Lífið

Tæplega tvö þúsund manns bæst í aðdáendahóp Skálmaldar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Skálmöld á tónleikum með Sinfó á síðasta ári.
Skálmöld á tónleikum með Sinfó á síðasta ári.
Tæplega tvö þúsund manns hafa líkað við Skálmöld á Facebook síðasta sólarhringinn. Í gær sagði Vísir frá því að níutíu manns hefðu hætt að fylgja sveitinni á Facebook, eftir að hún gaf út stuðningsyfirlýsingu við Gay Pride hátíðina.

Þegar frétt Vísis fór í loftið í gær fylgdu rúmlega 28 þúsund sveitinni á Facebook. Nú er aðdáendafjöldinn kominn upp í tæplega 30 þúsund. Frétt Vísis vakti mikil viðbrögð í gær og sögðust margir í athugasemdakerfinu hafa byrjað að fylgja sveitinni eftir yfirlýsingar hennar um að taka öllum eins og þeir eru.

Facebook-færslur sveitarinnar um málið hafa einnig vakið mikla athygli. Til að mynda hafa um 730 manns smellt á „like-takkann“ við nýjustu færslu sveitarinnar, þar sem tekið er fram hversu margir hafi hætt að fylgja sveitinni. Á föstudaginn birtist merki sveitarinnar í litum Gay Pride hátíðarinnar og líkuðu um 1700 manns við þá færslu.

Snæbjörn Ragnarsson, einnig þekktur sem Bibbi og er bassaleikari Skálmaldar, sagði í samtali við Vísi í gær að honum þætti leiðinlegt að einhverjir væru enn á móti samkynhneigðum og sagði viðbrögðin við færslu sveitarinnar sýna að enn væri fullt erindi að halda hátíðir á borð við Gay Pride. „Við sjáum ekki eftir fólkinu sem hætti að fylgja okkur, maður er mest leiður yfir því að það sé staðreynd að sumir hugsa enn svona," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.