Nýbökuð mamma með sixpakk Ellý Ármanns skrifar 14. ágúst 2014 17:15 Dísa Rhiannon Edwards, 26 ára starfsmaður Fríhafnarinnar sem er um það bil að klára meistaragráðu í talmeinafræði átti erfitt með að þyngja sig eftir að hún eignaðist frumburðinn, Ariu Rhiannon Dupree. Hún ákvað að byrja í Crossfit og viti menn árangurinn lét ekki á sér standa. Aria litla með mömmu á æfingu. „Ég eignaðist Ariu 28. mars árið 2013 og fór í mömmuleikfimi í Sporthúsinu í Keflavík sex vikum eftir að ég átti hana. Mér fannst rosalega gott að fara í þá tíma og þeir hjálpuðu mér mikið að koma mér af stað aftur eftir barnsburðinn," útskýrir Dísa. „Það er mikilvægt að fara ekki of geyst af stað en í þessum tímum ertu að gera æfingar með það í huga að þú sért nýbúin að eignast barn. Eftir það fór ég sjálf að æfa í ræktinni og var í rauninni komin í „gott form" eftir mömmu-leikfimina. Það sást til dæmis ekkert á mér tveimur mánuðum eftir að Aria fæddist að ég hafi verið að eiga barn."„Mér fannst ég samt ekki vera komin í gott form því vandamálið mitt var að ég var allt of grönn. Ég hélt engu utan á mér sama hvað ég borðaði og sama hvað ég lyfti mikið. Ég fór alveg niður í 49 kg sem er allt of létt."Dísa sér mikinn mun eftir fjóra mánuði í Crossfit.„Ég ákvað svo í apríl 2014, ári eftir að ég átti stelpuna, að byrja í Crossfit hjá CF Suðurnes og sé alls ekki eftir því. Ég er sem sagt búin að æfa Crossfit núna í fjóra mánuði og ég sé rosalega mikinn árangur sem ég hef aldrei séð áður og er sennilega komin í mitt besta form ever." „Mataræðið mitt er rosalega venjulegt. Ég reyni að hafa mataræðið sem hollast alla virka daga en leyfi mér alveg það sem ég vil um helgar. Ég þarf samt að borða rosalega mikið af kolvetnum til að halda í það sem ég er að byggja upp." „Ég æfi Crossfit alla daga vikunar nema sunnudaga. Ég vil koma því á framfæri að það er allt hægt ef viljinn er til staðar. Það tekur bara tíma og vinnu," segir Dísa. Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Sjá meira
Dísa Rhiannon Edwards, 26 ára starfsmaður Fríhafnarinnar sem er um það bil að klára meistaragráðu í talmeinafræði átti erfitt með að þyngja sig eftir að hún eignaðist frumburðinn, Ariu Rhiannon Dupree. Hún ákvað að byrja í Crossfit og viti menn árangurinn lét ekki á sér standa. Aria litla með mömmu á æfingu. „Ég eignaðist Ariu 28. mars árið 2013 og fór í mömmuleikfimi í Sporthúsinu í Keflavík sex vikum eftir að ég átti hana. Mér fannst rosalega gott að fara í þá tíma og þeir hjálpuðu mér mikið að koma mér af stað aftur eftir barnsburðinn," útskýrir Dísa. „Það er mikilvægt að fara ekki of geyst af stað en í þessum tímum ertu að gera æfingar með það í huga að þú sért nýbúin að eignast barn. Eftir það fór ég sjálf að æfa í ræktinni og var í rauninni komin í „gott form" eftir mömmu-leikfimina. Það sást til dæmis ekkert á mér tveimur mánuðum eftir að Aria fæddist að ég hafi verið að eiga barn."„Mér fannst ég samt ekki vera komin í gott form því vandamálið mitt var að ég var allt of grönn. Ég hélt engu utan á mér sama hvað ég borðaði og sama hvað ég lyfti mikið. Ég fór alveg niður í 49 kg sem er allt of létt."Dísa sér mikinn mun eftir fjóra mánuði í Crossfit.„Ég ákvað svo í apríl 2014, ári eftir að ég átti stelpuna, að byrja í Crossfit hjá CF Suðurnes og sé alls ekki eftir því. Ég er sem sagt búin að æfa Crossfit núna í fjóra mánuði og ég sé rosalega mikinn árangur sem ég hef aldrei séð áður og er sennilega komin í mitt besta form ever." „Mataræðið mitt er rosalega venjulegt. Ég reyni að hafa mataræðið sem hollast alla virka daga en leyfi mér alveg það sem ég vil um helgar. Ég þarf samt að borða rosalega mikið af kolvetnum til að halda í það sem ég er að byggja upp." „Ég æfi Crossfit alla daga vikunar nema sunnudaga. Ég vil koma því á framfæri að það er allt hægt ef viljinn er til staðar. Það tekur bara tíma og vinnu," segir Dísa.
Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Sjá meira