"Eignir Hraðbrautar líklega á brunaútsölu“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 12. ágúst 2014 20:00 Eigandi Menntaskólans Hraðbrautar segir að framundan sé brunaútsala á eignum skólans. Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudag vegna skorts á nemendum. Nemandi sem hefja átti nám við skólann í haust segir tíðindin áfall. Menntaskólinn Hraðbraut tók fyrst til starfa árið 2003 og hefur útskrifað um 500 nemendur. Skólinn hefur ekki verið starfræktur síðastliðin tvö ár en áformað var að hefja kennslu við skólann á ný næstkomandi fimmtudag. Ekkert verður af þeim áformum vegna skorts á nemendum sem höfðu tök á því að greiða skólagjaldið sem er 890 þúsund krónur fyrir skólaárið. „Það voru 30 nemendur sem ætluðu að hefja nám en svo hefur kvarnast mjög hratt úr þeim hópi. Maður skilur það. Þetta er feikilega há upphæð - 890 þúsund krónur - í samanburði við að borga lítið sem ekkert í öðrum skólum,“ segir Ólafur Haukur Johnson, eigandi Hraðbrautar.Nemendur í óvissu Ólafur segir að búið sé að endurgreiða flestum nemendum skólagjaldið og þeir verði aðstoðaðir við að fá inni í öðrum framhaldsskólum. Hólmfríður Sara Geirsdóttir hafði áformað að hefja nám í Hraðbraut í haust. Hún segir það áfall að fá þessar fregnir. „Ég var mjög áhyggjufull. Ég var komin með skólavist og allt í einu fellur það niður. Það lætur mann hugsa,“ segir Hólmfríður. Hún hefur fengið vilyrði fyrir því að hefja nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í haust. Hólmfríður var tilbúin til að greiða hið háa skólagjald Hraðbrautar til að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. „Þetta er rosalega mikill peningur en algjörlega þess virði,“ segir Hólmfríður.Líklega endalok Hraðbrautar Ólafur gagnrýnir að hið opinbera styðji ekki við bakið á Hraðbraut en þjónustusamningi við skólann var sagt upp árið 2012. Hann segir að skólinn útskrifi nemendur með talsvert minni tilkostnaði fyrir hið opinbera en aðrir framhaldsskólar. Tíðindin marki líklega endalok skólans. „Það er ekkert framundan annað en nánast að halda brunaútsölu á eignum skólans og snúa sér að einhverju öðru í framtíðinni. Það er fyrst og fremst dapurlegt fyrir íslenska framhaldsskóla að svona valkostur skuli ekki vera fyrir hendi vegna þess að ríkið er algjörlega ófært um að bjóða upp á svona valkost,“ segir Ólafur Haukur. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Eigandi Menntaskólans Hraðbrautar segir að framundan sé brunaútsala á eignum skólans. Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudag vegna skorts á nemendum. Nemandi sem hefja átti nám við skólann í haust segir tíðindin áfall. Menntaskólinn Hraðbraut tók fyrst til starfa árið 2003 og hefur útskrifað um 500 nemendur. Skólinn hefur ekki verið starfræktur síðastliðin tvö ár en áformað var að hefja kennslu við skólann á ný næstkomandi fimmtudag. Ekkert verður af þeim áformum vegna skorts á nemendum sem höfðu tök á því að greiða skólagjaldið sem er 890 þúsund krónur fyrir skólaárið. „Það voru 30 nemendur sem ætluðu að hefja nám en svo hefur kvarnast mjög hratt úr þeim hópi. Maður skilur það. Þetta er feikilega há upphæð - 890 þúsund krónur - í samanburði við að borga lítið sem ekkert í öðrum skólum,“ segir Ólafur Haukur Johnson, eigandi Hraðbrautar.Nemendur í óvissu Ólafur segir að búið sé að endurgreiða flestum nemendum skólagjaldið og þeir verði aðstoðaðir við að fá inni í öðrum framhaldsskólum. Hólmfríður Sara Geirsdóttir hafði áformað að hefja nám í Hraðbraut í haust. Hún segir það áfall að fá þessar fregnir. „Ég var mjög áhyggjufull. Ég var komin með skólavist og allt í einu fellur það niður. Það lætur mann hugsa,“ segir Hólmfríður. Hún hefur fengið vilyrði fyrir því að hefja nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í haust. Hólmfríður var tilbúin til að greiða hið háa skólagjald Hraðbrautar til að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. „Þetta er rosalega mikill peningur en algjörlega þess virði,“ segir Hólmfríður.Líklega endalok Hraðbrautar Ólafur gagnrýnir að hið opinbera styðji ekki við bakið á Hraðbraut en þjónustusamningi við skólann var sagt upp árið 2012. Hann segir að skólinn útskrifi nemendur með talsvert minni tilkostnaði fyrir hið opinbera en aðrir framhaldsskólar. Tíðindin marki líklega endalok skólans. „Það er ekkert framundan annað en nánast að halda brunaútsölu á eignum skólans og snúa sér að einhverju öðru í framtíðinni. Það er fyrst og fremst dapurlegt fyrir íslenska framhaldsskóla að svona valkostur skuli ekki vera fyrir hendi vegna þess að ríkið er algjörlega ófært um að bjóða upp á svona valkost,“ segir Ólafur Haukur.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira