Lífið

Frestar tónleikaferð vegna veikinda

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Céline Dion ásamt eiginmanni sínum, René Angéli.
Céline Dion ásamt eiginmanni sínum, René Angéli. Vísir/Getty
Söngkonan Céline Dion hefur aflýst tónleikaferð sinni um Asíu og frestað sýningu sinni í Las Vegas um óákveðinn tíma. Ástæðan eru veikindi eiginmanns Dion, René Angéli, en hann berst við krabbamein í annað sinn. Í desember í fyrra var illkynja æxli fjarlægt úr hálsi Angéli.

Söngkonan biður aðdáendur sína afsökunar á þessu og þakkar jafnframt þann stuðining sem henni og fjölskyldu hennar hefur verið sýndur. Dion og eiginmaður hennar eiga saman soninn René-Charles 13 ára og tvíburana Eddy og Nelson 3 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.