Erlent

Táragasi og reyksprengjum beitt gegn mótmælendum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglumenn beittu táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu bensínsprengjum að þeim.
Lögreglumenn beittu táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu bensínsprengjum að þeim. Vísir/AP
Lögregla beitti táragasi og reyksprengjum gegn mótmælendum í Ferguson, úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæli stóðu yfir vegna þess að lögreglumaður hafði skotið ungan mann til bana um síðustu helgi og íbúar bæjarins hafa nú mótmælt fjögur kvöld í röð.

Skömmu fyrir mótmælin í gær sagði lögreglustjóri Ferguson að samskipti kynþátta væri forgangsatriði í bænum. Hvítur lögreglumaður skaut þeldökkan mann, en vitni segja hann hafa verið með hendur á lofti þegar hann var skotinn.

Lögreglan segir hins vegar að hann hafi reynt að ná vopninu af lögreglumanninum.

Komið hefur til átaka á milli lögreglu og mótmælenda, sem kalla: „Upp með hendur, ekki skjóta.“ Lögreglumennirnir eru í þungvopnaðir og í óeirðabúningum.

Samkvæmt AP fréttaveitunni segjast tveir blaðamenn Washington Post og Huffington Post að þeir hafi verið teknir höndum af lögreglu. Þeim var sleppt úr haldi án ákæru en segjast hafa verið beittir ofbeldi af lögreglumönnum.

Lögreglustjórinn Jon Belmar segir að lögreglumenn hafi sýnt mikla sjálfstjórn. Því þeir hafi orðið fyrir grjóti, flöskum og jafnvel hafi verið skotið á þá. Hann segir mótmælendur hafa eyðilagt yfir 24 lögreglubíla.

Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út nafn lögreglumannsins sem skaut unga manninn, sem hét Michael Brown, vegna ótta um öryggi hans. Sá hefur verið í lögreglunni í sex ár og hefur verið sendur í launalaust leyfi á meðan skotárásin er rannsökuð.

Í bænum Ferguson eru þeldökkir um þriðjungur af 21 þúsund íbúum en 50 lögregluþjónar af 53 eru hvítir.

Mótmælendur köstuð grjóti og bensínsprengjum að lögreglu.Vísir/AP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×