtryggðum lánum hafi verið ólögleg frá árinu 2001 sem enginn viðist þora að taka á. En nú þegar þrír mánuðir séu frá því málið var höfðað hafi dómari sagt sig frá því vegna þess að hann var sjálfur með verðtryggt húsnæðislán. Þá hafi Íbúðalánasjóður krafist frávísunar á málinu fyrir dómi. Jafnvel þótt lántaki með 20 milljóna króna lán frá árinu 2008 sem nú standi í 32 milljónum fengi hámarksniðurfellingu fari lánið aðeins í 28 milljónir en gæti lækkað um 10 milljónir ef dómur falli samtökunum í vil. „Ég vil að Eygló Harðardóttir sem yfirmaður Íbúðalánasjóðs, húsnæðismálaráðherrann okkar, skipi stjórnarformanni, stjórn og forstjóra Íbúðalánasjóðs að hætta þessum lögfræðiklækjaleikjum með því að fara fram á frávísun,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira