Lífið

Williams ætlaði að gera Mrs. Doubtfire 2

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Robin Williams ætlaði að fara aftur í gervi fóstrunnar vinsælu, Mrs. Doubtfire,
Robin Williams ætlaði að fara aftur í gervi fóstrunnar vinsælu, Mrs. Doubtfire, Vísir/Getty
Eitt eftirminnilegasta hlutverk leikarans Robin Williams var Mrs. Doubtfire þar sem hann  fór svo eftirminnilega á kostum sem barnfóstran  Euphegenia Doubtfire. 

Það sem færri vita er að til stóð að gera framhald af myndinni. Fox 2000 Studios hafði þegar hafið undirbúning og leikstjóri fyrri myndarinnar, Chris Columbus ætlaði að leikstýra henni.

Árið 2001 var handritshöfundurinn Bonnie Hunt fengin til að skrifa handritið, en Williams og Columbus leist ekki nógu vel á tillögur hennar. Snemma á þessu ári var því handritshöfundurinn David Berenbaum, sem skrifaði jólamyndina Elf, fenginn í hennar stað og fóru hjólin þá að snúast. 



Eins og kom fram í frétt Vísis hér fannst leikarinn Robin Williams látinn á heimili sínu í Kailforníu í gærkvöldi aðeins 63 ára að aldri. Ef af framhaldsmyndinni verður er nokkuð víst að það verður erfitt að fylla skarð Williams í myndinni. 


Tengdar fréttir

Robin Williams látinn

Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×