Lífið

Tónlistarmenn syrgja Williams

Robin Williams átti óteljandi aðdáendur.
Robin Williams átti óteljandi aðdáendur. Vísir/Getty
Margar af helstu stjörnum tónlistargeirans minnast leikarans Robins Williams sem lést í gærkvöldi á Twitter-aðgangi sínum. Hér að neðan má sjá nokkrar kveðjur frá nokkrum stjörnum.

Robin Williams, sem fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gærkvöldi, var einn ástsælasti gamanleikari sögunnar og hafði mikil áhrif. Þegar farið er yfir orð stjarnanna hér að neðan er alveg greinilegt hversu mikil áhrif Williams hafði á þær.

Þar má sjá kveðjur frá tónlistarmönnum á borð við Ozzy Osbourne, Liam Gallagher, Ringo Starr, Rihönna, Lady Gaga og mörgum fleirum.

Williams var 63 ára gamall. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi látist af völdum köfnunar og tekið eigið líf.

Fjölmiðlafulltrúi Williams segir að leikarinn hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið, en leikarinn hafði áður rætt og jafnvel grínast um baráttu sína við áfengi og eiturlyfjanotkun.


Tengdar fréttir

Robin Williams látinn

Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×